Lífið

Brjálaður Tom Hardy elti uppi og handtók skellinöðruþjóf

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tom Hardy.
Tom Hardy. Vísir/Getty
Breski leikarinn Tom Hardy kallar ekki allt ömmu sína og var það greinilegt á götum Lundúna á dögunum þegar hann gerði sér lítið fyrir og elti uppi þjóf sem stolið hafði skellinöðru.

Vitni lýsa því hvernig Hardy hafi farið í „ofurhetju-stellingar“ þegar hann þaut af stað er hann varð vitni að þjófnaðinum. Hardy hljóp í gegnum garð og byggingarsvæði áður en han náði þjófnum, kom honum í jörðina, leitaði að vopnum og framkvæmdi borgaralega handtöku.

Hardy, sem leikið hefur í myndum á borð við The Dark Knight Rises og The Revenant, beið svo spakur eftir að lögregla mætti á svæðið. Þjófurinn var handtekinn og voru tveir aðrir menn einnig handteknir í tengslum við þjófnaðinn.

„Tom hlýtur að hafa verið á labbi þarna. Hann hljóp af stað eins og skot og leit út fyrir að vera brjálaður,“ sagði Arun Pullen sem varð vitni að eltingarleiknum.


Tengdar fréttir

Brady sá sigursælasti frá upphafi

Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, varð í nótt sigursælasti leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×