Lögreglan skoðar tengsl grænlenskra sjómanna við hvarf Birnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. janúar 2017 18:10 Grænlenski togarinn Polar Nanoq. víðir már hermannsson Lögreglan óskaði í morgun eftir og fékk lista yfir skipverja á grænlenska skipinu Polar Nanoq vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Þetta hefur Vísir eftir heimildum en togarinn lét úr Hafnarfjarðarhöfn á laugardagskvöld. Skór sem lögregla segir að Birna hafi verið í nóttina sem hún hvarf fundust við höfnina í gærkvöldi, skammt frá þar sem togarinn var í höfn. Fyrr í dag lagði lögregla hald á rauða Kia Rio-bifreið í Hlíðasmára í Kópavogi. Starfsmaður fyrirtækis í götunni hafði tekið bílinn á leigu í gær en var ekki með hann til umráða um helgina.Rauður Kia Rio-bíll sást við Hafnarfjarðarhöfn Samkvæmt heimildum Vísis voru Grænlendingar með bílinn á leigu á þeim tíma sem Birna hvarf en rauður Kia Rio-bíll sást í eftirlitsmyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn á milli klukkan sex og hálfsjö á laugardagsmorgun. Skömmu áður, eða klukkan 5:50, kemur sími Birnu inn á símamastur við Flatahraun í Hafnarfirði en svo er slökkt á símanum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, vill ekki staðfesta að þeir sem hafi verið með rauða Kio Rio-bílinn á leigu sem lögregla lagði hald á í dag séu áhafnarmeðlimir Polar Nanoq. Hann sagði að lögreglu hefðu borist töluvert af upplýsingum sem væri verið að vinna úr og að rannsóknin væri á viðkvæmu stigi.Bíl ekið flóttalega í burtu Fyrr í dag var greint frá því að lögregla rannsaki myndskeið úr eftirlitsmyndavél við áhaldahús Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Myndskeiðið er frá því á laugardagsmorgun klukkan 5:53 en á því sést rauður bíll, afar líkur þeim sem lögreglan hefur lýst eftir og birtir myndir af úr eftirlitsmyndavélum á Laugavegi. Á myndskeiðinu sést hvernig bílnum er skyndilega ekið í burtu þegar ljós kviknar á eftirlitsmyndavél. Grímur lagði áherslu á það í samtali við Vísi að lögreglan viti ekki hvort að bíllinn sem hún lagði hald á í dag sé sami bíll og var á Laugavegi nóttina sem Birna hvarf. Þá sagði hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að enginn væri grunaður í málinu, enginn yfirheyrður eða lýst eftir neinum. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:40. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lykilúrskurður fyrir rannsókn lögreglu: Fá leyfi til að skoða farsíma sem notaðir voru á sama svæði og merki barst frá síma Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 12:45 Lögregla rannsakar nýja upptöku: Rauðum bíl ekið flóttalega í Garðabæ mínútum eftir að slökkt var á farsíma Birnu Lögreglan hefur undir höndum upptöku af rauðum bíl, líkast til rauðum Kia Rio, sem náðist á eftirlitsmyndavél í Garðabæ klukkan 5:53 á laugardagsmorgun. 17. janúar 2017 16:00 Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Lögreglan óskaði í morgun eftir og fékk lista yfir skipverja á grænlenska skipinu Polar Nanoq vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Þetta hefur Vísir eftir heimildum en togarinn lét úr Hafnarfjarðarhöfn á laugardagskvöld. Skór sem lögregla segir að Birna hafi verið í nóttina sem hún hvarf fundust við höfnina í gærkvöldi, skammt frá þar sem togarinn var í höfn. Fyrr í dag lagði lögregla hald á rauða Kia Rio-bifreið í Hlíðasmára í Kópavogi. Starfsmaður fyrirtækis í götunni hafði tekið bílinn á leigu í gær en var ekki með hann til umráða um helgina.Rauður Kia Rio-bíll sást við Hafnarfjarðarhöfn Samkvæmt heimildum Vísis voru Grænlendingar með bílinn á leigu á þeim tíma sem Birna hvarf en rauður Kia Rio-bíll sást í eftirlitsmyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn á milli klukkan sex og hálfsjö á laugardagsmorgun. Skömmu áður, eða klukkan 5:50, kemur sími Birnu inn á símamastur við Flatahraun í Hafnarfirði en svo er slökkt á símanum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, vill ekki staðfesta að þeir sem hafi verið með rauða Kio Rio-bílinn á leigu sem lögregla lagði hald á í dag séu áhafnarmeðlimir Polar Nanoq. Hann sagði að lögreglu hefðu borist töluvert af upplýsingum sem væri verið að vinna úr og að rannsóknin væri á viðkvæmu stigi.Bíl ekið flóttalega í burtu Fyrr í dag var greint frá því að lögregla rannsaki myndskeið úr eftirlitsmyndavél við áhaldahús Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Myndskeiðið er frá því á laugardagsmorgun klukkan 5:53 en á því sést rauður bíll, afar líkur þeim sem lögreglan hefur lýst eftir og birtir myndir af úr eftirlitsmyndavélum á Laugavegi. Á myndskeiðinu sést hvernig bílnum er skyndilega ekið í burtu þegar ljós kviknar á eftirlitsmyndavél. Grímur lagði áherslu á það í samtali við Vísi að lögreglan viti ekki hvort að bíllinn sem hún lagði hald á í dag sé sami bíll og var á Laugavegi nóttina sem Birna hvarf. Þá sagði hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að enginn væri grunaður í málinu, enginn yfirheyrður eða lýst eftir neinum. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:40.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lykilúrskurður fyrir rannsókn lögreglu: Fá leyfi til að skoða farsíma sem notaðir voru á sama svæði og merki barst frá síma Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 12:45 Lögregla rannsakar nýja upptöku: Rauðum bíl ekið flóttalega í Garðabæ mínútum eftir að slökkt var á farsíma Birnu Lögreglan hefur undir höndum upptöku af rauðum bíl, líkast til rauðum Kia Rio, sem náðist á eftirlitsmyndavél í Garðabæ klukkan 5:53 á laugardagsmorgun. 17. janúar 2017 16:00 Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Lykilúrskurður fyrir rannsókn lögreglu: Fá leyfi til að skoða farsíma sem notaðir voru á sama svæði og merki barst frá síma Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 12:45
Lögregla rannsakar nýja upptöku: Rauðum bíl ekið flóttalega í Garðabæ mínútum eftir að slökkt var á farsíma Birnu Lögreglan hefur undir höndum upptöku af rauðum bíl, líkast til rauðum Kia Rio, sem náðist á eftirlitsmyndavél í Garðabæ klukkan 5:53 á laugardagsmorgun. 17. janúar 2017 16:00
Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12