Íslensk stuttmynd á kvikmyndahátíðinni í Varsjá Stefán Þór Hjartarson skrifar 18. september 2017 10:30 Allt gengur upp hjá Tinnu Hrafnsdóttur þessa dagana en stuttmyndin hennar Munda keppir í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Varsjá. Vísir/Stefán Munda er önnur stuttmyndin mín. Handritið skrifaði Bergþóra Snæbjörnsdóttir en það var valið eitt af bestu handritunum í handritasamkeppni sem var haldin fyrir nokkru,“ segir Tinna Hrafnsdóttir leikstjóri, en henni hlotnaðist sá heiður að stuttmynd hennar Munda var valin inn í aðalkeppni stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Varsjá, einni virtustu kvikmyndahátíð í heiminum og í hópi með hátíðinni í Cannes, Feneyjum og Toronto.Um hvað fjallar Munda? „Myndin segir sögu Mundu sem er ómannblendinn prestur á sjötugsaldri. Í hartnær fjörutíu ár hefur líf hennar markast af þráhyggju en einn daginn, þegar Mundu er skyndilega gert að hætta störfum og tilvera hennar fer á hliðina, öðlast hún óvænt kjark til að horfast í augu við sjálfa sig og sleppa tökunum. Þetta er sár og ljúf saga í senn, saga einstaklings sem endurspeglar á næman hátt ákveðna grunnþætti og þarfir í sálarlífinu sem við þekkjum öll en fá oft ekki útrás. Við þráum öll að tilheyra, öðlast hlutdeild í lífi þeirra sem við elskum, segja hug okkar, en finnum svo oft fyrir alls kyns sjálfsköpuðum hindrunum og vanmætti sem leiðir til þess að við þegjum, höldum aftur af okkur og látum þar við sitja.“Að vera valin í keppnina mikill sigur í sjálfu sér „Það eitt að hafa verið valin inn í aðalkeppnina er mikill sigur. Það var alltaf markmiðið að komast inn á A-hátíð með myndina svo ég er gríðarlega stolt af að hafa náð þeim árangri. Að sjálfsögðu yrði það enn sætari sigur að vinna keppnina en þátttakan ein og sér er fyrir mér mikilvægasta skrefið núna.“Þú vannst pitch-keppni Shorts TV í Cannes í fyrra fyrir hugmyndina að Mundu, hvernig hafði það áhrif á framleiðsluferli myndarinnar? „Ég fann fyrir miklum stuðningi hér heima þegar ég tók þátt í pitch-keppninni í Cannes sem mér þótti afar vænt um. Hvert skref í þessum bransa er mikilvægt, stórt sem smátt, og með því að vinna keppnina úti tryggði ég mér fyrsta framleiðslustyrkinn. En sagan er fyrst og fremst sterk og ég var svo heppin að fá þá leikkonu, Guðrúnu S. Gísladóttur, sem ég sá allan tímann fyrir mér í hlutverki Mundu til að taka að sér hlutverkið. Hún skilaði því frábærlega og ég er virkilega ánægð með útkomuna, enda er Guðrún ein af okkar bestu leikkonum að mínu mati.“Þú varst nýlega á kvikmyndahátíðinni í Toronto eftir að hafa verið valin inn á TIFF Talent Lab vinnusmiðjuna, geturðu útskýrt hvað fór þar fram? „Hún er hluti af kvikmyndahátíðinni í Toronto en árlega eru valdir aðeins 20 leikstjórar: 10 frá Kanada og 10 frá öðrum löndum, til þátttöku. Þetta var því mikill heiður fyrir mig en þarna gafst mér tækifæri til að þróa næsta verkefni sem er kvikmynd byggð á skáldsögunni Stóri skjálfti eftir Auði Jónsdóttur. Við þjálfuðum að „pitch-a“ eða kynna verkefnin, fengum sýn annarra leikstjóra á þau og tækifæri til að hitta nokkra af þeim sem voru með myndir á hátíðinni, til dæmis Ruben Östlund leikstjóra The Square sem vann Gullpálmann í Cannes. Hann gaf okkur nána innsýn í sínar vinnuaðferðir sem var einstaklega áhugavert enda er hann að mínu mati einn af þeim bestu í dag. Reynsla annarra getur verið svo mikilvægur lærdómur fyrir mann sjálfan í þessum bransa og þeir sem töluðu við okkur voru mjög opnir og viljugir til að deila sigrum sínum og sorgum. Þetta var því mikill og góður skóli fyrir mig.“Hvað er svo næst á dagskrá? „Næst er að fylgja Mundu eftir til Varsjár. Síðan fer ég með myndina til Frakklands á Brest European Short Film Festival og þaðan til Englands á Aesthetica Short Film Festival en þær báðar eru mikilvægar í heimi stuttmyndanna. Samhliða þessu mun ég halda áfram að þróa Stóra skjálfta og önnur verkefni sem mig langar líka til að finna farveg.“ Mest lesið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fleiri fréttir „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Munda er önnur stuttmyndin mín. Handritið skrifaði Bergþóra Snæbjörnsdóttir en það var valið eitt af bestu handritunum í handritasamkeppni sem var haldin fyrir nokkru,“ segir Tinna Hrafnsdóttir leikstjóri, en henni hlotnaðist sá heiður að stuttmynd hennar Munda var valin inn í aðalkeppni stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Varsjá, einni virtustu kvikmyndahátíð í heiminum og í hópi með hátíðinni í Cannes, Feneyjum og Toronto.Um hvað fjallar Munda? „Myndin segir sögu Mundu sem er ómannblendinn prestur á sjötugsaldri. Í hartnær fjörutíu ár hefur líf hennar markast af þráhyggju en einn daginn, þegar Mundu er skyndilega gert að hætta störfum og tilvera hennar fer á hliðina, öðlast hún óvænt kjark til að horfast í augu við sjálfa sig og sleppa tökunum. Þetta er sár og ljúf saga í senn, saga einstaklings sem endurspeglar á næman hátt ákveðna grunnþætti og þarfir í sálarlífinu sem við þekkjum öll en fá oft ekki útrás. Við þráum öll að tilheyra, öðlast hlutdeild í lífi þeirra sem við elskum, segja hug okkar, en finnum svo oft fyrir alls kyns sjálfsköpuðum hindrunum og vanmætti sem leiðir til þess að við þegjum, höldum aftur af okkur og látum þar við sitja.“Að vera valin í keppnina mikill sigur í sjálfu sér „Það eitt að hafa verið valin inn í aðalkeppnina er mikill sigur. Það var alltaf markmiðið að komast inn á A-hátíð með myndina svo ég er gríðarlega stolt af að hafa náð þeim árangri. Að sjálfsögðu yrði það enn sætari sigur að vinna keppnina en þátttakan ein og sér er fyrir mér mikilvægasta skrefið núna.“Þú vannst pitch-keppni Shorts TV í Cannes í fyrra fyrir hugmyndina að Mundu, hvernig hafði það áhrif á framleiðsluferli myndarinnar? „Ég fann fyrir miklum stuðningi hér heima þegar ég tók þátt í pitch-keppninni í Cannes sem mér þótti afar vænt um. Hvert skref í þessum bransa er mikilvægt, stórt sem smátt, og með því að vinna keppnina úti tryggði ég mér fyrsta framleiðslustyrkinn. En sagan er fyrst og fremst sterk og ég var svo heppin að fá þá leikkonu, Guðrúnu S. Gísladóttur, sem ég sá allan tímann fyrir mér í hlutverki Mundu til að taka að sér hlutverkið. Hún skilaði því frábærlega og ég er virkilega ánægð með útkomuna, enda er Guðrún ein af okkar bestu leikkonum að mínu mati.“Þú varst nýlega á kvikmyndahátíðinni í Toronto eftir að hafa verið valin inn á TIFF Talent Lab vinnusmiðjuna, geturðu útskýrt hvað fór þar fram? „Hún er hluti af kvikmyndahátíðinni í Toronto en árlega eru valdir aðeins 20 leikstjórar: 10 frá Kanada og 10 frá öðrum löndum, til þátttöku. Þetta var því mikill heiður fyrir mig en þarna gafst mér tækifæri til að þróa næsta verkefni sem er kvikmynd byggð á skáldsögunni Stóri skjálfti eftir Auði Jónsdóttur. Við þjálfuðum að „pitch-a“ eða kynna verkefnin, fengum sýn annarra leikstjóra á þau og tækifæri til að hitta nokkra af þeim sem voru með myndir á hátíðinni, til dæmis Ruben Östlund leikstjóra The Square sem vann Gullpálmann í Cannes. Hann gaf okkur nána innsýn í sínar vinnuaðferðir sem var einstaklega áhugavert enda er hann að mínu mati einn af þeim bestu í dag. Reynsla annarra getur verið svo mikilvægur lærdómur fyrir mann sjálfan í þessum bransa og þeir sem töluðu við okkur voru mjög opnir og viljugir til að deila sigrum sínum og sorgum. Þetta var því mikill og góður skóli fyrir mig.“Hvað er svo næst á dagskrá? „Næst er að fylgja Mundu eftir til Varsjár. Síðan fer ég með myndina til Frakklands á Brest European Short Film Festival og þaðan til Englands á Aesthetica Short Film Festival en þær báðar eru mikilvægar í heimi stuttmyndanna. Samhliða þessu mun ég halda áfram að þróa Stóra skjálfta og önnur verkefni sem mig langar líka til að finna farveg.“
Mest lesið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fleiri fréttir „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira