Sinfónían óánægð með sambýlinga í Hörpu Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Sinfónían og íslenska óperan telja að það þurfi að huga vel að því hvers konar verslunarrekstur fer fram í Hörpu. vísir/ernir Óánægja ríkir á meðal þeirra aðila sem sinna listviðburðum og menningarstarfi í Hörpu með verslunarreksturinn sem þar er. Þykir reksturinn byggja of mikið á ódýrum vörum sem höfða til ferðamanna og ekki nógu mikið tillit vera tekið til fagurfræði. Heimildir Fréttablaðsins herma að óánægjan sé ekki síst meðal stjórnenda og starfsmanna Sinfóníunnar. Þeir forðast þó að ræða málin opinberlega. „Ég hlakka rosalega til að ræða þessi mál við nýjan forstjóra sem er að byrja að setja sig inn í málin en tekur ekki formlega við fyrr en um næstu mánaðamót. Það verður bara mjög spennandi að ræða þessi mál. Við erum með mikla starfsemi í þessu húsi sem er alveg stórkostlegt listaverk og dásamlegt að sjá hvaða hlutverk það hefur fengið í íslensku samfélagi,“ segir Arna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníunnar, sem vildi að öðru leyti ekki ræða málin við Fréttablaðið. Þrjár gjafavöruverslanir eru reknar í húsinu. Það er Epal, gjafavöruverslun rútubílafyrirtækisins Sterna og svo Upplifun. Vilhjálmur Guðjónsson, einn eigenda síðastnefndu verslunarinnar, segist ekki hafa fengið athugasemdir af neinu tagi. „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um,“ sagði hann þegar Fréttablaðið innti hann eftir viðbrögðum. Greipur Gíslason var fastur starfsmaður í húsinu í næstum þrjú ár. Hann segir ítrekaðar athugasemdir hafa verið gerðar við starfsfólk og stjórnendur Hörpu. Hann segir gera þurfi kröfur um fagurfræði í húsinu. „Það er hægt að gera kröfu um að í flottasta minnisvarða þjóðarinnar sértu með estetík og leiðbeiningar um útlit. Það virðist enginn hafa neitt um útlit hússins að segja,“ segir hann. Greipur segist aldrei hafa rætt þetta alvarlega við forsvarsmenn gjafavöruverslananna en hann hafi meðal annars rætt þetta við Halldór Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra. Greipur hefur reglulega tjáð sig um málefni Hörpu á samfélagsmiðlunum. Hann segist telja að sinnuleysi stjórnenda Hörpu megi rekja til rekstrarvanda hússins. En eins og komið hefur fram hefur reksturinn gengið erfiðlega, meðal annars vegna fasteignagjalda sem húsinu er gert að greiða. Tap af rekstri Hörpu nam 443 milljónum króna á árinu 2015, en ársreikningur fyrir 2016 hefur ekki verði birtur. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri Íslensku óperunnar, segist fagna áhuga ferðamanna á húsinu en hún sé engu að síður uggandi yfir þróun mála. „Mín skoðun er að svona hús eins og Harpa eigi að laða gesti fyrst og fremst að fyrir viðburðina,“ segir Steinunn Birna og bætir við að það skipti máli að áhuginn tengist því sem húsið var upphaflega byggt fyrir, tónleikum, ráðstefnum og viðburðum. Þannig þurfi verslunarstarfsemin að vera stoðstarfsemi við aðra starfsemi í húsinu. Hvort á maður að hlægja eða gráta yfir vöruúrvali og útbreiðslu í Hörpu? Afhverju gerir enginn neitt? Vilja ferðamenn bara ljótt dót? #Harpa pic.twitter.com/dVAKbJM1B0— Greipur Gíslason (@GreipurGisla) April 26, 2017 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Sjá meira
Óánægja ríkir á meðal þeirra aðila sem sinna listviðburðum og menningarstarfi í Hörpu með verslunarreksturinn sem þar er. Þykir reksturinn byggja of mikið á ódýrum vörum sem höfða til ferðamanna og ekki nógu mikið tillit vera tekið til fagurfræði. Heimildir Fréttablaðsins herma að óánægjan sé ekki síst meðal stjórnenda og starfsmanna Sinfóníunnar. Þeir forðast þó að ræða málin opinberlega. „Ég hlakka rosalega til að ræða þessi mál við nýjan forstjóra sem er að byrja að setja sig inn í málin en tekur ekki formlega við fyrr en um næstu mánaðamót. Það verður bara mjög spennandi að ræða þessi mál. Við erum með mikla starfsemi í þessu húsi sem er alveg stórkostlegt listaverk og dásamlegt að sjá hvaða hlutverk það hefur fengið í íslensku samfélagi,“ segir Arna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníunnar, sem vildi að öðru leyti ekki ræða málin við Fréttablaðið. Þrjár gjafavöruverslanir eru reknar í húsinu. Það er Epal, gjafavöruverslun rútubílafyrirtækisins Sterna og svo Upplifun. Vilhjálmur Guðjónsson, einn eigenda síðastnefndu verslunarinnar, segist ekki hafa fengið athugasemdir af neinu tagi. „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um,“ sagði hann þegar Fréttablaðið innti hann eftir viðbrögðum. Greipur Gíslason var fastur starfsmaður í húsinu í næstum þrjú ár. Hann segir ítrekaðar athugasemdir hafa verið gerðar við starfsfólk og stjórnendur Hörpu. Hann segir gera þurfi kröfur um fagurfræði í húsinu. „Það er hægt að gera kröfu um að í flottasta minnisvarða þjóðarinnar sértu með estetík og leiðbeiningar um útlit. Það virðist enginn hafa neitt um útlit hússins að segja,“ segir hann. Greipur segist aldrei hafa rætt þetta alvarlega við forsvarsmenn gjafavöruverslananna en hann hafi meðal annars rætt þetta við Halldór Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra. Greipur hefur reglulega tjáð sig um málefni Hörpu á samfélagsmiðlunum. Hann segist telja að sinnuleysi stjórnenda Hörpu megi rekja til rekstrarvanda hússins. En eins og komið hefur fram hefur reksturinn gengið erfiðlega, meðal annars vegna fasteignagjalda sem húsinu er gert að greiða. Tap af rekstri Hörpu nam 443 milljónum króna á árinu 2015, en ársreikningur fyrir 2016 hefur ekki verði birtur. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri Íslensku óperunnar, segist fagna áhuga ferðamanna á húsinu en hún sé engu að síður uggandi yfir þróun mála. „Mín skoðun er að svona hús eins og Harpa eigi að laða gesti fyrst og fremst að fyrir viðburðina,“ segir Steinunn Birna og bætir við að það skipti máli að áhuginn tengist því sem húsið var upphaflega byggt fyrir, tónleikum, ráðstefnum og viðburðum. Þannig þurfi verslunarstarfsemin að vera stoðstarfsemi við aðra starfsemi í húsinu. Hvort á maður að hlægja eða gráta yfir vöruúrvali og útbreiðslu í Hörpu? Afhverju gerir enginn neitt? Vilja ferðamenn bara ljótt dót? #Harpa pic.twitter.com/dVAKbJM1B0— Greipur Gíslason (@GreipurGisla) April 26, 2017
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Sjá meira