Sjálfstæðismenn vilja halda mötuneytum eldri borgara opnum yfir sumartímann Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. júní 2017 07:00 Áslaug Friðriksdóttir talaði fyrir málinu á fundi borgarstjórnar í gær. Málinu var vísað til velferðarráðs. MYND/Sjálfstæðisflokkurinn Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu um að þjónusta mötuneyta við eldri borgara skerðist ekki yfir sumartímann. Fyrirhuguð skerðing hefst um næstu mánaðamót. Alls eru sextán mötuneyti í borginni sem þjónusta eldri borgara en þjónusta í helmingi þeirra er skert yfir hásumarið. Var það gert til að mæta aðhaldskröfum. Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, talaði fyrir tillögunni á fundi borgarstjórnar í gær. Hún segir að þjónustan tryggi fjölbreytta og reglulega fæðu auk þess sem hún gegni afar mikilvægu félagslegu hlutverki fyrir þá sem nýta sér hana. Dæmi væru um að rask á rútínu hefði alvarlegar afleiðingar í för með sér. „Mér finnst ástæða til þess þegar borgarsjóður stendur betur en áður að við hverfum frá skerðingu á grunnþjónustu. Þetta er grunnþjónusta sem eðlilegt er að halda úti allt árið um kring,“ sagði Áslaug á fundinum í gær. Meirihlutinn telur eðlilegt að málið verði tekið fyrir á fundi velferðarráðs síðar í vikunni. Þá verði hægt að meta kostnað af tillögunni og hvort unnt sé að ráðast í verkið. „Við höfum hér með tillögu um það að halda þessu opnu og munum taka afstöðu til þess,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Rétt sé að meta tillöguna í nefnd í stað þess að taka ákvörðun strax. „Á fundinum fáum upplýsingar um kostnað og getum metið hvort senda á beiðni til borgarráðs um þá fjármuni eða hvort þeir eru til hjá sviðinu,“ sagði Heiða Björg. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu um að þjónusta mötuneyta við eldri borgara skerðist ekki yfir sumartímann. Fyrirhuguð skerðing hefst um næstu mánaðamót. Alls eru sextán mötuneyti í borginni sem þjónusta eldri borgara en þjónusta í helmingi þeirra er skert yfir hásumarið. Var það gert til að mæta aðhaldskröfum. Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, talaði fyrir tillögunni á fundi borgarstjórnar í gær. Hún segir að þjónustan tryggi fjölbreytta og reglulega fæðu auk þess sem hún gegni afar mikilvægu félagslegu hlutverki fyrir þá sem nýta sér hana. Dæmi væru um að rask á rútínu hefði alvarlegar afleiðingar í för með sér. „Mér finnst ástæða til þess þegar borgarsjóður stendur betur en áður að við hverfum frá skerðingu á grunnþjónustu. Þetta er grunnþjónusta sem eðlilegt er að halda úti allt árið um kring,“ sagði Áslaug á fundinum í gær. Meirihlutinn telur eðlilegt að málið verði tekið fyrir á fundi velferðarráðs síðar í vikunni. Þá verði hægt að meta kostnað af tillögunni og hvort unnt sé að ráðast í verkið. „Við höfum hér með tillögu um það að halda þessu opnu og munum taka afstöðu til þess,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Rétt sé að meta tillöguna í nefnd í stað þess að taka ákvörðun strax. „Á fundinum fáum upplýsingar um kostnað og getum metið hvort senda á beiðni til borgarráðs um þá fjármuni eða hvort þeir eru til hjá sviðinu,“ sagði Heiða Björg.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira