Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Atli Ísleifsson skrifar 23. júní 2017 23:18 Flætt hefur inn í hús sem standa við Dagmálalæk á Seyðisfirði. Hulda Ragnheiður Árnadóttir Flætt hefur inn í hús á Seyðisfirði og skemmdir hafa orðið á ársgamalli brú á Eskifirði í miklu vatnsveðri sem hefur verið á Austurlandi í dag. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands, var stödd á Eskifirði þegar Vísir náði tali af henni skömmu fyrir klukkan 23. „Hér á Eskifirði er gríðarleg aurskriða niður úr farvegi Hlíðarendaár sem liggur í gegnum bæinn. Þar er verið að moka einhverjum þúsundum rúmmetra af grjóti. Það er í raun tjón sem er ekki á vátryggðum eignum hjá okkur, nema að mjög takmörkuðu leyti þar sem búið er að flæða inn í einhverjar tvær skemmur fyrir neðan veginn.“ Hulda Ragnheiður segir að á Eskifirði sé ekki um stórkostleg tjón á eignum sem eru tryggðar séu Viðlagatryggingum að ræða. Hins vegar sé þetta gríðarlegt tjón fyrir sveitarfélagið, Fjarðabyggð. „Þetta er ný brú, ársgömul, sem liggur út í ytri hluta bæjarins, og það er allt stíflað. Það er ófært yfir þann hluta bæjarins á meðan er að hreinsa þetta. Það er stíflað undir brúna þannig að vatnið flæðir bara yfir hana.“Garðarvegur var rofinn í kvöld.Hulda Ragnheiður ÁrnadóttirÁstæðan fyrir því hve vatnsmikil Hlíðardalsá í Eskifirði er um þessar mundir er að unnið er að því að hreinsa árfarveg ár í nágrenninu. Meðan sú vinna stendur yfir er vatni úr þeirri á veitt í Hlíðarendaá sem er afar vatnsmikil af þeim sökum. Hulda Ragnheiður segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. „Þar hefur verið að flæða inn í hús, bæði í kjallara og íbúðarhús sem stendur við Dagmálalæk, við Garðarsveg. Það er búið að rjúfa veginn, Garðarsvegur, þar til að hleypa vatninu fram,“ segir Hulda Ragnheiður.Fjarðará.Hulda Ragnheiður Árnadóttir Veður Tengdar fréttir Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Flætt hefur inn í hús á Seyðisfirði og skemmdir hafa orðið á ársgamalli brú á Eskifirði í miklu vatnsveðri sem hefur verið á Austurlandi í dag. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands, var stödd á Eskifirði þegar Vísir náði tali af henni skömmu fyrir klukkan 23. „Hér á Eskifirði er gríðarleg aurskriða niður úr farvegi Hlíðarendaár sem liggur í gegnum bæinn. Þar er verið að moka einhverjum þúsundum rúmmetra af grjóti. Það er í raun tjón sem er ekki á vátryggðum eignum hjá okkur, nema að mjög takmörkuðu leyti þar sem búið er að flæða inn í einhverjar tvær skemmur fyrir neðan veginn.“ Hulda Ragnheiður segir að á Eskifirði sé ekki um stórkostleg tjón á eignum sem eru tryggðar séu Viðlagatryggingum að ræða. Hins vegar sé þetta gríðarlegt tjón fyrir sveitarfélagið, Fjarðabyggð. „Þetta er ný brú, ársgömul, sem liggur út í ytri hluta bæjarins, og það er allt stíflað. Það er ófært yfir þann hluta bæjarins á meðan er að hreinsa þetta. Það er stíflað undir brúna þannig að vatnið flæðir bara yfir hana.“Garðarvegur var rofinn í kvöld.Hulda Ragnheiður ÁrnadóttirÁstæðan fyrir því hve vatnsmikil Hlíðardalsá í Eskifirði er um þessar mundir er að unnið er að því að hreinsa árfarveg ár í nágrenninu. Meðan sú vinna stendur yfir er vatni úr þeirri á veitt í Hlíðarendaá sem er afar vatnsmikil af þeim sökum. Hulda Ragnheiður segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. „Þar hefur verið að flæða inn í hús, bæði í kjallara og íbúðarhús sem stendur við Dagmálalæk, við Garðarsveg. Það er búið að rjúfa veginn, Garðarsvegur, þar til að hleypa vatninu fram,“ segir Hulda Ragnheiður.Fjarðará.Hulda Ragnheiður Árnadóttir
Veður Tengdar fréttir Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04