Dansvænt popp við texta um einmanaleika Guðný Hrönn skrifar 13. maí 2017 15:00 Melkorka Sigríður Magnúsdóttir og Árni Rúnar Hlöðversson skipa Milkywhale. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Fyrsta plata hljómsveitarinnar Milkywhale var að koma út en þau Melkorka Sigríður og Árni Rúnar skipa bandið. Melkorka segir þau Árna vera himinlifandi með plötuna og samstarfið almennt en hún hálfpartinn gabbaði hann í hljómsveit með sér á sínum tíma. Hljómsveitin Milkywhale er tiltölulega nýtt band en það varð til árið 2015. Spurð út í hvernig hljómsveitin var stofnuð segir Melkorka Sigríður að hún hafði hálfpartinn gabbað Árna Rúnar, sem margir kannst við úr hljómsveitinni FM Belfast, í hljómsveit með sér. „Við Árni kynntumst þegar við vorum að vinna saman uppi í Borgarleikhúsi að leikhúsuppfærslu. Ég vann að verkinu sem danshöfundur og hann gerði tónlistina,“ segir Melkorka sem er menntaður danshöfundur. „Ég var búin að vera aðdáandi FM Belfast í langan tíma og ég vissi að mig langaði að vinna með honum. Þannig fór ég að velta fyrir mér hvernig ég gæti komið á samstarfi. Og ég bað hann um að gera með mér dansverk. Ég gabbaði hann sem sagt inn í hljómsveit á þeim forsendum að við værum að fara að gera dansverk. En svo þróaðist þetta út í popphljómsveit,“ segir hún og hlær. Melkorka er himinlifandi með að hafa tekist ætlunarverkið enda hefur samstarfið gengið vel og þau eru himinlifandi með fyrstu plötuna. „Já, við erum ægilega ánægð með verkefnið og bara hvort annað, maður verður glaður að finna góðan samstarfsfélaga. Og við erum ánægð með plötuna,“ segir Melkorka um fyrstu hljómplötuna sem ber heitið Milkywhale, líkt og hljómsveitin sjálf. Samstarf með mömmu„Við fengum svo textahöfund með okkur inn í verkefnið, það er höfundur sem ég held mikið upp á enda er það hún móðir mín, Auður Ava Ólafsdóttir,“ segir Melkorka. Aðspurð hvernig sé að vinna náið með mömmu sinni að listsköpun segir Melkorka: „Það er bara dásamlegt, við höfum unnið mikið saman í gegnum tíðina. Hún hefur til að mynda gert þrjú leikverk fyrir svið og ég hef unnið að þeim öllum. Þetta var þannig að hún afhenti mér bunka af ljóðum sem ég fór með til Árna og við sátum yfir þeim og pældum í textunum.“ Milkywhale býr til dansvæna og hressa tónlist og Melkorku og Árna þykir gaman að koma áhorfendum á tónleikum til að dilla sér. „Það er áhugavert að sjá hvernig tónlistin getur gert hluti sem ekkert annað listform getur gert. Hún getur vakið upp einhvers konar hegðun og tilfinningar sem önnur listform gera ekki. Þú sérð t.d. ekki fólk „headbanga“ eða „crowdsurfa“ á t.d. myndlistarsýningum.“„En svo er þetta svolítið andstæðukennt hjá okkur, því tónlistin er dansvæn popptónlist en textarnir fjalla mikið um einmanaleika og um tilfinningar sem fylgja því að vilja tengjast einhverjum en geta það ekki.“ Spurð út í hvað sé á döfinni segir Melkorka að útgáfa vínylplötu sé næst á dagskrá og svo tónleikar. „Við erum að fara að spila frekar mikið og planið er að hafa útgáfutónleika í júní.“ Tónlist Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Fyrsta plata hljómsveitarinnar Milkywhale var að koma út en þau Melkorka Sigríður og Árni Rúnar skipa bandið. Melkorka segir þau Árna vera himinlifandi með plötuna og samstarfið almennt en hún hálfpartinn gabbaði hann í hljómsveit með sér á sínum tíma. Hljómsveitin Milkywhale er tiltölulega nýtt band en það varð til árið 2015. Spurð út í hvernig hljómsveitin var stofnuð segir Melkorka Sigríður að hún hafði hálfpartinn gabbað Árna Rúnar, sem margir kannst við úr hljómsveitinni FM Belfast, í hljómsveit með sér. „Við Árni kynntumst þegar við vorum að vinna saman uppi í Borgarleikhúsi að leikhúsuppfærslu. Ég vann að verkinu sem danshöfundur og hann gerði tónlistina,“ segir Melkorka sem er menntaður danshöfundur. „Ég var búin að vera aðdáandi FM Belfast í langan tíma og ég vissi að mig langaði að vinna með honum. Þannig fór ég að velta fyrir mér hvernig ég gæti komið á samstarfi. Og ég bað hann um að gera með mér dansverk. Ég gabbaði hann sem sagt inn í hljómsveit á þeim forsendum að við værum að fara að gera dansverk. En svo þróaðist þetta út í popphljómsveit,“ segir hún og hlær. Melkorka er himinlifandi með að hafa tekist ætlunarverkið enda hefur samstarfið gengið vel og þau eru himinlifandi með fyrstu plötuna. „Já, við erum ægilega ánægð með verkefnið og bara hvort annað, maður verður glaður að finna góðan samstarfsfélaga. Og við erum ánægð með plötuna,“ segir Melkorka um fyrstu hljómplötuna sem ber heitið Milkywhale, líkt og hljómsveitin sjálf. Samstarf með mömmu„Við fengum svo textahöfund með okkur inn í verkefnið, það er höfundur sem ég held mikið upp á enda er það hún móðir mín, Auður Ava Ólafsdóttir,“ segir Melkorka. Aðspurð hvernig sé að vinna náið með mömmu sinni að listsköpun segir Melkorka: „Það er bara dásamlegt, við höfum unnið mikið saman í gegnum tíðina. Hún hefur til að mynda gert þrjú leikverk fyrir svið og ég hef unnið að þeim öllum. Þetta var þannig að hún afhenti mér bunka af ljóðum sem ég fór með til Árna og við sátum yfir þeim og pældum í textunum.“ Milkywhale býr til dansvæna og hressa tónlist og Melkorku og Árna þykir gaman að koma áhorfendum á tónleikum til að dilla sér. „Það er áhugavert að sjá hvernig tónlistin getur gert hluti sem ekkert annað listform getur gert. Hún getur vakið upp einhvers konar hegðun og tilfinningar sem önnur listform gera ekki. Þú sérð t.d. ekki fólk „headbanga“ eða „crowdsurfa“ á t.d. myndlistarsýningum.“„En svo er þetta svolítið andstæðukennt hjá okkur, því tónlistin er dansvæn popptónlist en textarnir fjalla mikið um einmanaleika og um tilfinningar sem fylgja því að vilja tengjast einhverjum en geta það ekki.“ Spurð út í hvað sé á döfinni segir Melkorka að útgáfa vínylplötu sé næst á dagskrá og svo tónleikar. „Við erum að fara að spila frekar mikið og planið er að hafa útgáfutónleika í júní.“
Tónlist Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira