„Við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. nóvember 2017 17:56 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Vísir/Ernir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn muni vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur. Hún segir flokkinn líklega geta stutt ýmis mál ríkisstjórnar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks og Pírata ef flokkarnir ná saman um stjórnarsáttmála. Hún segist einnig vona að ríkisstjórnin styðji jafnframt einhver mál stjórnarandstöðunnar. Þorgerður Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún segir að það sé frekar Framsóknarflokkurinn en Píratar sem skapi óvissu í viðræðum flokkanna fjögurra sem nú standa yfir. „Þetta er fólk sem er búið að vera á þingi. Það nálgast kannski hlutina með öðrum hætti og það er eitthvað sem við eigum líka svolítið að taka upp og skoða og hlusta. Margt sem Píratar hafa lagt fram sem mér finnst til fyrirmyndar. Ég hef ekki áhyggjur endilega af pírötum í þessari breytu það væri miklu frekar að ég hefði ákveðnar áhyggjur með Framsóknarflokkinn, að hann gangi ekki alveg heill inn í þetta starf,“ segir Þorgerður Katrín. „Ég vona nú að það verði ekki þannig að þessi ríkisstjórn verði í rauninni ríkisstjórn sem kaupir allt frá framsókn því þá erum við að tala um ákveðna stöðnun, að það megi ekki breyta neinu á ákveðnum sviðum. Það verður mjög erfitt fyrir flokk eins og Pírata, flokk eins og Samfylkingu.“Viðreisn verði öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur Aðspurð segir Þorgerður að það hafi aldrei komið til tals að Viðreisn kæmi að stjórnarmyndun sem fimmti flokkurinn. Flokkarnir fjórir hafa 32 þingmenn, eða minnsta mögulega meirihluta. Með Viðreisn sem fimmta flokkinn væri meirihluti ríkisstjórnarinnar 36 þingmenn. „Við ræddum óformlega eitt og annað en við vorum aldrei hluti af þessu samtali. Ég held að það sé líka bara gott að þau reyni að klára þetta. Þau hafa þessa 32 þingmenn og ætla að láta á það reyna. Það er líka ljóst að því lengra sem líður inn í þetta samtal og þetta samstarf, því ólíklegra er að við komum að þessu máli. Við verðum, eins og Þorsteinn Víglundsson hefur sagt réttilega, við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn,“ segir Þorgerður Katrín. „Við munum veita þeim málefnalegt aðhald. Ég hef talað um öðruvísi stjórnarandstöðu og við ætlum að gera hvað við getum hvað það varðar. Enda sýnist mér við líka vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur en þeir sem verða þá væntanlega. Við munum aðgreina okkur frá þeim líka.“ Þorgerður segist sjá fram á að ríkisstjórn fjögurra flokka leggi fram ýmis mál sem Viðreisn geti stutt. „En það verða líka mál sem ég vonast til að ríkisstjórnin geti þá stutt á móti. Þetta gengur ekki bara á einn veg. Við erum að tala um ákveðin ný stjórnmál og þá vil ég gjarnan sjá að ríkisstjórnin hlusti á það sem stjórnarandstaðan hefur fram að færa og líka hleypi málum í gegn.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Áhyggjur af reynsluleysi Pírata Reynsluleysi í stjórnmálum er meira áhyggjuefni en málefnagrundvöllurinn í viðræðum þeirra flokka sem reyna nú að mynda ríkisstjórn. 3. nóvember 2017 06:30 Viðræðurnar ganga vel og halda áfram síðdegis Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata halda áfram í dag. Lilja Alfreðsdóttir segir viðræður hafa gengið vel í gær. 4. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn muni vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur. Hún segir flokkinn líklega geta stutt ýmis mál ríkisstjórnar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks og Pírata ef flokkarnir ná saman um stjórnarsáttmála. Hún segist einnig vona að ríkisstjórnin styðji jafnframt einhver mál stjórnarandstöðunnar. Þorgerður Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún segir að það sé frekar Framsóknarflokkurinn en Píratar sem skapi óvissu í viðræðum flokkanna fjögurra sem nú standa yfir. „Þetta er fólk sem er búið að vera á þingi. Það nálgast kannski hlutina með öðrum hætti og það er eitthvað sem við eigum líka svolítið að taka upp og skoða og hlusta. Margt sem Píratar hafa lagt fram sem mér finnst til fyrirmyndar. Ég hef ekki áhyggjur endilega af pírötum í þessari breytu það væri miklu frekar að ég hefði ákveðnar áhyggjur með Framsóknarflokkinn, að hann gangi ekki alveg heill inn í þetta starf,“ segir Þorgerður Katrín. „Ég vona nú að það verði ekki þannig að þessi ríkisstjórn verði í rauninni ríkisstjórn sem kaupir allt frá framsókn því þá erum við að tala um ákveðna stöðnun, að það megi ekki breyta neinu á ákveðnum sviðum. Það verður mjög erfitt fyrir flokk eins og Pírata, flokk eins og Samfylkingu.“Viðreisn verði öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur Aðspurð segir Þorgerður að það hafi aldrei komið til tals að Viðreisn kæmi að stjórnarmyndun sem fimmti flokkurinn. Flokkarnir fjórir hafa 32 þingmenn, eða minnsta mögulega meirihluta. Með Viðreisn sem fimmta flokkinn væri meirihluti ríkisstjórnarinnar 36 þingmenn. „Við ræddum óformlega eitt og annað en við vorum aldrei hluti af þessu samtali. Ég held að það sé líka bara gott að þau reyni að klára þetta. Þau hafa þessa 32 þingmenn og ætla að láta á það reyna. Það er líka ljóst að því lengra sem líður inn í þetta samtal og þetta samstarf, því ólíklegra er að við komum að þessu máli. Við verðum, eins og Þorsteinn Víglundsson hefur sagt réttilega, við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn,“ segir Þorgerður Katrín. „Við munum veita þeim málefnalegt aðhald. Ég hef talað um öðruvísi stjórnarandstöðu og við ætlum að gera hvað við getum hvað það varðar. Enda sýnist mér við líka vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur en þeir sem verða þá væntanlega. Við munum aðgreina okkur frá þeim líka.“ Þorgerður segist sjá fram á að ríkisstjórn fjögurra flokka leggi fram ýmis mál sem Viðreisn geti stutt. „En það verða líka mál sem ég vonast til að ríkisstjórnin geti þá stutt á móti. Þetta gengur ekki bara á einn veg. Við erum að tala um ákveðin ný stjórnmál og þá vil ég gjarnan sjá að ríkisstjórnin hlusti á það sem stjórnarandstaðan hefur fram að færa og líka hleypi málum í gegn.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Áhyggjur af reynsluleysi Pírata Reynsluleysi í stjórnmálum er meira áhyggjuefni en málefnagrundvöllurinn í viðræðum þeirra flokka sem reyna nú að mynda ríkisstjórn. 3. nóvember 2017 06:30 Viðræðurnar ganga vel og halda áfram síðdegis Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata halda áfram í dag. Lilja Alfreðsdóttir segir viðræður hafa gengið vel í gær. 4. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Áhyggjur af reynsluleysi Pírata Reynsluleysi í stjórnmálum er meira áhyggjuefni en málefnagrundvöllurinn í viðræðum þeirra flokka sem reyna nú að mynda ríkisstjórn. 3. nóvember 2017 06:30
Viðræðurnar ganga vel og halda áfram síðdegis Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata halda áfram í dag. Lilja Alfreðsdóttir segir viðræður hafa gengið vel í gær. 4. nóvember 2017 11:30