Viðreisn fékk milljónir frá Helga Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. ágúst 2017 07:00 Helgi Magnússon er einn af stofnendum Viðreisnar og hefur verið áhrifamaður á bak við tjöldin. Vísir/GVA Fjárfestirinn Helgi Magnússon og félög honum tengd lögðu Viðreisn til 2,4 milljónir króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi flokksins sem Ríkisendurskoðun hefur birt. Helgi er stærsti einstaki bakhjarl flokksins sem fékk alls rúmar 26,7 milljónir króna í framlög frá einstaklingum og lögaðilum á stofnári hans. Athygli vekur að þó nokkrir bakhjarlar styrkja flokkinn um meira en 400 þúsund krónur sem er lögbundin hámarksfjárhæð sem einstakur aðili má styrkja flokka með. Skýringin liggur í því að þar sem um var að ræða fyrsta starfsár flokksins skilgreindi stjórn hans öll framlög sem stofnframlög. Er vísað til þess að í lögum um fjármál stjórnmálasamtaka sé kveðið á um að framlög, sem veitt eru í beinum tengslum við stofnun stjórnmálasamtaka, megi að hámarki nema sem svarar tvöföldu hámarksframlagi, eða 800 þúsund krónum. Tuttugu félög styrktu flokkinn um 400 þúsund krónur og einn einstaklingur. Helgi, sem var einn af stofnendum Viðreisnar og áhrifamaður á bak við tjöldin þar frá upphafi, styrkti flokkinn um 800 þúsund krónur persónulega. Félög hans Varðberg ehf. og Hofgarðar ehf. lögðu síðan til 400 þúsund krónur hvort og bein framlög í hans nafni því komin í 1,6 milljónir. Helgi er einn af stærstu hluthöfum N1 í gegnum Hofgarða og er varaformaður stjórnar félagsins. Olíufélagið styrkti Viðreisn um 400 þúsund krónur líkt og Bláa lónið þar sem Helgi er stjórnarformaður og meðal helstu eigenda í gegnum Hofgarða. Alls nema framlög Helga og félaga sem honum tengjast til Viðreisnar því 2,4 milljónum króna eða ellefu prósentum af heildarframlögum til flokksins í fyrra. Af öðrum bakhjörlum flokksins er náinn viðskiptafélagi Helga, Sigurður Arngrímsson, sem styrkti flokkinn um 1,2 milljónir; 400 þúsund persónulega og annað eins í gegnum félög sín Ursus Maritimus og Saffron Holding. Eitt framlag vekur þó sérstaka athygli þótt það sé ekki af sömu stærðargráðu en það eru 200 þúsund krónur frá félaginu Miðeind ehf. Það er í eigu fjárfestisins Vilhjálms Þorsteinssonar sem þar til í lok mars í fyrra var gjaldkeri Samfylkingarinnar. Lét hann af störfum þar eftir umfjöllun um tengsl félags í hans eigu við Panama-skjölin. Viðreisn var rekin með ríflega tíu milljóna króna tapi á stofnárinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Fjárfestirinn Helgi Magnússon og félög honum tengd lögðu Viðreisn til 2,4 milljónir króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi flokksins sem Ríkisendurskoðun hefur birt. Helgi er stærsti einstaki bakhjarl flokksins sem fékk alls rúmar 26,7 milljónir króna í framlög frá einstaklingum og lögaðilum á stofnári hans. Athygli vekur að þó nokkrir bakhjarlar styrkja flokkinn um meira en 400 þúsund krónur sem er lögbundin hámarksfjárhæð sem einstakur aðili má styrkja flokka með. Skýringin liggur í því að þar sem um var að ræða fyrsta starfsár flokksins skilgreindi stjórn hans öll framlög sem stofnframlög. Er vísað til þess að í lögum um fjármál stjórnmálasamtaka sé kveðið á um að framlög, sem veitt eru í beinum tengslum við stofnun stjórnmálasamtaka, megi að hámarki nema sem svarar tvöföldu hámarksframlagi, eða 800 þúsund krónum. Tuttugu félög styrktu flokkinn um 400 þúsund krónur og einn einstaklingur. Helgi, sem var einn af stofnendum Viðreisnar og áhrifamaður á bak við tjöldin þar frá upphafi, styrkti flokkinn um 800 þúsund krónur persónulega. Félög hans Varðberg ehf. og Hofgarðar ehf. lögðu síðan til 400 þúsund krónur hvort og bein framlög í hans nafni því komin í 1,6 milljónir. Helgi er einn af stærstu hluthöfum N1 í gegnum Hofgarða og er varaformaður stjórnar félagsins. Olíufélagið styrkti Viðreisn um 400 þúsund krónur líkt og Bláa lónið þar sem Helgi er stjórnarformaður og meðal helstu eigenda í gegnum Hofgarða. Alls nema framlög Helga og félaga sem honum tengjast til Viðreisnar því 2,4 milljónum króna eða ellefu prósentum af heildarframlögum til flokksins í fyrra. Af öðrum bakhjörlum flokksins er náinn viðskiptafélagi Helga, Sigurður Arngrímsson, sem styrkti flokkinn um 1,2 milljónir; 400 þúsund persónulega og annað eins í gegnum félög sín Ursus Maritimus og Saffron Holding. Eitt framlag vekur þó sérstaka athygli þótt það sé ekki af sömu stærðargráðu en það eru 200 þúsund krónur frá félaginu Miðeind ehf. Það er í eigu fjárfestisins Vilhjálms Þorsteinssonar sem þar til í lok mars í fyrra var gjaldkeri Samfylkingarinnar. Lét hann af störfum þar eftir umfjöllun um tengsl félags í hans eigu við Panama-skjölin. Viðreisn var rekin með ríflega tíu milljóna króna tapi á stofnárinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira