Vilja sekta fyrir of mikinn meðalhraða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 19:30 Myndavélar sem mæla meðalhraða á vegum hafa leitt til umtalsverðrar fækkunar á alvarlegum umferðarslysum í Noregi. Sams konar eftirlit er nú komið í útboðsferli hér á landi. Vegagerðin leggur til eftirlitið verði sett upp víða þar sem slys vegna hraðaksturs eru algeng. Meðalhraðaeftirlit virkar þannig að tveimur myndavélum er komið fyrir sitt hvoru megin við endann á tilteknum vegkafla. Ein mynd er tekin af ökumanni þegar hann kemur inn á kaflann og önnur þegar farið er út af honum. Lengdin liggur fyrir og er meðalhraðinn reiknaður sjálfvirkt miðað við tímann sem það tekur ökumanninn að komast á milli myndavéla. Þeir sem fara of hratt eru sektaðir. Forstöðukona hjá Vegagerðinni segir þetta hafa reynst vel í Noregi. „Slysum og alvarlega slösuðum og látnum í Noregi fækkaði um 49 til 54% við uppsetningu þessa sjálfvirka meðaltalseftirlits," segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðukona hjá Vegagerðinni. Tæknin var nýverið prófuð á Hringveginum og hefur nú þegar verið leitað eftir tilboðum í uppsetningu á tveimur vegköflum. „Það hefur þegar verið ákveðið að hafa möguleika á að taka þetta sjálfvirka meðaltalseftirlit upp í nýjum Norðfjarðargöngum og jafnvel hugsanlega á Grindavíkurvegi á kaflanum milli Reykanesbrautar og Bláa Lónsins," segir Auður. Mun fleiri staðir koma þá einnig til greina og ætlar Vegagerðin að leggja til að meðalhraðaeftirliti verði komið fyrir í næstu samgönguáætlun. „Þetta hefur fengið ágætan hljómgrunn, bæði hér innan Vegagerðarinnar og hjá lögreglu en einnig hjá ráðuneytinu," segir Auður. Kostnaður við uppsetningu á hverjum kafla gæti verið um sextíu milljónir króna en samkvæmt skýrslu sem Mannvit vann fyrir Vegagerðina gæti fjárfestingin borgað sig upp á um það bil einu ári. Efitirlitið yrði þó einungis sett upp á köflum þar sem mörg slys verða sem hægt að tengja hraðakstri. „Þetta yrði mjög fljótt að borga sig upp, fyrst og fremst í minni slysakostnaði. Við erum ekki að þessu til að hanka ökumenn heldur fyrst og fremst til að auka öryggi fólks," segir Auður. Samgöngur Tengdar fréttir Lögreglan vill fara nýjar leiðir til að koma upp um hraðakstur Svokallaðar meðalhraðamyndavélar hafa gefið góða raun víða. Lögreglan hefur áhuga á að innleiða kerfið hér. 23. september 2015 13:03 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Sjá meira
Myndavélar sem mæla meðalhraða á vegum hafa leitt til umtalsverðrar fækkunar á alvarlegum umferðarslysum í Noregi. Sams konar eftirlit er nú komið í útboðsferli hér á landi. Vegagerðin leggur til eftirlitið verði sett upp víða þar sem slys vegna hraðaksturs eru algeng. Meðalhraðaeftirlit virkar þannig að tveimur myndavélum er komið fyrir sitt hvoru megin við endann á tilteknum vegkafla. Ein mynd er tekin af ökumanni þegar hann kemur inn á kaflann og önnur þegar farið er út af honum. Lengdin liggur fyrir og er meðalhraðinn reiknaður sjálfvirkt miðað við tímann sem það tekur ökumanninn að komast á milli myndavéla. Þeir sem fara of hratt eru sektaðir. Forstöðukona hjá Vegagerðinni segir þetta hafa reynst vel í Noregi. „Slysum og alvarlega slösuðum og látnum í Noregi fækkaði um 49 til 54% við uppsetningu þessa sjálfvirka meðaltalseftirlits," segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðukona hjá Vegagerðinni. Tæknin var nýverið prófuð á Hringveginum og hefur nú þegar verið leitað eftir tilboðum í uppsetningu á tveimur vegköflum. „Það hefur þegar verið ákveðið að hafa möguleika á að taka þetta sjálfvirka meðaltalseftirlit upp í nýjum Norðfjarðargöngum og jafnvel hugsanlega á Grindavíkurvegi á kaflanum milli Reykanesbrautar og Bláa Lónsins," segir Auður. Mun fleiri staðir koma þá einnig til greina og ætlar Vegagerðin að leggja til að meðalhraðaeftirliti verði komið fyrir í næstu samgönguáætlun. „Þetta hefur fengið ágætan hljómgrunn, bæði hér innan Vegagerðarinnar og hjá lögreglu en einnig hjá ráðuneytinu," segir Auður. Kostnaður við uppsetningu á hverjum kafla gæti verið um sextíu milljónir króna en samkvæmt skýrslu sem Mannvit vann fyrir Vegagerðina gæti fjárfestingin borgað sig upp á um það bil einu ári. Efitirlitið yrði þó einungis sett upp á köflum þar sem mörg slys verða sem hægt að tengja hraðakstri. „Þetta yrði mjög fljótt að borga sig upp, fyrst og fremst í minni slysakostnaði. Við erum ekki að þessu til að hanka ökumenn heldur fyrst og fremst til að auka öryggi fólks," segir Auður.
Samgöngur Tengdar fréttir Lögreglan vill fara nýjar leiðir til að koma upp um hraðakstur Svokallaðar meðalhraðamyndavélar hafa gefið góða raun víða. Lögreglan hefur áhuga á að innleiða kerfið hér. 23. september 2015 13:03 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Sjá meira
Lögreglan vill fara nýjar leiðir til að koma upp um hraðakstur Svokallaðar meðalhraðamyndavélar hafa gefið góða raun víða. Lögreglan hefur áhuga á að innleiða kerfið hér. 23. september 2015 13:03