Telur eðlilegt að einkafyrirtæki í heilbrigðisþjónustu hagnist á grundvelli samninga við ríkið Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. apríl 2017 19:00 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur eðlilegt að einkafyrirtæki sem sinna heilbrigðisþjónustu á grundvelli samninga við ríkið greiði arð til hluthafa sinna ef þau skila hagnaði. Ekki hefur verið brugðist við varnaðarorðum landlæknis um vöxt einkareksturs og einkavæðingar í heilbrigðisþjónustu. Ágreiningur er á milli landlæknis og velferðarráðuneytisins um túlkun á lögum um heilbrigðisþjónustu. Ágreiningurinn lýtur að þjónustu sem Klíníkin í Ármúla veitir. Embætti landlæknis hefur staðfest að starfsemi Klíníkurinnar með fimma daga legudeild uppfylli faglegar lágmarkskröfur um sérhæfða sjúkrahúsþjónustu. Embætti landlæknis benti velferðarráðuneytinu á að samkvæmt skilningi þess á lögum þurfi leyfi ráðherra til þess að hefja rekstur legudeildar með tilheyrandi aðgerðum. Ráðuneytið hefur lýst því yfir að það sé ósammála túlkun embættisins og að líta beri á þennan rekstur Klíníkurinnar sem hvern annan stofurekstur lækna og þurfi hann því ekki leyfi ráðherra. Í yfirlýsingu landlæknis frá 19. apríl segir: „Túlkun ráðuneytisins á heilbrigðislögunum gerir það (…) að verkum að einkarekstur og einkavæðing á sviði sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu og sjúkrahúsþjónustu getur haldið áfram að vaxa hér á landi í skjóli samnings Sjúkratrygginga Íslands og Læknafélags Reykjavíkur og sjúklinga sem greiða fyrir aðgerðir úr eigin vasa.“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að hann leggist ekki gegn því að einkafyrirtæki sem sinna heilbrigðisþjónustu á grundvelli samnings við ríkið greiði arð til hluthafa sinna ef þau skila hagnaði. „Á Norðurlöndunum þrífst einkaframtakið mjög vel. (...) Mér finnst menn vera komnir út á mjög hálar brautir þegar talað er um að það megi ekki greiða sér arð fyrir það að sinna verkum vel og með hagkvæmum hætti. Ef einkaaðilar geta veitt fólkinu í þessu landi jafngóða eða betri þjónustu fyrir sama verð fyrir skattgreiðandann og skilað einhverjum afgangi þá er það ekki vandamál fyrir mig. Ef að ríkið getur ekki sinnt þjónustunni fyrir sama verð og sama kostnað þá finnst mér ekkert að því að einkaaðilar geri það, jafnvel þótt þeir hafi eitthvað upp úr því,“ sagði Bjarni í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag.Óttarr Proppé heilbrigðisráðherravísir/vilhelmEkki hefur verið brugðist við varnaðarorðum landlæknis frá 19. apríl. Óttar Proppé heilbrigðisráðherra áréttaði afstöðu ráðuneytisins varðandi leyfisveitingar til Klíníkurinnar vegna rekstrar sjúkrahúss í viðtali í Víglínunni á Stöð 2 í gær. „Sérfræðingar ráðuneytisins túlka þetta og það er ekki pólitísk túlkun. Það er einfaldlega túlkun laganna sem okkur ber að fara eftir að það þurfi ekki sérstakt leyfi til að reka einkasjúkrahús,“ sagði Óttar. Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur eðlilegt að einkafyrirtæki sem sinna heilbrigðisþjónustu á grundvelli samninga við ríkið greiði arð til hluthafa sinna ef þau skila hagnaði. Ekki hefur verið brugðist við varnaðarorðum landlæknis um vöxt einkareksturs og einkavæðingar í heilbrigðisþjónustu. Ágreiningur er á milli landlæknis og velferðarráðuneytisins um túlkun á lögum um heilbrigðisþjónustu. Ágreiningurinn lýtur að þjónustu sem Klíníkin í Ármúla veitir. Embætti landlæknis hefur staðfest að starfsemi Klíníkurinnar með fimma daga legudeild uppfylli faglegar lágmarkskröfur um sérhæfða sjúkrahúsþjónustu. Embætti landlæknis benti velferðarráðuneytinu á að samkvæmt skilningi þess á lögum þurfi leyfi ráðherra til þess að hefja rekstur legudeildar með tilheyrandi aðgerðum. Ráðuneytið hefur lýst því yfir að það sé ósammála túlkun embættisins og að líta beri á þennan rekstur Klíníkurinnar sem hvern annan stofurekstur lækna og þurfi hann því ekki leyfi ráðherra. Í yfirlýsingu landlæknis frá 19. apríl segir: „Túlkun ráðuneytisins á heilbrigðislögunum gerir það (…) að verkum að einkarekstur og einkavæðing á sviði sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu og sjúkrahúsþjónustu getur haldið áfram að vaxa hér á landi í skjóli samnings Sjúkratrygginga Íslands og Læknafélags Reykjavíkur og sjúklinga sem greiða fyrir aðgerðir úr eigin vasa.“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að hann leggist ekki gegn því að einkafyrirtæki sem sinna heilbrigðisþjónustu á grundvelli samnings við ríkið greiði arð til hluthafa sinna ef þau skila hagnaði. „Á Norðurlöndunum þrífst einkaframtakið mjög vel. (...) Mér finnst menn vera komnir út á mjög hálar brautir þegar talað er um að það megi ekki greiða sér arð fyrir það að sinna verkum vel og með hagkvæmum hætti. Ef einkaaðilar geta veitt fólkinu í þessu landi jafngóða eða betri þjónustu fyrir sama verð fyrir skattgreiðandann og skilað einhverjum afgangi þá er það ekki vandamál fyrir mig. Ef að ríkið getur ekki sinnt þjónustunni fyrir sama verð og sama kostnað þá finnst mér ekkert að því að einkaaðilar geri það, jafnvel þótt þeir hafi eitthvað upp úr því,“ sagði Bjarni í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag.Óttarr Proppé heilbrigðisráðherravísir/vilhelmEkki hefur verið brugðist við varnaðarorðum landlæknis frá 19. apríl. Óttar Proppé heilbrigðisráðherra áréttaði afstöðu ráðuneytisins varðandi leyfisveitingar til Klíníkurinnar vegna rekstrar sjúkrahúss í viðtali í Víglínunni á Stöð 2 í gær. „Sérfræðingar ráðuneytisins túlka þetta og það er ekki pólitísk túlkun. Það er einfaldlega túlkun laganna sem okkur ber að fara eftir að það þurfi ekki sérstakt leyfi til að reka einkasjúkrahús,“ sagði Óttar.
Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira