Lögfræðingur feðginanna segir auðvelt að brjóta gegn réttindum barna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. september 2017 23:45 Claudie Ashonie Wilson lögmaður Abrahims og Haniye Maleki segir að það sé auðvelt að brjóta gegn réttindum barna eins og lögin eru núna. vísir/ernir „Þetta er í samræmi við það sem er almennt gert. Eðli málsins samkvæmt getur þú ekki veitt fólki frest til þess að leggja fram beiðni um frestun á réttaráhrifum og svo á sama tíma vísað þeim úr landi. Það gengur ekki,“ segir Claudie Ashonie Wilson lögmaður feðginanna Abrahim og Haniye Maleki. Eins og kom fram fyrr í dag var veittur frestur á framkvæmd þar til úrskurður um beiðni um frestun réttaráhrifa liggur fyrir. Claudie hafði óskað eftir þessu fyrir hönd feðginanna, sérstaklega í ljósi viðkvæmrar stöðu Haniye. Á ekki að eiga sér stað „Við óskuðum eftir því að lögreglan myndi leggja inn beiðni fyrir Útlendingastofnun um að taka ákvörðun um að fresta framkvæmd. Lögreglan hefur heimild samkvæmt annarri málsgrein 35.gr. laga um útlendinga en eftir okkar bestu vitneskju er Ríkislögreglustjóri að nýta þessa heimild í fyrsta skipti. „Í því ferli kom líka í ljós að það hafi verið formgalli á birtingarvottorðinu sem lögreglan fékk. Það kom ekki fram á því að umbjóðendum mínum var veittur frestur til þess að biðja um frestun á réttaráhrifum. Það kom hins vegar fram í úrskurðinum sjálfum. Lögreglan fékk ekki rétt eintak vegna mistaka.“ Claudie segir að hún sé ánægð með að lögreglustjóri hafi óskað eftir fresti á framkvæmd þegar þeim var bent á galla í málinu. „Það er gott að þetta fór svona og það er mjög jákvætt að stjórnvöld taka sig á og stöðva þessa framkvæmd. Þetta var réttmæt niðurstaða, þetta á ekki að eiga sér stað í ljósi málsatvikanna og þessa formgalla.“Haniye og Abrahim ásamt Guðmundi Karli vini fjölskyldunnar í afmæli Haniye í sumar.Vísir/Laufey ElíasdóttirAuðvelt að brjóta gegn réttindum barna Claudie segir að næsta skref sé að leggja inn greinargerð til stuðnings fyrirliggjandi beiðni um frestun réttaráhrifa vegna málshöfðunar. „Almennt er ákvörðun Útlendingastofnunar ekki framkvæmd áður en niðurstaða liggur fyrir vegna beiðni um frestun réttaráhrifa. Það væri náttúrulega svolítið óvenjulegt og að mínu áliti brot á jafnræðisreglu ef að flutningi umbjóðenda minna væri framfylgt án þess að niðurstaða liggi fyrir um beiðnina.“ Claudie segir mikilvægt að gæta hagsmuna barna og hafa það sem er þeim fyrir bestu að leiðarljósi. Hún telur að eins og lögin eru núna sé auðvelt að brjóta gegn réttindum þeirra. Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, ræddi mál feðginanna í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. „Núna er til meðferðar beiðni hjá Kærunefnd Útlendingamála um frestun réttaráhrifa á síðustu ákvörðun sem nefndin tók og það verður ekki farið í framkvæmd á þeirri ákvörðun fyrr en niðurstaða kærunefndarinnar liggur fyrir í því máli.“ Niðurstaða kærunefndarinnar ætti að liggja fyrir síðar í september en Þorsteinn segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í máli feðginanna. Tengdar fréttir Brottvísun feðgina frestað: „Óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum“ Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í máli Abrahims og Haniye Maleki. 12. september 2017 19:15 Brottvísun Haniye og föður hennar mögulega frestað Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað á grundvelli þriðju málsgreinar laga um útlendinga. 11. september 2017 18:29 „Afar brýnt að Alþingi sýni þann kjark að sýna vilja sinn gagnvart börnum í neyð“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar gaf ráðherrum og þingmönnum frest þangað til í fyrramálið til að taka afstöðu til frumvarps Samfylkingarinnar varðandi íslenskan ríkisborgararétt handa Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. 11. september 2017 23:30 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar Sjá meira
„Þetta er í samræmi við það sem er almennt gert. Eðli málsins samkvæmt getur þú ekki veitt fólki frest til þess að leggja fram beiðni um frestun á réttaráhrifum og svo á sama tíma vísað þeim úr landi. Það gengur ekki,“ segir Claudie Ashonie Wilson lögmaður feðginanna Abrahim og Haniye Maleki. Eins og kom fram fyrr í dag var veittur frestur á framkvæmd þar til úrskurður um beiðni um frestun réttaráhrifa liggur fyrir. Claudie hafði óskað eftir þessu fyrir hönd feðginanna, sérstaklega í ljósi viðkvæmrar stöðu Haniye. Á ekki að eiga sér stað „Við óskuðum eftir því að lögreglan myndi leggja inn beiðni fyrir Útlendingastofnun um að taka ákvörðun um að fresta framkvæmd. Lögreglan hefur heimild samkvæmt annarri málsgrein 35.gr. laga um útlendinga en eftir okkar bestu vitneskju er Ríkislögreglustjóri að nýta þessa heimild í fyrsta skipti. „Í því ferli kom líka í ljós að það hafi verið formgalli á birtingarvottorðinu sem lögreglan fékk. Það kom ekki fram á því að umbjóðendum mínum var veittur frestur til þess að biðja um frestun á réttaráhrifum. Það kom hins vegar fram í úrskurðinum sjálfum. Lögreglan fékk ekki rétt eintak vegna mistaka.“ Claudie segir að hún sé ánægð með að lögreglustjóri hafi óskað eftir fresti á framkvæmd þegar þeim var bent á galla í málinu. „Það er gott að þetta fór svona og það er mjög jákvætt að stjórnvöld taka sig á og stöðva þessa framkvæmd. Þetta var réttmæt niðurstaða, þetta á ekki að eiga sér stað í ljósi málsatvikanna og þessa formgalla.“Haniye og Abrahim ásamt Guðmundi Karli vini fjölskyldunnar í afmæli Haniye í sumar.Vísir/Laufey ElíasdóttirAuðvelt að brjóta gegn réttindum barna Claudie segir að næsta skref sé að leggja inn greinargerð til stuðnings fyrirliggjandi beiðni um frestun réttaráhrifa vegna málshöfðunar. „Almennt er ákvörðun Útlendingastofnunar ekki framkvæmd áður en niðurstaða liggur fyrir vegna beiðni um frestun réttaráhrifa. Það væri náttúrulega svolítið óvenjulegt og að mínu áliti brot á jafnræðisreglu ef að flutningi umbjóðenda minna væri framfylgt án þess að niðurstaða liggi fyrir um beiðnina.“ Claudie segir mikilvægt að gæta hagsmuna barna og hafa það sem er þeim fyrir bestu að leiðarljósi. Hún telur að eins og lögin eru núna sé auðvelt að brjóta gegn réttindum þeirra. Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, ræddi mál feðginanna í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. „Núna er til meðferðar beiðni hjá Kærunefnd Útlendingamála um frestun réttaráhrifa á síðustu ákvörðun sem nefndin tók og það verður ekki farið í framkvæmd á þeirri ákvörðun fyrr en niðurstaða kærunefndarinnar liggur fyrir í því máli.“ Niðurstaða kærunefndarinnar ætti að liggja fyrir síðar í september en Þorsteinn segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í máli feðginanna.
Tengdar fréttir Brottvísun feðgina frestað: „Óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum“ Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í máli Abrahims og Haniye Maleki. 12. september 2017 19:15 Brottvísun Haniye og föður hennar mögulega frestað Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað á grundvelli þriðju málsgreinar laga um útlendinga. 11. september 2017 18:29 „Afar brýnt að Alþingi sýni þann kjark að sýna vilja sinn gagnvart börnum í neyð“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar gaf ráðherrum og þingmönnum frest þangað til í fyrramálið til að taka afstöðu til frumvarps Samfylkingarinnar varðandi íslenskan ríkisborgararétt handa Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. 11. september 2017 23:30 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar Sjá meira
Brottvísun feðgina frestað: „Óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum“ Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í máli Abrahims og Haniye Maleki. 12. september 2017 19:15
Brottvísun Haniye og föður hennar mögulega frestað Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað á grundvelli þriðju málsgreinar laga um útlendinga. 11. september 2017 18:29
„Afar brýnt að Alþingi sýni þann kjark að sýna vilja sinn gagnvart börnum í neyð“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar gaf ráðherrum og þingmönnum frest þangað til í fyrramálið til að taka afstöðu til frumvarps Samfylkingarinnar varðandi íslenskan ríkisborgararétt handa Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. 11. september 2017 23:30