Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Atli Ísleifsson skrifar 23. júní 2017 23:18 Flætt hefur inn í hús sem standa við Dagmálalæk á Seyðisfirði. Hulda Ragnheiður Árnadóttir Flætt hefur inn í hús á Seyðisfirði og skemmdir hafa orðið á ársgamalli brú á Eskifirði í miklu vatnsveðri sem hefur verið á Austurlandi í dag. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands, var stödd á Eskifirði þegar Vísir náði tali af henni skömmu fyrir klukkan 23. „Hér á Eskifirði er gríðarleg aurskriða niður úr farvegi Hlíðarendaár sem liggur í gegnum bæinn. Þar er verið að moka einhverjum þúsundum rúmmetra af grjóti. Það er í raun tjón sem er ekki á vátryggðum eignum hjá okkur, nema að mjög takmörkuðu leyti þar sem búið er að flæða inn í einhverjar tvær skemmur fyrir neðan veginn.“ Hulda Ragnheiður segir að á Eskifirði sé ekki um stórkostleg tjón á eignum sem eru tryggðar séu Viðlagatryggingum að ræða. Hins vegar sé þetta gríðarlegt tjón fyrir sveitarfélagið, Fjarðabyggð. „Þetta er ný brú, ársgömul, sem liggur út í ytri hluta bæjarins, og það er allt stíflað. Það er ófært yfir þann hluta bæjarins á meðan er að hreinsa þetta. Það er stíflað undir brúna þannig að vatnið flæðir bara yfir hana.“Garðarvegur var rofinn í kvöld.Hulda Ragnheiður ÁrnadóttirÁstæðan fyrir því hve vatnsmikil Hlíðardalsá í Eskifirði er um þessar mundir er að unnið er að því að hreinsa árfarveg ár í nágrenninu. Meðan sú vinna stendur yfir er vatni úr þeirri á veitt í Hlíðarendaá sem er afar vatnsmikil af þeim sökum. Hulda Ragnheiður segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. „Þar hefur verið að flæða inn í hús, bæði í kjallara og íbúðarhús sem stendur við Dagmálalæk, við Garðarsveg. Það er búið að rjúfa veginn, Garðarsvegur, þar til að hleypa vatninu fram,“ segir Hulda Ragnheiður.Fjarðará.Hulda Ragnheiður Árnadóttir Veður Tengdar fréttir Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Flætt hefur inn í hús á Seyðisfirði og skemmdir hafa orðið á ársgamalli brú á Eskifirði í miklu vatnsveðri sem hefur verið á Austurlandi í dag. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands, var stödd á Eskifirði þegar Vísir náði tali af henni skömmu fyrir klukkan 23. „Hér á Eskifirði er gríðarleg aurskriða niður úr farvegi Hlíðarendaár sem liggur í gegnum bæinn. Þar er verið að moka einhverjum þúsundum rúmmetra af grjóti. Það er í raun tjón sem er ekki á vátryggðum eignum hjá okkur, nema að mjög takmörkuðu leyti þar sem búið er að flæða inn í einhverjar tvær skemmur fyrir neðan veginn.“ Hulda Ragnheiður segir að á Eskifirði sé ekki um stórkostleg tjón á eignum sem eru tryggðar séu Viðlagatryggingum að ræða. Hins vegar sé þetta gríðarlegt tjón fyrir sveitarfélagið, Fjarðabyggð. „Þetta er ný brú, ársgömul, sem liggur út í ytri hluta bæjarins, og það er allt stíflað. Það er ófært yfir þann hluta bæjarins á meðan er að hreinsa þetta. Það er stíflað undir brúna þannig að vatnið flæðir bara yfir hana.“Garðarvegur var rofinn í kvöld.Hulda Ragnheiður ÁrnadóttirÁstæðan fyrir því hve vatnsmikil Hlíðardalsá í Eskifirði er um þessar mundir er að unnið er að því að hreinsa árfarveg ár í nágrenninu. Meðan sú vinna stendur yfir er vatni úr þeirri á veitt í Hlíðarendaá sem er afar vatnsmikil af þeim sökum. Hulda Ragnheiður segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. „Þar hefur verið að flæða inn í hús, bæði í kjallara og íbúðarhús sem stendur við Dagmálalæk, við Garðarsveg. Það er búið að rjúfa veginn, Garðarsvegur, þar til að hleypa vatninu fram,“ segir Hulda Ragnheiður.Fjarðará.Hulda Ragnheiður Árnadóttir
Veður Tengdar fréttir Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04