Kim Kardashian barðist við tárin hjá Ellen: „Var alveg 100 prósent viss um að ég myndi deyja“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. apríl 2017 15:30 Tók mjög á fyrir Kim að mæta í viðtalið. „Ég veit að þetta hljómar eins og ég sé eitthvað klikkuð en ég er viss um að þetta hafi átt að gerast fyrir mig,“ segir Kim Kardashian í viðtali hjá Ellen í gær en þetta var í fyrsta skipti sem Kim mætir í þáttinn síðan hún var rænd í París á síðasta ári. Raunveruleikastjarnan var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi 2. október. Hún var stödd á lúxushóteli í borginni þegar mennirnir, sem voru íklæddir lögreglubúningum, bönkuðu upp á. Þeir kefluðu hana niður í baðkar og hótuðu að drepa hana. Kim átti mjög erfitt í viðtalinu og táraðist ítrekað. „Ég er allt önnur manneskja eftir þetta atvik. Hlutir gerast til að kenna manni. Mér þóttu veraldlegir hlutir voðalega merkilegir en mér finnst það ekki lengur og mig langar ekki að ala börnin mín upp með slík viðhorf að leiðarljósi.“ Kim segir að ránið hafi átt sér stað klukkan hálfþrjú um nóttina. „Eftir að hafa rætt við lögfræðinga mína og fengið allar upplýsingar þá veit ég núna að þessir menn höfðu verið að elta mig í tvö ár. Þeir horfðu á öll viðtölin við mig og voru þá að skoða alla þá skartgripi sem ég var með á mér,“ segir Kim sem ætlar ekki að ganga um með skartgripi í framtíðinni, eða í það minnsta mun minna. „Dyrnar hjá okkur voru harðlæstar en mennirnir héldu byssu að starfsmanni í anddyrinu og sögðu við hann að leiða þá að herberginu okkar, og opna hurðina. Ég var alveg 100 prósent viss um að ég myndi deyja og ég bað til guðs um börnin mín og eiginmaður myndu öll lifa góðu lífi.“ Hér að neðan má sjá viðtalið. Tengdar fréttir Árásin á Kardashian: Sextán handteknir vegna ránsins Lögreglan í París handtók í nótt fimmtán til sextán manns sem grunaðir eru um að hafa ráðist inn á hótelherbergi raunveruleikastjörnunar Kim Kardashian í október í fyrra og rænt hana. 9. janúar 2017 08:33 „Viðbjóðsleg“ kvennasíða hrekur Manuelu af Snapchat „Sú staðreynd að það sé til grúppa sem heitir Vonda systir (með augljóslega einn tilgang) útrýmdi löngun minni til að halda áfram að deila lífi mínu á samfélagsmiðlum. Takk fyrir samfylgdina,“ skrifaði Manuela Ósk 26. apríl 2017 10:15 Kim Kardashian rifjar upp ránið í París Kim Kardashian West rifjar upp ránið í París í nýrri stiklu fyrir þættina Keeping Up With the Kardashians. 6. janúar 2017 22:13 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Fleiri fréttir Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Sjá meira
„Ég veit að þetta hljómar eins og ég sé eitthvað klikkuð en ég er viss um að þetta hafi átt að gerast fyrir mig,“ segir Kim Kardashian í viðtali hjá Ellen í gær en þetta var í fyrsta skipti sem Kim mætir í þáttinn síðan hún var rænd í París á síðasta ári. Raunveruleikastjarnan var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi 2. október. Hún var stödd á lúxushóteli í borginni þegar mennirnir, sem voru íklæddir lögreglubúningum, bönkuðu upp á. Þeir kefluðu hana niður í baðkar og hótuðu að drepa hana. Kim átti mjög erfitt í viðtalinu og táraðist ítrekað. „Ég er allt önnur manneskja eftir þetta atvik. Hlutir gerast til að kenna manni. Mér þóttu veraldlegir hlutir voðalega merkilegir en mér finnst það ekki lengur og mig langar ekki að ala börnin mín upp með slík viðhorf að leiðarljósi.“ Kim segir að ránið hafi átt sér stað klukkan hálfþrjú um nóttina. „Eftir að hafa rætt við lögfræðinga mína og fengið allar upplýsingar þá veit ég núna að þessir menn höfðu verið að elta mig í tvö ár. Þeir horfðu á öll viðtölin við mig og voru þá að skoða alla þá skartgripi sem ég var með á mér,“ segir Kim sem ætlar ekki að ganga um með skartgripi í framtíðinni, eða í það minnsta mun minna. „Dyrnar hjá okkur voru harðlæstar en mennirnir héldu byssu að starfsmanni í anddyrinu og sögðu við hann að leiða þá að herberginu okkar, og opna hurðina. Ég var alveg 100 prósent viss um að ég myndi deyja og ég bað til guðs um börnin mín og eiginmaður myndu öll lifa góðu lífi.“ Hér að neðan má sjá viðtalið.
Tengdar fréttir Árásin á Kardashian: Sextán handteknir vegna ránsins Lögreglan í París handtók í nótt fimmtán til sextán manns sem grunaðir eru um að hafa ráðist inn á hótelherbergi raunveruleikastjörnunar Kim Kardashian í október í fyrra og rænt hana. 9. janúar 2017 08:33 „Viðbjóðsleg“ kvennasíða hrekur Manuelu af Snapchat „Sú staðreynd að það sé til grúppa sem heitir Vonda systir (með augljóslega einn tilgang) útrýmdi löngun minni til að halda áfram að deila lífi mínu á samfélagsmiðlum. Takk fyrir samfylgdina,“ skrifaði Manuela Ósk 26. apríl 2017 10:15 Kim Kardashian rifjar upp ránið í París Kim Kardashian West rifjar upp ránið í París í nýrri stiklu fyrir þættina Keeping Up With the Kardashians. 6. janúar 2017 22:13 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Fleiri fréttir Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Sjá meira
Árásin á Kardashian: Sextán handteknir vegna ránsins Lögreglan í París handtók í nótt fimmtán til sextán manns sem grunaðir eru um að hafa ráðist inn á hótelherbergi raunveruleikastjörnunar Kim Kardashian í október í fyrra og rænt hana. 9. janúar 2017 08:33
„Viðbjóðsleg“ kvennasíða hrekur Manuelu af Snapchat „Sú staðreynd að það sé til grúppa sem heitir Vonda systir (með augljóslega einn tilgang) útrýmdi löngun minni til að halda áfram að deila lífi mínu á samfélagsmiðlum. Takk fyrir samfylgdina,“ skrifaði Manuela Ósk 26. apríl 2017 10:15
Kim Kardashian rifjar upp ránið í París Kim Kardashian West rifjar upp ránið í París í nýrri stiklu fyrir þættina Keeping Up With the Kardashians. 6. janúar 2017 22:13