Prófsteinn á stjórnarsamstarfið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. september 2017 06:00 Ríkisráð kom saman á Bessastöðum í gær og Alþingi verður sett í dag. Búist er við átakavetri. vísir/stefán Alþingi kemur saman í dag. Viðmælendur Fréttablaðsins búast við átakavetri. Fyrstu fjárlög sitjandi ríkisstjórnar verða lögð fram á fimmtudaginn, en fjárlög yfirstandandi árs voru afgreidd áður en ríkisstjórnin var mynduð. „Þessi fjárlög hljóta að verða prófsteinn á stjórnarsamstarfið og hvort það haldi, því hún hefur aldrei farið í gegnum fjárlög saman, þessi ríkisstjórn,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, aðspurður um ástand og horfur við upphaf þings. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tekur í svipaðan streng. „Þetta verður fyrsti heili þingvetur ríkisstjórnarinnar og það mun því reyna meira á hana og hún getur ekki skýlt sér á bak við að hún sé nýtekin við,“ segir Birgir.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.vísir/auðunnMarkmiðið er uppgangur „Það er viðfangsefni ríkisstjórnarinnar í heild að standa þannig að ríkisfjármálum að við getum vænst áframhaldandi uppgangs í stað þess að lenda í einhverjum spíral niður á við,“ segir Birgir og bendir á að það geti verið meiri vandi að stjórna ríkisfjármálum þegar vel árar en þegar herðir að. Birgir bendir einnig á viðkvæma stöðu í kjaramálum og gera megi ráð fyrir að þau verði rædd á þinginu í vetur. „Það ræður miklu um þann árangur sem stjórnin getur náð í efnahagsmálum að vel takist til á vettvangi kjaramála,“ segir hann.Vantar 18 milljarða króna Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var samþykkt síðastliðið vor án þess að fyllt væri upp í það skarð sem myndaðist þegar fallið var frá því að setja ferðaþjónustuna upp í almenna virðisaukaskattsþrepið. Þingmenn stjórnarandstöðunnar bíða þess nú að sjá hvernig fyllt verður í það skarð og búa sig undir átök um ríkisfjármálin í haust. „Stjórnarflokkarnir eru með 18 milljarða óleysta á milli sín og við sjáum væntanlega hvernig þeir ætla að leysa það þegar bandormurinn kemur,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, og bætir við: „Fjármálaráðherra og hans flokkur vildi sækja þetta til ferðaþjónustunnar en flokkur forsætisráðherra vildi það ekki og þess vegna var fallið frá því. Talað var um að úr þessu yrði skorið í haust. Þannig að við munum væntanlega sjá það þegar fjárlögin verða lögð fram hvernig það verði leyst.“ Undir þetta tekur Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann telur að stjórnin muni líka eiga erfitt með landbúnaðarmálin, sjávarútvegsmálin og Evrópumálin. Fleiri nefna landbúnaðarmál. Sérstaklega vanda sauðfjárbænda sem Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, telur að stjórninni gæti orðið skeinuhættur. „Mér sýnist hann gæti vafist fyrir stjórnarsamstarfinu svona miðað við yfirlýsingar sem menn eru að gefa.“Kosningavetur fram undan Kosið verður til sveitarstjórna næsta vor og eiga menn von á að það muni setja nokkurn svip á seinni hluta þingvetrarins. „Auðvitað hefur það alltaf ákveðin áhrif á störf þingsins. Þá má vænta þess að flokkarnir á þinginu reyni eftir bestu getu að stilla sér þannig upp og haga málflutningi sínum þannig að það nýtist samherjum þeirra á sveitarstjórnarstiginu og búast má við því að það verði meira áberandi eftir því sem nær dregur,“ segir Birgir. Grétar Þór á þó helst von á því að borgarmálin geti haft áhrif í þinginu. „Þróun mála í Reykjavík og kosningabaráttan þar gæti farið að hafa áhrif eftir áramót,“ segir Grétar og nefnir einnig að staðan í Reykjanesbæ og pólitíkin þar geti haft áhrif inn í þing vegna þeirrar stöðu sem þar hefur verið uppi. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Alþingi kemur saman í dag. Viðmælendur Fréttablaðsins búast við átakavetri. Fyrstu fjárlög sitjandi ríkisstjórnar verða lögð fram á fimmtudaginn, en fjárlög yfirstandandi árs voru afgreidd áður en ríkisstjórnin var mynduð. „Þessi fjárlög hljóta að verða prófsteinn á stjórnarsamstarfið og hvort það haldi, því hún hefur aldrei farið í gegnum fjárlög saman, þessi ríkisstjórn,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, aðspurður um ástand og horfur við upphaf þings. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tekur í svipaðan streng. „Þetta verður fyrsti heili þingvetur ríkisstjórnarinnar og það mun því reyna meira á hana og hún getur ekki skýlt sér á bak við að hún sé nýtekin við,“ segir Birgir.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.vísir/auðunnMarkmiðið er uppgangur „Það er viðfangsefni ríkisstjórnarinnar í heild að standa þannig að ríkisfjármálum að við getum vænst áframhaldandi uppgangs í stað þess að lenda í einhverjum spíral niður á við,“ segir Birgir og bendir á að það geti verið meiri vandi að stjórna ríkisfjármálum þegar vel árar en þegar herðir að. Birgir bendir einnig á viðkvæma stöðu í kjaramálum og gera megi ráð fyrir að þau verði rædd á þinginu í vetur. „Það ræður miklu um þann árangur sem stjórnin getur náð í efnahagsmálum að vel takist til á vettvangi kjaramála,“ segir hann.Vantar 18 milljarða króna Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var samþykkt síðastliðið vor án þess að fyllt væri upp í það skarð sem myndaðist þegar fallið var frá því að setja ferðaþjónustuna upp í almenna virðisaukaskattsþrepið. Þingmenn stjórnarandstöðunnar bíða þess nú að sjá hvernig fyllt verður í það skarð og búa sig undir átök um ríkisfjármálin í haust. „Stjórnarflokkarnir eru með 18 milljarða óleysta á milli sín og við sjáum væntanlega hvernig þeir ætla að leysa það þegar bandormurinn kemur,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, og bætir við: „Fjármálaráðherra og hans flokkur vildi sækja þetta til ferðaþjónustunnar en flokkur forsætisráðherra vildi það ekki og þess vegna var fallið frá því. Talað var um að úr þessu yrði skorið í haust. Þannig að við munum væntanlega sjá það þegar fjárlögin verða lögð fram hvernig það verði leyst.“ Undir þetta tekur Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann telur að stjórnin muni líka eiga erfitt með landbúnaðarmálin, sjávarútvegsmálin og Evrópumálin. Fleiri nefna landbúnaðarmál. Sérstaklega vanda sauðfjárbænda sem Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, telur að stjórninni gæti orðið skeinuhættur. „Mér sýnist hann gæti vafist fyrir stjórnarsamstarfinu svona miðað við yfirlýsingar sem menn eru að gefa.“Kosningavetur fram undan Kosið verður til sveitarstjórna næsta vor og eiga menn von á að það muni setja nokkurn svip á seinni hluta þingvetrarins. „Auðvitað hefur það alltaf ákveðin áhrif á störf þingsins. Þá má vænta þess að flokkarnir á þinginu reyni eftir bestu getu að stilla sér þannig upp og haga málflutningi sínum þannig að það nýtist samherjum þeirra á sveitarstjórnarstiginu og búast má við því að það verði meira áberandi eftir því sem nær dregur,“ segir Birgir. Grétar Þór á þó helst von á því að borgarmálin geti haft áhrif í þinginu. „Þróun mála í Reykjavík og kosningabaráttan þar gæti farið að hafa áhrif eftir áramót,“ segir Grétar og nefnir einnig að staðan í Reykjanesbæ og pólitíkin þar geti haft áhrif inn í þing vegna þeirrar stöðu sem þar hefur verið uppi.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira