Segja húsnæðið að Staðastað ekki heilsuspillandi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. mars 2017 17:53 Sóknarpresturinn segir Staðastað dásamlegan stað en ekki komi til greina að flytja þangað inn aftur án þess að sannað sé að komist hafi verið fyrir myglu í íbúðarhúsinu. vísir/egill Fasteignasvið Kirkjumálasjóðs segir að ekkert bendi til annars en að vel hafi tekist með lagfæringar á prestsetrinu á Staðastað. Endurbætur hafi gengið vel og að húsnæðið sé komið í samt lag og sé ekki heilsuspillandi. Þetta kemur fram í viðbrögðum fasteignasviðs við frásögn hjónanna séra Karenar Lind Ólafsdóttur í Hjallakirkju og séra Páls Ágústs Ólafssonar á Staðastað sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar saka þau hjónin þjóðkirkjuna um óbilgirni gagnvart fjölskyldu sinni varðandi íbúðarhúsið á prestssetursjörðinni. Sjá einnig: Segir soninn illa haldinn sökum myglu en kirkjan leyfi ekki rannsókn á prestsbústaðnum „Hinn 29. mars gaf verkfræðistofan VERKÍS út lokaúttektarblað eftirlits. Þar kemur fram að sex loftsýni hafi verið tekin sem sýndu að rakastig væri orðið eðlilegt og engin mygla mældist í húsinu,“ segir í tilkynningu Þjóðkirkjunnar. Þá segir einnig að á úttektarfundi þann 31. mars hafi sóknarprestur lagt fram skjal með 33 spurningum varðandi framkvæmdirnar og var VERKÍs falið að svara þeim. „VERKÍS gerir það með minnisblaði dags. 9. apríl og kemur þar fram að ekkert bendi til annars en að vel hafi tekist til með lagfæringar á húsinu, reyndir og vandaðir fagmenn hafi verið fengnir til að annast þær og húsinu hafi verið skilað í góðu lagi. Hinn sama dag gefur Heilbrigðiseftirlit Vesturlands út nýja skoðunarskýrslu þar sem fram kemur að unnið hafi verið af fagmennsku við endurbætur og húsnæðið sé komið í samt lag og sé ekki heilsuspillandi.“Yfirlýsingu fasteignasviðs kirkjumálasjóðs má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Viðbrögð fasteignasviðs Kirkjumálasjóðs við ummælum sóknarprestsins á Staðastað í blaðagrein í Fréttablaðinu í dag 1. mars 2017.Sóknarpresturinn tók við prestsetrinu hinn 29. júlí 2014 en fráfarandi sóknarprestur hafði nýtt sér rétt sinn til að sitja jörðina til fardaga. Þá voru liðnir 8 mánuðir frá því hann tók við embætti sínu. Miklar endurbætur voru gerðar á húsinu áður en hann tók við því.Í ágúst 2014 gerir hann fasteignasviðinu grein fyrir því að mikið af silfurskottum séu í prestsetrinu og hann hyggist láta eitra fyrir þeim. Fasteignasviðið bregst strax við og samþykkir að greiða reikning fyrir slíkt.Í september 2014 gerir sóknarprestur fasteignasviði grein fyrir því að endurnýja þurfi baðherbergi á 2. hæð hússins og grunur sé um myglu í húsinu. Í apríl 2015 ítrekar sóknarprestur að að baðherbergi á 2. hæð sé orðið lélegt og grunur sé um að þar sé raki. Fasteignasvið bregst með því að lofa skoðun á húsinu.Fasteignasvið fær verkfræðistofuna VERKÍS til að framkvæma mælingu á raka. Sú mæling fer fram hinn 30. september 2015 og ástandsskýrsla gefin út 15. október. Raki reynist mikill í botnplötu hússins og raki og mygla í tengibyggingu milli hússins og bílageymslu. Þá reynist mygla í baðherbergi á 2. hæð. Mælt er fyrir um viðeigandi aðgerðir til að eyða rakanum og komast fyrir mygluna.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gerði úttekt á húsnæðinu að beiðni sóknarprests. Það gerði sóknarpresti grein fyrir niðurstöðu hennar með bréfi hinn 19. október þar sem húsið er sagt heilsuspillandi og ráðlagt að íbúar flytji úr því meðan viðgerð stendur yfir.Fasteignasvið gerði áætlun um framkvæmdirnar og bauð sóknarpresti nýlegt húsnæði á Arnarstapa með öllum húsgögnum á meðan á framkvæmdum stæði. Sóknarprestur afþakkaði boðið en flutti úr húsinu og settist að í Borgarnesi. Framkvæmdum lauk í febrúar 2016 og hinn 10. febrúar ritar biskup sóknarpresti bréf þar sem fram kemur að þess sé vænst að aðsetur hans verði að Staðastað frá næstu mánaðamótum.Hinn 29. mars gaf verkfræðistofan VERKÍS út lokaúttektarblað eftirlits. Þar kemur fram að sex loftsýni hafi verið tekin sem sýndu að rakastig væri orðið eðlilegt og engin mygla mældist í húsinu. Á úttektarfundi hinn 31. mars leggur sóknarprestur fram skjal með 33 spurningum varðandi framkvæmdirnar og er VERKÍS falið að svara þeim. VERKÍS gerir það með minnisblaði dags. 9. apríl og kemur þar fram að ekkert bendi til annars en að vel hafi tekist til með lagfæringar á húsinu, reyndir og vandaðir fagmenn hafi verið fengnir til að annast þær og húsinu hafi verið skilað í góðu lagi. Hinn sama dag gefur Heilbrigðiseftirlit Vesturlands út nýja skoðunarskýrslu þar sem fram kemur að unnið hafi verið af fagmennsku við endurbætur og húsnæðið sé komið í samt lag og sé ekki heilsuspillandi.Hinn 7. júlí setur sóknarprestur fram kröfur sínar um efndir ráðningarkjara og tjónsbætur. Hinn 14. október er haldinn fundur biskups og sóknarprests og þar verður sameiginleg niðurstaða sú að sóknarprestur verði leystur undan búsetuskyldu á Staðastað þrátt fyrir að allir úttektaraðilar væru sammála um að húsið væri í fullkomnu lagi. Hinn 29. desember er kröfum sóknarprests svarað með tillögu að uppgjöri. Svar berst hinn 31. janúar en svarið hafði ekki að geyma gagntilboð eins og vænst var. Hinn 8. febrúar 2017 er lögmanni sóknarprests send hvatning um að svara tilboðinu með gagntilboði. Hinn 24. febrúar barst tilboð sóknarprestsins um lokauppgjör sem lagt var fyrir fund kirkjuráðs daginn eftir og kirkjuráð hafnaði tilboðinu.mars 2017Oddur Einarssonframkvæmdastjóri kirkjuráðs Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: „Rosalega erfitt að þurfa að fara gegn vinnuveitenda sínum“ Upp komst um myglu í húsinu sem þau hjónin segja að hafi haft gríðarleg áhrif á alla fjölskylduna, sérstaklega ungan son þeirra hjóna sem glímir við mikinn astma. 1. mars 2017 17:05 Segir soninn illa haldinn sökum myglu en kirkjan leyfi ekki rannsókn á prestsbústaðnum Deilt er innan þjóðkirkjunnar um eftirmál af því að sóknarpresturinn á Staðastað flúði staðinn með fárveikan son. Veikindin eru rakin til myglu í prestsbústaðnum. 1. mars 2017 06:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Sjá meira
Fasteignasvið Kirkjumálasjóðs segir að ekkert bendi til annars en að vel hafi tekist með lagfæringar á prestsetrinu á Staðastað. Endurbætur hafi gengið vel og að húsnæðið sé komið í samt lag og sé ekki heilsuspillandi. Þetta kemur fram í viðbrögðum fasteignasviðs við frásögn hjónanna séra Karenar Lind Ólafsdóttur í Hjallakirkju og séra Páls Ágústs Ólafssonar á Staðastað sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar saka þau hjónin þjóðkirkjuna um óbilgirni gagnvart fjölskyldu sinni varðandi íbúðarhúsið á prestssetursjörðinni. Sjá einnig: Segir soninn illa haldinn sökum myglu en kirkjan leyfi ekki rannsókn á prestsbústaðnum „Hinn 29. mars gaf verkfræðistofan VERKÍS út lokaúttektarblað eftirlits. Þar kemur fram að sex loftsýni hafi verið tekin sem sýndu að rakastig væri orðið eðlilegt og engin mygla mældist í húsinu,“ segir í tilkynningu Þjóðkirkjunnar. Þá segir einnig að á úttektarfundi þann 31. mars hafi sóknarprestur lagt fram skjal með 33 spurningum varðandi framkvæmdirnar og var VERKÍs falið að svara þeim. „VERKÍS gerir það með minnisblaði dags. 9. apríl og kemur þar fram að ekkert bendi til annars en að vel hafi tekist til með lagfæringar á húsinu, reyndir og vandaðir fagmenn hafi verið fengnir til að annast þær og húsinu hafi verið skilað í góðu lagi. Hinn sama dag gefur Heilbrigðiseftirlit Vesturlands út nýja skoðunarskýrslu þar sem fram kemur að unnið hafi verið af fagmennsku við endurbætur og húsnæðið sé komið í samt lag og sé ekki heilsuspillandi.“Yfirlýsingu fasteignasviðs kirkjumálasjóðs má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Viðbrögð fasteignasviðs Kirkjumálasjóðs við ummælum sóknarprestsins á Staðastað í blaðagrein í Fréttablaðinu í dag 1. mars 2017.Sóknarpresturinn tók við prestsetrinu hinn 29. júlí 2014 en fráfarandi sóknarprestur hafði nýtt sér rétt sinn til að sitja jörðina til fardaga. Þá voru liðnir 8 mánuðir frá því hann tók við embætti sínu. Miklar endurbætur voru gerðar á húsinu áður en hann tók við því.Í ágúst 2014 gerir hann fasteignasviðinu grein fyrir því að mikið af silfurskottum séu í prestsetrinu og hann hyggist láta eitra fyrir þeim. Fasteignasviðið bregst strax við og samþykkir að greiða reikning fyrir slíkt.Í september 2014 gerir sóknarprestur fasteignasviði grein fyrir því að endurnýja þurfi baðherbergi á 2. hæð hússins og grunur sé um myglu í húsinu. Í apríl 2015 ítrekar sóknarprestur að að baðherbergi á 2. hæð sé orðið lélegt og grunur sé um að þar sé raki. Fasteignasvið bregst með því að lofa skoðun á húsinu.Fasteignasvið fær verkfræðistofuna VERKÍS til að framkvæma mælingu á raka. Sú mæling fer fram hinn 30. september 2015 og ástandsskýrsla gefin út 15. október. Raki reynist mikill í botnplötu hússins og raki og mygla í tengibyggingu milli hússins og bílageymslu. Þá reynist mygla í baðherbergi á 2. hæð. Mælt er fyrir um viðeigandi aðgerðir til að eyða rakanum og komast fyrir mygluna.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gerði úttekt á húsnæðinu að beiðni sóknarprests. Það gerði sóknarpresti grein fyrir niðurstöðu hennar með bréfi hinn 19. október þar sem húsið er sagt heilsuspillandi og ráðlagt að íbúar flytji úr því meðan viðgerð stendur yfir.Fasteignasvið gerði áætlun um framkvæmdirnar og bauð sóknarpresti nýlegt húsnæði á Arnarstapa með öllum húsgögnum á meðan á framkvæmdum stæði. Sóknarprestur afþakkaði boðið en flutti úr húsinu og settist að í Borgarnesi. Framkvæmdum lauk í febrúar 2016 og hinn 10. febrúar ritar biskup sóknarpresti bréf þar sem fram kemur að þess sé vænst að aðsetur hans verði að Staðastað frá næstu mánaðamótum.Hinn 29. mars gaf verkfræðistofan VERKÍS út lokaúttektarblað eftirlits. Þar kemur fram að sex loftsýni hafi verið tekin sem sýndu að rakastig væri orðið eðlilegt og engin mygla mældist í húsinu. Á úttektarfundi hinn 31. mars leggur sóknarprestur fram skjal með 33 spurningum varðandi framkvæmdirnar og er VERKÍS falið að svara þeim. VERKÍS gerir það með minnisblaði dags. 9. apríl og kemur þar fram að ekkert bendi til annars en að vel hafi tekist til með lagfæringar á húsinu, reyndir og vandaðir fagmenn hafi verið fengnir til að annast þær og húsinu hafi verið skilað í góðu lagi. Hinn sama dag gefur Heilbrigðiseftirlit Vesturlands út nýja skoðunarskýrslu þar sem fram kemur að unnið hafi verið af fagmennsku við endurbætur og húsnæðið sé komið í samt lag og sé ekki heilsuspillandi.Hinn 7. júlí setur sóknarprestur fram kröfur sínar um efndir ráðningarkjara og tjónsbætur. Hinn 14. október er haldinn fundur biskups og sóknarprests og þar verður sameiginleg niðurstaða sú að sóknarprestur verði leystur undan búsetuskyldu á Staðastað þrátt fyrir að allir úttektaraðilar væru sammála um að húsið væri í fullkomnu lagi. Hinn 29. desember er kröfum sóknarprests svarað með tillögu að uppgjöri. Svar berst hinn 31. janúar en svarið hafði ekki að geyma gagntilboð eins og vænst var. Hinn 8. febrúar 2017 er lögmanni sóknarprests send hvatning um að svara tilboðinu með gagntilboði. Hinn 24. febrúar barst tilboð sóknarprestsins um lokauppgjör sem lagt var fyrir fund kirkjuráðs daginn eftir og kirkjuráð hafnaði tilboðinu.mars 2017Oddur Einarssonframkvæmdastjóri kirkjuráðs
Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: „Rosalega erfitt að þurfa að fara gegn vinnuveitenda sínum“ Upp komst um myglu í húsinu sem þau hjónin segja að hafi haft gríðarleg áhrif á alla fjölskylduna, sérstaklega ungan son þeirra hjóna sem glímir við mikinn astma. 1. mars 2017 17:05 Segir soninn illa haldinn sökum myglu en kirkjan leyfi ekki rannsókn á prestsbústaðnum Deilt er innan þjóðkirkjunnar um eftirmál af því að sóknarpresturinn á Staðastað flúði staðinn með fárveikan son. Veikindin eru rakin til myglu í prestsbústaðnum. 1. mars 2017 06:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Sjá meira
Kvöldfréttir Stöðvar 2: „Rosalega erfitt að þurfa að fara gegn vinnuveitenda sínum“ Upp komst um myglu í húsinu sem þau hjónin segja að hafi haft gríðarleg áhrif á alla fjölskylduna, sérstaklega ungan son þeirra hjóna sem glímir við mikinn astma. 1. mars 2017 17:05
Segir soninn illa haldinn sökum myglu en kirkjan leyfi ekki rannsókn á prestsbústaðnum Deilt er innan þjóðkirkjunnar um eftirmál af því að sóknarpresturinn á Staðastað flúði staðinn með fárveikan son. Veikindin eru rakin til myglu í prestsbústaðnum. 1. mars 2017 06:00