Andstaðan þarf aukin völd í nefndum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 2. desember 2017 07:00 Ný ríkisstjórn hyggst auka stuðning við þingflokka og nefndir og setja stór mál í þverpólitískt samráð. vísir/gva Katrínu Jakobsdóttur varð tíðrætt um eflingu Alþingis meðan á viðræðum um myndun ríkisstjórnar stóð og í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er vikið sérstaklega að þessu hugðarefni nýs forsætisráðherra. Í stjórnarsáttmálanum segir um Alþingi: „Löggjafar-, fjárstjórnar- og eftirlitshlutverk Alþingis verður styrkt á kjörtímabilinu með auknum stuðningi við nefndastarf og þingflokka. Auk þess vilja ríkisstjórnarflokkarnir ýta allnokkrum verkefnum úr vör með þverpólitískri nálgun og tryggja þar betur en venja er að sú fjölþætta þekking og reynsla sem þingið býr yfir nýtist í þágu lands og þjóðar óháð því hvaða flokkar skipa stjórn og stjórnarandstöðu á hverjum tíma. Á fyrri hluta kjörtímabilsins verða settir á fót þverpólitískir hópar í samráði við viðkomandi fagráðherra, m.a. um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, nýsköpunarstefnu, þróun mælikvarða um hagsæld og lífsgæði, orkustefnu, stjórnarskrá, framkvæmd og endurskoðun útlendingalaga og framtíðarnefnd um áskoranir og tækifæri vegna tæknibreytinga.“ „Þegar menn eru að tala um að efla þingið þá er oftast átt við aukin úrræði minnihlutans til að hafa áhrif. Það er það sem efling þingsins þýðir í rauninni,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti, um áherslur stjórnarsáttmálans um eflingu Alþingis.Björg Thorarensen prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands.„Þótt gjarnan sé sagt að framkvæmdarvaldið ráði öllu er það í rauninni þingið og meirihluti þess sem ræður framkvæmdarvaldinu, með því að hafa ríkisstjórnina á sínum vegum,“ segir Björg og bendir á að meirihluti þingsins endurspeglist einnig í fastanefndum þingsins og þrátt fyrir að miklar breytingar hafi verið gerðar á þingsköpum 2011 og stjórnarandstöðunni veitt ýmis úrræði í nefndum, til dæmis um aðgang að upplýsingum, þá er niðurstaðan alltaf sú að meirihluti nefndarinnar ræður. „Ef menn ætluðu raunverulega að færa stjórnarandstöðunni einhver tæki til að hafa áhrif þá væri hægt að koma því þannig fyrir í þingsköpum að stjórnarandstöðuflokkarnir hefðu meirihluta í einhverjum nefndum eða til dæmis að þriðjungi þingmanna yrðu tryggð einhver frekari úrræði til að ná samningsstöðu við meirihlutann. Þannig myndu verða raunverulegar breytingar,“ segir Björg en lætur þess getið að um slíkar umbætur náist vart samstaða. Af stjórnarsáttmálanum verður ekki heldur séð að stefnt sé að því að færa stjórnarandstöðunni aukin völd heldur er rætt um aukinn stuðning.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Vísir/Valli„Það styrkir auðvitað þingið að stjórnarandstaðan hafi góðar vinnuaðstæður og komist yfir sín verkefni,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, starfandi og tilvonandi þingforseti. „Það þarf yfirleitt ekki að vorkenna meirihlutanum. Hann hefur náttúrulega ráðuneytin á bak við sig,“ segir Steingrímur og bendir á að fyrstu skref í þessa átt hafi þegar verið tekin með gildandi fjármálaáætlun þar sem gert er ráð fyrir auknu fé til sérfræðiaðstoðar og starfsliðs til þingflokka. Steingrímur fagnar því sérstaklega að stjórnarsáttmálinn tali til þingsins með þessum hætti. „Ég bind vonir við að hefjast megi handa strax á nýju ári með aðgerðum til að styrkja þingið.“ Í stjórnarsáttmálanum er einnig gert ráð fyrir fjölgun í starfsliði á nefndasviði þingsins þar sem sérfræðiþjónusta við þingmenn og fastanefndir er veitt. „Mér finnst alveg borðleggjandi að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fái aukinn stuðning og mannskap,“ segir Steingrímur.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tekur í sama streng. „Það þarf að efla stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en auk þess að leyfa henni meira að njóta sín í sjálfstæðu eftirliti gagnvart framkvæmdarvaldinu. Hún er of mikið að hlusta á lestur skýrslna til dæmis frá Ríkisendurskoðun. Hún á auðvitað að taka þær fyrir en það má skerpa til muna á hinum hlutanum sem er frumkvæðishlutverk nefndarinnar,“ segir hann. Helgi Hrafn bendir þó á að margt megi laga í starfsemi þingsins án þess að kollvarpa því. „Augljósast og minnst umdeilt er að koma dagskrárskipulagi á Alþingi í eitthvert fyrirsjáanlegt horf. Það er ekki boðlegt að menn viti ekki hvaða mál verða tekin fyrir eða hvenær. Það kemur niður á þingstörfum með mjög ómálefnalegum hætti að þingmenn mæti verr undirbúnir til starfa fyrir þær sakir að vita ekki hvað er á dagskrá.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Katrínu Jakobsdóttur varð tíðrætt um eflingu Alþingis meðan á viðræðum um myndun ríkisstjórnar stóð og í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er vikið sérstaklega að þessu hugðarefni nýs forsætisráðherra. Í stjórnarsáttmálanum segir um Alþingi: „Löggjafar-, fjárstjórnar- og eftirlitshlutverk Alþingis verður styrkt á kjörtímabilinu með auknum stuðningi við nefndastarf og þingflokka. Auk þess vilja ríkisstjórnarflokkarnir ýta allnokkrum verkefnum úr vör með þverpólitískri nálgun og tryggja þar betur en venja er að sú fjölþætta þekking og reynsla sem þingið býr yfir nýtist í þágu lands og þjóðar óháð því hvaða flokkar skipa stjórn og stjórnarandstöðu á hverjum tíma. Á fyrri hluta kjörtímabilsins verða settir á fót þverpólitískir hópar í samráði við viðkomandi fagráðherra, m.a. um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, nýsköpunarstefnu, þróun mælikvarða um hagsæld og lífsgæði, orkustefnu, stjórnarskrá, framkvæmd og endurskoðun útlendingalaga og framtíðarnefnd um áskoranir og tækifæri vegna tæknibreytinga.“ „Þegar menn eru að tala um að efla þingið þá er oftast átt við aukin úrræði minnihlutans til að hafa áhrif. Það er það sem efling þingsins þýðir í rauninni,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti, um áherslur stjórnarsáttmálans um eflingu Alþingis.Björg Thorarensen prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands.„Þótt gjarnan sé sagt að framkvæmdarvaldið ráði öllu er það í rauninni þingið og meirihluti þess sem ræður framkvæmdarvaldinu, með því að hafa ríkisstjórnina á sínum vegum,“ segir Björg og bendir á að meirihluti þingsins endurspeglist einnig í fastanefndum þingsins og þrátt fyrir að miklar breytingar hafi verið gerðar á þingsköpum 2011 og stjórnarandstöðunni veitt ýmis úrræði í nefndum, til dæmis um aðgang að upplýsingum, þá er niðurstaðan alltaf sú að meirihluti nefndarinnar ræður. „Ef menn ætluðu raunverulega að færa stjórnarandstöðunni einhver tæki til að hafa áhrif þá væri hægt að koma því þannig fyrir í þingsköpum að stjórnarandstöðuflokkarnir hefðu meirihluta í einhverjum nefndum eða til dæmis að þriðjungi þingmanna yrðu tryggð einhver frekari úrræði til að ná samningsstöðu við meirihlutann. Þannig myndu verða raunverulegar breytingar,“ segir Björg en lætur þess getið að um slíkar umbætur náist vart samstaða. Af stjórnarsáttmálanum verður ekki heldur séð að stefnt sé að því að færa stjórnarandstöðunni aukin völd heldur er rætt um aukinn stuðning.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Vísir/Valli„Það styrkir auðvitað þingið að stjórnarandstaðan hafi góðar vinnuaðstæður og komist yfir sín verkefni,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, starfandi og tilvonandi þingforseti. „Það þarf yfirleitt ekki að vorkenna meirihlutanum. Hann hefur náttúrulega ráðuneytin á bak við sig,“ segir Steingrímur og bendir á að fyrstu skref í þessa átt hafi þegar verið tekin með gildandi fjármálaáætlun þar sem gert er ráð fyrir auknu fé til sérfræðiaðstoðar og starfsliðs til þingflokka. Steingrímur fagnar því sérstaklega að stjórnarsáttmálinn tali til þingsins með þessum hætti. „Ég bind vonir við að hefjast megi handa strax á nýju ári með aðgerðum til að styrkja þingið.“ Í stjórnarsáttmálanum er einnig gert ráð fyrir fjölgun í starfsliði á nefndasviði þingsins þar sem sérfræðiþjónusta við þingmenn og fastanefndir er veitt. „Mér finnst alveg borðleggjandi að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fái aukinn stuðning og mannskap,“ segir Steingrímur.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tekur í sama streng. „Það þarf að efla stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en auk þess að leyfa henni meira að njóta sín í sjálfstæðu eftirliti gagnvart framkvæmdarvaldinu. Hún er of mikið að hlusta á lestur skýrslna til dæmis frá Ríkisendurskoðun. Hún á auðvitað að taka þær fyrir en það má skerpa til muna á hinum hlutanum sem er frumkvæðishlutverk nefndarinnar,“ segir hann. Helgi Hrafn bendir þó á að margt megi laga í starfsemi þingsins án þess að kollvarpa því. „Augljósast og minnst umdeilt er að koma dagskrárskipulagi á Alþingi í eitthvert fyrirsjáanlegt horf. Það er ekki boðlegt að menn viti ekki hvaða mál verða tekin fyrir eða hvenær. Það kemur niður á þingstörfum með mjög ómálefnalegum hætti að þingmenn mæti verr undirbúnir til starfa fyrir þær sakir að vita ekki hvað er á dagskrá.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira