Stormviðvörun og svalt: „Ekki kræsilegt veður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. júní 2017 07:48 Það er ekkert sérstaklega sumarlegt á landinu þessa dagana en Veðurstofan varar við stormi suðaustanlands þar sem jafnframt má búast við mikilli úrkomu. vísir/vilhelm Veðurstofa Íslands varar við stormi í dag, meira en 20 metrum á sekúndu, austan Öræfa og sunnan til á Austfjörðum. Vindhviður geta náð allt að 35 metrum á sekúndu og þá verður mikil úrkoma austan til á landinu og síðan einnig á Ströndum í kvöld. Ekkert ferðaveður verður á þeim slóðum þar sem spáð er stormi fyrir þá sem eru á farartækjum sem taka á sig vind. „Norðaustan hvassviðri eða stormur austan Öræfa og á sunnanverðum Austfjörðum í dag en norðanstæðari í kvöld og ekki ferðaveður fyrir farartæki sem taka á sig vind. Lægir smám saman á morgun. Í öðrum landshlutum má búast við norðaustan 8-15 m/s. Ausandi hellirigning verður á austanverðu landinu, þó einna mest á norðanverðum Austfjörðum. Einnig bleytir vel í á Ströndum. Rigning með köflum suðvestanlands fram eftir degi. Áfram vætusamt á norðanverðu landinu á morgun en skýjað með köflum sunnantil. Heldur svalt í veðri, 7 til 14 stig, hlýjast suðvestanlands. Síðan er nú útlit fyrir öllu rólegra veður fram á fimmtudag, breytilega átt, 3-8 m/s, skýjað með köflum en víða síðdegisskúrir. Hiti 8 til 16 stig að deginum. Sannarlega ekki kræsilegt veður nú í vorvertíðarlok og ekki gott að stripplast á Jónsmessunótt. En kaldara hefur verið að velta sér í snjónum 1992 en þá gerði hret með snjókomu um allt norðanvert landið og jafnvel í uppsveitum suðvestanlands. Mest mældist snjódýptin 7 cm í Dalsmynni í Hjaltadal og 4 cm á Nautabúi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.Veðurhorfur næstu daga:Á laugardag: Norðaustan 8-15 m/s, hvassast austast. Rigning og svalt í veðri norðan- og austanlands, en léttir til sunnan- og vestanlands. Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast sunnanlands.Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum og stöku síðdegisskúrir sunnan- og vestanlands og hiti 8 til 12 stig. Skýjað og þurrt að mestu um landið norðaustanvert og hiti 4 til 8 stig.Á mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og víða síðdegisskúrir, einkum inn til landsins. Hiti 8 til 16 stig að deginum. Veður Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Veðurstofa Íslands varar við stormi í dag, meira en 20 metrum á sekúndu, austan Öræfa og sunnan til á Austfjörðum. Vindhviður geta náð allt að 35 metrum á sekúndu og þá verður mikil úrkoma austan til á landinu og síðan einnig á Ströndum í kvöld. Ekkert ferðaveður verður á þeim slóðum þar sem spáð er stormi fyrir þá sem eru á farartækjum sem taka á sig vind. „Norðaustan hvassviðri eða stormur austan Öræfa og á sunnanverðum Austfjörðum í dag en norðanstæðari í kvöld og ekki ferðaveður fyrir farartæki sem taka á sig vind. Lægir smám saman á morgun. Í öðrum landshlutum má búast við norðaustan 8-15 m/s. Ausandi hellirigning verður á austanverðu landinu, þó einna mest á norðanverðum Austfjörðum. Einnig bleytir vel í á Ströndum. Rigning með köflum suðvestanlands fram eftir degi. Áfram vætusamt á norðanverðu landinu á morgun en skýjað með köflum sunnantil. Heldur svalt í veðri, 7 til 14 stig, hlýjast suðvestanlands. Síðan er nú útlit fyrir öllu rólegra veður fram á fimmtudag, breytilega átt, 3-8 m/s, skýjað með köflum en víða síðdegisskúrir. Hiti 8 til 16 stig að deginum. Sannarlega ekki kræsilegt veður nú í vorvertíðarlok og ekki gott að stripplast á Jónsmessunótt. En kaldara hefur verið að velta sér í snjónum 1992 en þá gerði hret með snjókomu um allt norðanvert landið og jafnvel í uppsveitum suðvestanlands. Mest mældist snjódýptin 7 cm í Dalsmynni í Hjaltadal og 4 cm á Nautabúi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.Veðurhorfur næstu daga:Á laugardag: Norðaustan 8-15 m/s, hvassast austast. Rigning og svalt í veðri norðan- og austanlands, en léttir til sunnan- og vestanlands. Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast sunnanlands.Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum og stöku síðdegisskúrir sunnan- og vestanlands og hiti 8 til 12 stig. Skýjað og þurrt að mestu um landið norðaustanvert og hiti 4 til 8 stig.Á mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og víða síðdegisskúrir, einkum inn til landsins. Hiti 8 til 16 stig að deginum.
Veður Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira