Þarf að svara fyrir orð sín og annarra eftir allt saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2017 14:20 Pétur Gunnlaugsson, dagskrárgerðamaður á Útvarpi Sögu og lögfræðingur. Útvarp Saga Hæstiréttur hefur gert Héraðsdómi Reykjavíkur að taka ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á hendur útvarpsmanninum Pétri Gunnlaugssyni til meðferðar. Pétur krafðist í vikunni afsökunarbeiðni frá lögreglustjóranum á hföuðborgarsvæðinu vegna málsins en það hefði valdið sér og Útvarpi Sögu stórskaða. Pétur var ákærður fyrir ummæli sem féllu í þættinum „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu á síðasta ári þar sem til umræðu var hinsegin kennsla í grunnskólum í Hafnarfirði. Pétur stýrði þættinum og var ákærður fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs með eigin ummælum og ummælum hlustenda.Hæstiréttur á öndverðum meiði „Hafi ummælin falið í sér háð, rógburð og smámun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna kynhneigðar og kynvitundar þeirra.“ Málinu varð vísað frá í héraði í vikunni meðal annars þar sem dómari taldi verulegan galla á ákærunni auk þess sem ekkert væri minnst á hatursorðræðu eða útbreiðslu haturs í þeirri grein laganna sem ákært var fyrir brot á. Þannig eigi ákærði erfitt með að verja sig ef óljóst er hvað hann á að hafa gerst sekur um.Í dómi Hæstaréttar frá í gær segir að ákæran sé þannig úr garði gerð að samtöl varnaraðila við fjóra hlustendur Útvarps Sögu sem hringdu þangað í beinni útsendingu, væru tekin upp í heild sinni. Væru varnaraðila í senn gefin að sök tiltekin ummæli sín og að hafa með því að útvarpa ummælum viðmælenda sinna breitt út hatur í garð ákveðins þjóðfélagshóps. Hæstiréttur segir ákæruna því skýra og að Pétri sé ekki gert torvelt að taka afstöðu til sakargifta og halda uppi vörnum. Málið mun því verða tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.Stórskaði að sögn Péturs „Þetta er búið að stórskaða okkur, bæði mig, Útvarp Sögu og útvarpsstjórann,“ sagði Pétur við Vísi í vikunni og á við útvarpsstjórann Arnþrúði Karlsdóttur. „Þetta er grafalvarlegt mál og hefur verið notað gegn okkur í öðrum dómsmálum. Þar hefur verið sagt að ég sé nánast ærulaus þar sem ég hef verið ákærður fyrir hatursorðræðu,“ sagði Pétur sem er fyrsti einstaklingurinn á Íslandi sem hefur verið ákærður fyrir hatursorðræðu. Fyrr í vikunni tapaði Pétur meiðyrðamáli sem hann höfðaði á hendur konu sem deildi umfjöllun af Sandkassinn.com á Facebook þar sem Pétur var útnefndur „Kúkur mánaðarins“. Taldi héraðsdómur deilingu konunnar á umfjölluninni innan marka tjáningarfrelsisins. Pétur hafði farið fram á fjórar milljónir króna í skaðabætur. Tengdar fréttir Mátti deila pistli þar sem Pétur var kallaður „kúkur mánaðarins“ Héraðsdómur taldi konuna sem deildi pistlinum hafa ríkulegt svigrúm til að tjá skoðun sína á Pétri. 1. febrúar 2017 16:57 Samtölin úr „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu sem Pétur er ákærður fyrir Hinsegin kennslu barna í Hafnarfirði var líkt við barnaklám og velt fyrir sér hvort ekki væri bara best að kennararnir myndu "eðla sig“ fyrir framan börnin. 30. nóvember 2016 13:34 Krefst afsökunarbeiðni frá lögreglustjóra: „Þetta er búið að stórskaða okkur“ Pétur Gunnlaugsson telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. 30. janúar 2017 13:58 Ákæru á hendur Pétri á Sögu vegna hatursorðræðu vísað frá dómi Verulegir gallar á ákærunni að sögn héraðsdómara. 30. janúar 2017 10:48 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Hæstiréttur hefur gert Héraðsdómi Reykjavíkur að taka ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á hendur útvarpsmanninum Pétri Gunnlaugssyni til meðferðar. Pétur krafðist í vikunni afsökunarbeiðni frá lögreglustjóranum á hföuðborgarsvæðinu vegna málsins en það hefði valdið sér og Útvarpi Sögu stórskaða. Pétur var ákærður fyrir ummæli sem féllu í þættinum „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu á síðasta ári þar sem til umræðu var hinsegin kennsla í grunnskólum í Hafnarfirði. Pétur stýrði þættinum og var ákærður fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs með eigin ummælum og ummælum hlustenda.Hæstiréttur á öndverðum meiði „Hafi ummælin falið í sér háð, rógburð og smámun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna kynhneigðar og kynvitundar þeirra.“ Málinu varð vísað frá í héraði í vikunni meðal annars þar sem dómari taldi verulegan galla á ákærunni auk þess sem ekkert væri minnst á hatursorðræðu eða útbreiðslu haturs í þeirri grein laganna sem ákært var fyrir brot á. Þannig eigi ákærði erfitt með að verja sig ef óljóst er hvað hann á að hafa gerst sekur um.Í dómi Hæstaréttar frá í gær segir að ákæran sé þannig úr garði gerð að samtöl varnaraðila við fjóra hlustendur Útvarps Sögu sem hringdu þangað í beinni útsendingu, væru tekin upp í heild sinni. Væru varnaraðila í senn gefin að sök tiltekin ummæli sín og að hafa með því að útvarpa ummælum viðmælenda sinna breitt út hatur í garð ákveðins þjóðfélagshóps. Hæstiréttur segir ákæruna því skýra og að Pétri sé ekki gert torvelt að taka afstöðu til sakargifta og halda uppi vörnum. Málið mun því verða tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.Stórskaði að sögn Péturs „Þetta er búið að stórskaða okkur, bæði mig, Útvarp Sögu og útvarpsstjórann,“ sagði Pétur við Vísi í vikunni og á við útvarpsstjórann Arnþrúði Karlsdóttur. „Þetta er grafalvarlegt mál og hefur verið notað gegn okkur í öðrum dómsmálum. Þar hefur verið sagt að ég sé nánast ærulaus þar sem ég hef verið ákærður fyrir hatursorðræðu,“ sagði Pétur sem er fyrsti einstaklingurinn á Íslandi sem hefur verið ákærður fyrir hatursorðræðu. Fyrr í vikunni tapaði Pétur meiðyrðamáli sem hann höfðaði á hendur konu sem deildi umfjöllun af Sandkassinn.com á Facebook þar sem Pétur var útnefndur „Kúkur mánaðarins“. Taldi héraðsdómur deilingu konunnar á umfjölluninni innan marka tjáningarfrelsisins. Pétur hafði farið fram á fjórar milljónir króna í skaðabætur.
Tengdar fréttir Mátti deila pistli þar sem Pétur var kallaður „kúkur mánaðarins“ Héraðsdómur taldi konuna sem deildi pistlinum hafa ríkulegt svigrúm til að tjá skoðun sína á Pétri. 1. febrúar 2017 16:57 Samtölin úr „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu sem Pétur er ákærður fyrir Hinsegin kennslu barna í Hafnarfirði var líkt við barnaklám og velt fyrir sér hvort ekki væri bara best að kennararnir myndu "eðla sig“ fyrir framan börnin. 30. nóvember 2016 13:34 Krefst afsökunarbeiðni frá lögreglustjóra: „Þetta er búið að stórskaða okkur“ Pétur Gunnlaugsson telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. 30. janúar 2017 13:58 Ákæru á hendur Pétri á Sögu vegna hatursorðræðu vísað frá dómi Verulegir gallar á ákærunni að sögn héraðsdómara. 30. janúar 2017 10:48 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Mátti deila pistli þar sem Pétur var kallaður „kúkur mánaðarins“ Héraðsdómur taldi konuna sem deildi pistlinum hafa ríkulegt svigrúm til að tjá skoðun sína á Pétri. 1. febrúar 2017 16:57
Samtölin úr „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu sem Pétur er ákærður fyrir Hinsegin kennslu barna í Hafnarfirði var líkt við barnaklám og velt fyrir sér hvort ekki væri bara best að kennararnir myndu "eðla sig“ fyrir framan börnin. 30. nóvember 2016 13:34
Krefst afsökunarbeiðni frá lögreglustjóra: „Þetta er búið að stórskaða okkur“ Pétur Gunnlaugsson telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. 30. janúar 2017 13:58
Ákæru á hendur Pétri á Sögu vegna hatursorðræðu vísað frá dómi Verulegir gallar á ákærunni að sögn héraðsdómara. 30. janúar 2017 10:48