Ríkisstjórn Íslands skortir hugrekki til að stíga skrefið til fulls Helga María Guðmundsdóttir skrifar 7. október 2017 22:34 Ican samtökin sem berjast gegn kjarnorkuvopnavá voru sæmd friðarverðlaunum nóbels í ár. Kawasaki fulltrúi samtakanna er staddur hér á landi í tengslum við Friðardaga í Reykjavík. Hann segir brýnt að Íslendingar berjist gegn tilvist kjarnavopna í heiminum og hvetur almenning til að þrýsta á stjórnvöld að taka afstöðu til notkunar gjöreyðingarvopna. Verðlaunin er viðurkenning á því mikilvæga hlutverki að vekja athygli á hinum hrikalega mannlega harmleik sem leiðir af notkun kjarnavopna, sagði Kawasaki í morgun. Hann frétti að Ican samtökin höfðu unnið til verðlaunanna þegar hann var í flugvél á leið sinni til Íslands í gær. „Þessar óvæntu fréttir komu mér mikið á óvart,“ segir Akira Kawasaki. Hver voru þín fyrstu viðbrögð? „Ég trúði þessu varla og tók andköf í fyrstu.“Samtökin stóðu fyrir sáttmála sem var undirritaður af 122 ríkum þann 7. júlí síðastliðinn og hann miðar að því eyða öllum kjarnorkuvopnum í heiminum. „Til þess að sáttmálinn öðlist gildi þurfa mörg ríki að undirrita hann og fullgilda. Við biðlum til allra ríkisstjórna að undirrita og fullgilda sáttmálann um bann við kjarnavopnum.“Íslensk stjórnvöld hafa ekki undirritað sáttmálann, hvað finnst þér um það? „Það veldur okkur vonbrigðum en sama á við um Japan. Íslendingar og Japanar styðja heilshugar bann við kjarnavopnum, þeir eru á móti kjarnavopnum. En ríkisstjórnir landanna skortir hugrekki til að stíga skrefið til fulls. Við þurfum því að hækka róminn, sannfæra og hvetja ríkisstjórnirnar til að stíga skrefið til fulls,“ segir Kawasaki.Kimura Tokuko lifði af kjarnorkuárásina í Nagasaki árið 1945 og var þá aðeins tíu ára gömul. Hún segir ennþá finna fyrir áhrifunum af völum sprengingarinnar og vill meira en allt sjá frið á jörð. „Líf allra í borginni breyttist í kjölfar þess að sprengjunni var varpað. Sú staðreynd að ég varð fyrir áhrifum frá sprengjunni varð til þess að það mun aldrei hverfa úr huga mér. Það hefur alltaf verið hluti af lífi mínu. Þegar ég giftist, þegar ég eignaðist börn og sótti um starf,“ segir Kimura. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira
Ican samtökin sem berjast gegn kjarnorkuvopnavá voru sæmd friðarverðlaunum nóbels í ár. Kawasaki fulltrúi samtakanna er staddur hér á landi í tengslum við Friðardaga í Reykjavík. Hann segir brýnt að Íslendingar berjist gegn tilvist kjarnavopna í heiminum og hvetur almenning til að þrýsta á stjórnvöld að taka afstöðu til notkunar gjöreyðingarvopna. Verðlaunin er viðurkenning á því mikilvæga hlutverki að vekja athygli á hinum hrikalega mannlega harmleik sem leiðir af notkun kjarnavopna, sagði Kawasaki í morgun. Hann frétti að Ican samtökin höfðu unnið til verðlaunanna þegar hann var í flugvél á leið sinni til Íslands í gær. „Þessar óvæntu fréttir komu mér mikið á óvart,“ segir Akira Kawasaki. Hver voru þín fyrstu viðbrögð? „Ég trúði þessu varla og tók andköf í fyrstu.“Samtökin stóðu fyrir sáttmála sem var undirritaður af 122 ríkum þann 7. júlí síðastliðinn og hann miðar að því eyða öllum kjarnorkuvopnum í heiminum. „Til þess að sáttmálinn öðlist gildi þurfa mörg ríki að undirrita hann og fullgilda. Við biðlum til allra ríkisstjórna að undirrita og fullgilda sáttmálann um bann við kjarnavopnum.“Íslensk stjórnvöld hafa ekki undirritað sáttmálann, hvað finnst þér um það? „Það veldur okkur vonbrigðum en sama á við um Japan. Íslendingar og Japanar styðja heilshugar bann við kjarnavopnum, þeir eru á móti kjarnavopnum. En ríkisstjórnir landanna skortir hugrekki til að stíga skrefið til fulls. Við þurfum því að hækka róminn, sannfæra og hvetja ríkisstjórnirnar til að stíga skrefið til fulls,“ segir Kawasaki.Kimura Tokuko lifði af kjarnorkuárásina í Nagasaki árið 1945 og var þá aðeins tíu ára gömul. Hún segir ennþá finna fyrir áhrifunum af völum sprengingarinnar og vill meira en allt sjá frið á jörð. „Líf allra í borginni breyttist í kjölfar þess að sprengjunni var varpað. Sú staðreynd að ég varð fyrir áhrifum frá sprengjunni varð til þess að það mun aldrei hverfa úr huga mér. Það hefur alltaf verið hluti af lífi mínu. Þegar ég giftist, þegar ég eignaðist börn og sótti um starf,“ segir Kimura.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira