Kim Kardashian barðist við tárin hjá Ellen: „Var alveg 100 prósent viss um að ég myndi deyja“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. apríl 2017 15:30 Tók mjög á fyrir Kim að mæta í viðtalið. „Ég veit að þetta hljómar eins og ég sé eitthvað klikkuð en ég er viss um að þetta hafi átt að gerast fyrir mig,“ segir Kim Kardashian í viðtali hjá Ellen í gær en þetta var í fyrsta skipti sem Kim mætir í þáttinn síðan hún var rænd í París á síðasta ári. Raunveruleikastjarnan var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi 2. október. Hún var stödd á lúxushóteli í borginni þegar mennirnir, sem voru íklæddir lögreglubúningum, bönkuðu upp á. Þeir kefluðu hana niður í baðkar og hótuðu að drepa hana. Kim átti mjög erfitt í viðtalinu og táraðist ítrekað. „Ég er allt önnur manneskja eftir þetta atvik. Hlutir gerast til að kenna manni. Mér þóttu veraldlegir hlutir voðalega merkilegir en mér finnst það ekki lengur og mig langar ekki að ala börnin mín upp með slík viðhorf að leiðarljósi.“ Kim segir að ránið hafi átt sér stað klukkan hálfþrjú um nóttina. „Eftir að hafa rætt við lögfræðinga mína og fengið allar upplýsingar þá veit ég núna að þessir menn höfðu verið að elta mig í tvö ár. Þeir horfðu á öll viðtölin við mig og voru þá að skoða alla þá skartgripi sem ég var með á mér,“ segir Kim sem ætlar ekki að ganga um með skartgripi í framtíðinni, eða í það minnsta mun minna. „Dyrnar hjá okkur voru harðlæstar en mennirnir héldu byssu að starfsmanni í anddyrinu og sögðu við hann að leiða þá að herberginu okkar, og opna hurðina. Ég var alveg 100 prósent viss um að ég myndi deyja og ég bað til guðs um börnin mín og eiginmaður myndu öll lifa góðu lífi.“ Hér að neðan má sjá viðtalið. Tengdar fréttir Árásin á Kardashian: Sextán handteknir vegna ránsins Lögreglan í París handtók í nótt fimmtán til sextán manns sem grunaðir eru um að hafa ráðist inn á hótelherbergi raunveruleikastjörnunar Kim Kardashian í október í fyrra og rænt hana. 9. janúar 2017 08:33 „Viðbjóðsleg“ kvennasíða hrekur Manuelu af Snapchat „Sú staðreynd að það sé til grúppa sem heitir Vonda systir (með augljóslega einn tilgang) útrýmdi löngun minni til að halda áfram að deila lífi mínu á samfélagsmiðlum. Takk fyrir samfylgdina,“ skrifaði Manuela Ósk 26. apríl 2017 10:15 Kim Kardashian rifjar upp ránið í París Kim Kardashian West rifjar upp ránið í París í nýrri stiklu fyrir þættina Keeping Up With the Kardashians. 6. janúar 2017 22:13 Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
„Ég veit að þetta hljómar eins og ég sé eitthvað klikkuð en ég er viss um að þetta hafi átt að gerast fyrir mig,“ segir Kim Kardashian í viðtali hjá Ellen í gær en þetta var í fyrsta skipti sem Kim mætir í þáttinn síðan hún var rænd í París á síðasta ári. Raunveruleikastjarnan var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi 2. október. Hún var stödd á lúxushóteli í borginni þegar mennirnir, sem voru íklæddir lögreglubúningum, bönkuðu upp á. Þeir kefluðu hana niður í baðkar og hótuðu að drepa hana. Kim átti mjög erfitt í viðtalinu og táraðist ítrekað. „Ég er allt önnur manneskja eftir þetta atvik. Hlutir gerast til að kenna manni. Mér þóttu veraldlegir hlutir voðalega merkilegir en mér finnst það ekki lengur og mig langar ekki að ala börnin mín upp með slík viðhorf að leiðarljósi.“ Kim segir að ránið hafi átt sér stað klukkan hálfþrjú um nóttina. „Eftir að hafa rætt við lögfræðinga mína og fengið allar upplýsingar þá veit ég núna að þessir menn höfðu verið að elta mig í tvö ár. Þeir horfðu á öll viðtölin við mig og voru þá að skoða alla þá skartgripi sem ég var með á mér,“ segir Kim sem ætlar ekki að ganga um með skartgripi í framtíðinni, eða í það minnsta mun minna. „Dyrnar hjá okkur voru harðlæstar en mennirnir héldu byssu að starfsmanni í anddyrinu og sögðu við hann að leiða þá að herberginu okkar, og opna hurðina. Ég var alveg 100 prósent viss um að ég myndi deyja og ég bað til guðs um börnin mín og eiginmaður myndu öll lifa góðu lífi.“ Hér að neðan má sjá viðtalið.
Tengdar fréttir Árásin á Kardashian: Sextán handteknir vegna ránsins Lögreglan í París handtók í nótt fimmtán til sextán manns sem grunaðir eru um að hafa ráðist inn á hótelherbergi raunveruleikastjörnunar Kim Kardashian í október í fyrra og rænt hana. 9. janúar 2017 08:33 „Viðbjóðsleg“ kvennasíða hrekur Manuelu af Snapchat „Sú staðreynd að það sé til grúppa sem heitir Vonda systir (með augljóslega einn tilgang) útrýmdi löngun minni til að halda áfram að deila lífi mínu á samfélagsmiðlum. Takk fyrir samfylgdina,“ skrifaði Manuela Ósk 26. apríl 2017 10:15 Kim Kardashian rifjar upp ránið í París Kim Kardashian West rifjar upp ránið í París í nýrri stiklu fyrir þættina Keeping Up With the Kardashians. 6. janúar 2017 22:13 Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Árásin á Kardashian: Sextán handteknir vegna ránsins Lögreglan í París handtók í nótt fimmtán til sextán manns sem grunaðir eru um að hafa ráðist inn á hótelherbergi raunveruleikastjörnunar Kim Kardashian í október í fyrra og rænt hana. 9. janúar 2017 08:33
„Viðbjóðsleg“ kvennasíða hrekur Manuelu af Snapchat „Sú staðreynd að það sé til grúppa sem heitir Vonda systir (með augljóslega einn tilgang) útrýmdi löngun minni til að halda áfram að deila lífi mínu á samfélagsmiðlum. Takk fyrir samfylgdina,“ skrifaði Manuela Ósk 26. apríl 2017 10:15
Kim Kardashian rifjar upp ránið í París Kim Kardashian West rifjar upp ránið í París í nýrri stiklu fyrir þættina Keeping Up With the Kardashians. 6. janúar 2017 22:13
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“