Stunda nammiskipti við útlendinga Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. apríl 2017 21:00 Lilja Katrín fær nú nammi frá ýmsum löndum og er mjög hamingjusöm með það Vísir/skjáskot Það er í raun ótrúlegt hvað það er til mikið úrval af íslensku sælgæti enda erum við Íslendingar óttalegir nammigrísir. En það eru fleiri en Íslendingar sem eru hrifnir af sælgætinu. Þess vegna hefur Lilja Katrín Gunnarsdóttir, ritstjóri síðunnar Must see in Iceland, ákveðið að bjóða upp á nammiskipti við útlendinga eða Íslendinga sem eru búsettir erlendis. Hugmyndin kviknaði þegar Lilja Katrín sá að bandarískur maður var að leita leiða til að fá sendan appollo lakkrís til að koma konunni sinni á óvart. „Þannig að ég hafði samband við hann og það þróaðist út í það að við ákváðum að skiptast á nammi. Ég vildi ekki fá greiðslu, vildi miklu frekar fá nammi í staðinn. Hann sendi mér nammi frá Boston sem var svo gott að það kláraðist strax og ég sendi honum kassa af appollo lakkrís handa konunni hans.“ Eftir þetta fór boltinn að rúlla og nú er Lilja komin með nokkrar beiðnir í viðbót. „Vonandi hefur allur heimurinn samband því það sem ég hef fengið hingað til hefur verið alveg geðveikt. Þetta er ekki að fara að hafa mjög góð áhrif á mína heilsu en mér er alveg sama, mér finnst þetta mjög skemmtilegt," segir Lilja Katrín.En hvað er fólk að biðja um? Hvaða nammi ertu að senda til þeirra?„Það er ekki mikið um ákveðnar óskir. Það helsta sem fólk vill alls ekki fá, fyrir utan þessa einu beiðni um appollo lakkrísinn, er sætur lakkrís. Það vill bara láta koma sér á óvart. En af þessum fimm, sex beiðnum sem bíða hef ég fengið tvær beiðnir um að SS pylsusinnep fái að fljóta með. Því fólk er með einhverja sjúklega ást á SS pylsusinnepi.“ Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Það er í raun ótrúlegt hvað það er til mikið úrval af íslensku sælgæti enda erum við Íslendingar óttalegir nammigrísir. En það eru fleiri en Íslendingar sem eru hrifnir af sælgætinu. Þess vegna hefur Lilja Katrín Gunnarsdóttir, ritstjóri síðunnar Must see in Iceland, ákveðið að bjóða upp á nammiskipti við útlendinga eða Íslendinga sem eru búsettir erlendis. Hugmyndin kviknaði þegar Lilja Katrín sá að bandarískur maður var að leita leiða til að fá sendan appollo lakkrís til að koma konunni sinni á óvart. „Þannig að ég hafði samband við hann og það þróaðist út í það að við ákváðum að skiptast á nammi. Ég vildi ekki fá greiðslu, vildi miklu frekar fá nammi í staðinn. Hann sendi mér nammi frá Boston sem var svo gott að það kláraðist strax og ég sendi honum kassa af appollo lakkrís handa konunni hans.“ Eftir þetta fór boltinn að rúlla og nú er Lilja komin með nokkrar beiðnir í viðbót. „Vonandi hefur allur heimurinn samband því það sem ég hef fengið hingað til hefur verið alveg geðveikt. Þetta er ekki að fara að hafa mjög góð áhrif á mína heilsu en mér er alveg sama, mér finnst þetta mjög skemmtilegt," segir Lilja Katrín.En hvað er fólk að biðja um? Hvaða nammi ertu að senda til þeirra?„Það er ekki mikið um ákveðnar óskir. Það helsta sem fólk vill alls ekki fá, fyrir utan þessa einu beiðni um appollo lakkrísinn, er sætur lakkrís. Það vill bara láta koma sér á óvart. En af þessum fimm, sex beiðnum sem bíða hef ég fengið tvær beiðnir um að SS pylsusinnep fái að fljóta með. Því fólk er með einhverja sjúklega ást á SS pylsusinnepi.“
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira