Ballerína í búningahönnun Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 7. október 2017 09:00 "Mig hafði lengi dreymt um að læra hönnun og það var einhvern veginn alveg eðlilegt framhald af því sem ég hafði verið að gera." ANTON BRINK Natalía Stewart býr í London en vinnur að verkefnum vítt og breitt um heiminn. Þessa dagana er hún önnum kafin við að leggja lokahönd á búninga fyrir uppfærsluna á Toscu sem verður frumsýnd þann 21. október í Hörpu. „Ég er mjög hrifin af Íslandi og finnst gaman að koma hingað. Hér er allt svo rólegt, umhverfið fallegt og það tekur stuttan tíma að komast á milli staða. Í London er miklu meira stress og þar tekur allt miklu lengri tíma,“ segir Natalía glaðlega þar sem við sitjum og drekkum kaffi á Kjarvalsstöðum á rigningarlegum haustdegi. Hún segist ekki hafa hugsað sig lengi um þegar henni bauðst að hanna búninga fyrir Íslensku óperuna. „Fyrsti vinnufundurinn vegna Toscu var haldinn í Hörpu en þaðan er útsýnið svo fagurt að ég gleymdi mér alveg við að horfa á skýin, sjóinn og fjöllin. Mér skilst að það sé frekar algengt þegar fólk kemur þangað í fyrsta sinn,“ rifjar hún hlæjandi upp. Natalía stefnir að því að skoða meira af Íslandi þegar hún fær tækifæri til þess en eins og stendur hefur hún í mörg horn á líta, enda stutt í frumsýningu á Tosca. „Hingað til hefur allur minn tími á Íslandi farið í að vinna en það er líka gaman því Tosca er svo spennandi verkefni,“ segir hún.Tæp tvo ár eru síðan Natalía fór að hanna búninga í Toscu.ANTON BRINKHönnun eðlilegt framhald af ballettLíf Natalíu snerist um klassískan ballett í mörg ár en hún útskrifaðist sem ballerína frá Bolshoi akademínunni í Moskvu á sínum tíma. Þaðan lá leiðin á ballettsviðið eða þar til hún ákvað að flytja til London og læra hönnun. „Mig hafði lengi dreymt um að læra hönnun og það var einhvern veginn alveg eðlilegt framhald af því sem ég hafði verið að gera. Ég hef unnið víða um heim, svo sem í Rúmeníu og Svíþjóð, en það er í raun hægt að vinna hvar sem er svo lengi sem maður hefur tölvu og nettengingu. Samt er auðvitað alltaf best að hitta fólk í eigin persónu,“ segir hún. Spurð hvort reynsla hennar af ballettsviðinu komi sér vel við búningahönnun segir hún svo vera. „Ég veit nákvæmlega hvernig það er að vera klæddur í búning á sviði og hvernig manni líður með það. En stundum langar mig líka að hanna búninga sem ég veit að geta verið óþægilegir fyrir þann sem klæðist þeim og það getur aftrað mér við sköpunina. Sennilega hjálpar einna mest að ég þekki leikhúsið fram og til baka,“ segir hún.Natalía hlakkar til að sjá búningana lifna við á sviðinu þann 21. október.ANTON BRINKHvert land hefur sérstöðuÞegar talið berst að hönnun og leikhúsi í öðrum löndum en Íslandi segir Natalía að hvert land hafi sína sérstöðu. „Það sem er sameiginlegt er að allir eru alltaf jafnspenntir fyrir verkefnunum. Ég finn það núna, þegar frumsýning á Toscu nálgast, að allir sem koma að uppfærslunni eru fullir tilhlökkunar. Söngvararnir, leikararnir og kórdrengirnir hafa verið í búningamátun og ég finn hvað allir eru spenntir. Frá upphafi hafa allir sem vinna að sýningunni verið svo jákvæðir og það finnst mér sérlega ánægjulegt því það er ekki alltaf svo gott.“ Tæp tvö ár eru frá því að Natalía fór að hanna búningana í Toscu, eða frá þeirri stundu sem hún vissi að hún kæmi að þessu verkefni. „Það tekur tíma fyrir hugmyndirnar að þróast, eða frá því að þær kvikna fyrst og þar til þær eru komnar niður á blað. Svo halda þær áfram að þróast þar til búningarnir eru tilbúnir,“ segir hún. Innt eftir því hvort það standist skoðun að Íslendingar séu alltaf á síðustu stundu og lifi eftir móttóinu „þetta reddast“ segist Natalía ekki hafa orðið vör við það. „Nei, það finnst mér ekki. Auðvitað gengur allt upp að lokum, það er vel þekkt innan leikhússins, en mér líður alls ekki eins og það sé allt á síðustu stundu.“ Hún segist hlakka til frumsýningarinnar og ætlar ekki að láta sig vanta á hana. „Það er mjög gaman að sjá alla máta búningana og það er líka ofsalega spennandi að sjá þá lifna við á sviðinu,“ segir hún.En hvað skyldi taka við hjá henni þegar sýningum á Toscu líkur? „Ég er með nokkur verkefni sem sum gætu orðið heldur stór. Eins og stendur vil ég þó einbeita mér að Toscu áður en ég fer að plana lengra fram í tímann.“ Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira
Natalía Stewart býr í London en vinnur að verkefnum vítt og breitt um heiminn. Þessa dagana er hún önnum kafin við að leggja lokahönd á búninga fyrir uppfærsluna á Toscu sem verður frumsýnd þann 21. október í Hörpu. „Ég er mjög hrifin af Íslandi og finnst gaman að koma hingað. Hér er allt svo rólegt, umhverfið fallegt og það tekur stuttan tíma að komast á milli staða. Í London er miklu meira stress og þar tekur allt miklu lengri tíma,“ segir Natalía glaðlega þar sem við sitjum og drekkum kaffi á Kjarvalsstöðum á rigningarlegum haustdegi. Hún segist ekki hafa hugsað sig lengi um þegar henni bauðst að hanna búninga fyrir Íslensku óperuna. „Fyrsti vinnufundurinn vegna Toscu var haldinn í Hörpu en þaðan er útsýnið svo fagurt að ég gleymdi mér alveg við að horfa á skýin, sjóinn og fjöllin. Mér skilst að það sé frekar algengt þegar fólk kemur þangað í fyrsta sinn,“ rifjar hún hlæjandi upp. Natalía stefnir að því að skoða meira af Íslandi þegar hún fær tækifæri til þess en eins og stendur hefur hún í mörg horn á líta, enda stutt í frumsýningu á Tosca. „Hingað til hefur allur minn tími á Íslandi farið í að vinna en það er líka gaman því Tosca er svo spennandi verkefni,“ segir hún.Tæp tvo ár eru síðan Natalía fór að hanna búninga í Toscu.ANTON BRINKHönnun eðlilegt framhald af ballettLíf Natalíu snerist um klassískan ballett í mörg ár en hún útskrifaðist sem ballerína frá Bolshoi akademínunni í Moskvu á sínum tíma. Þaðan lá leiðin á ballettsviðið eða þar til hún ákvað að flytja til London og læra hönnun. „Mig hafði lengi dreymt um að læra hönnun og það var einhvern veginn alveg eðlilegt framhald af því sem ég hafði verið að gera. Ég hef unnið víða um heim, svo sem í Rúmeníu og Svíþjóð, en það er í raun hægt að vinna hvar sem er svo lengi sem maður hefur tölvu og nettengingu. Samt er auðvitað alltaf best að hitta fólk í eigin persónu,“ segir hún. Spurð hvort reynsla hennar af ballettsviðinu komi sér vel við búningahönnun segir hún svo vera. „Ég veit nákvæmlega hvernig það er að vera klæddur í búning á sviði og hvernig manni líður með það. En stundum langar mig líka að hanna búninga sem ég veit að geta verið óþægilegir fyrir þann sem klæðist þeim og það getur aftrað mér við sköpunina. Sennilega hjálpar einna mest að ég þekki leikhúsið fram og til baka,“ segir hún.Natalía hlakkar til að sjá búningana lifna við á sviðinu þann 21. október.ANTON BRINKHvert land hefur sérstöðuÞegar talið berst að hönnun og leikhúsi í öðrum löndum en Íslandi segir Natalía að hvert land hafi sína sérstöðu. „Það sem er sameiginlegt er að allir eru alltaf jafnspenntir fyrir verkefnunum. Ég finn það núna, þegar frumsýning á Toscu nálgast, að allir sem koma að uppfærslunni eru fullir tilhlökkunar. Söngvararnir, leikararnir og kórdrengirnir hafa verið í búningamátun og ég finn hvað allir eru spenntir. Frá upphafi hafa allir sem vinna að sýningunni verið svo jákvæðir og það finnst mér sérlega ánægjulegt því það er ekki alltaf svo gott.“ Tæp tvö ár eru frá því að Natalía fór að hanna búningana í Toscu, eða frá þeirri stundu sem hún vissi að hún kæmi að þessu verkefni. „Það tekur tíma fyrir hugmyndirnar að þróast, eða frá því að þær kvikna fyrst og þar til þær eru komnar niður á blað. Svo halda þær áfram að þróast þar til búningarnir eru tilbúnir,“ segir hún. Innt eftir því hvort það standist skoðun að Íslendingar séu alltaf á síðustu stundu og lifi eftir móttóinu „þetta reddast“ segist Natalía ekki hafa orðið vör við það. „Nei, það finnst mér ekki. Auðvitað gengur allt upp að lokum, það er vel þekkt innan leikhússins, en mér líður alls ekki eins og það sé allt á síðustu stundu.“ Hún segist hlakka til frumsýningarinnar og ætlar ekki að láta sig vanta á hana. „Það er mjög gaman að sjá alla máta búningana og það er líka ofsalega spennandi að sjá þá lifna við á sviðinu,“ segir hún.En hvað skyldi taka við hjá henni þegar sýningum á Toscu líkur? „Ég er með nokkur verkefni sem sum gætu orðið heldur stór. Eins og stendur vil ég þó einbeita mér að Toscu áður en ég fer að plana lengra fram í tímann.“
Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira