Gefur verðlaunin til baka Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. janúar 2017 08:45 Eins og að tilheyra litlu, sætu samfélagi,” segir Nína Dögg um það að búa á Seltjarnarnesi. Vísir/Ernir Ég er mjög upp með mér yfir þessari fallegu nafnbót,“ segir nýútnefndur bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2017, Nína Dögg Filippusdóttir leikkona. Upphefðinni fylgir verðlaunafé, ein milljón króna, en hún kveðst ætla að láta það fé renna til leiklistar í bæjarfélaginu og hefur ákveðið að ánafna það ungu fólki. „Ég ætla að bjóða upp á námskeið fyrir unglinga, þeim að kostnaðarlausu, sem Improv Island sér um og svo munu þeir halda smá sýningu á menningarhátíð bæjarins í október. Svona námskeið auka á sjálfsöryggi og það er gott fyrir unglingana,“ segir hún og bætir við að bærinn ætli að lána félagsheimilið undir þetta starf. Nína Dögg segir margt gott hafa hent hana í lífinu, eitt af því sé að flytja á Nesið. „Okkur hjónum var sérlega vel tekið hér,“ segir hún. „Þetta er dásamlegur staður að búa á og maður hefur á tilfinningunni að maður tilheyri litlu, sætu samfélagi.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. janúar 2017 Lífið Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Helgi í Góu minnist Pattýar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Ég er mjög upp með mér yfir þessari fallegu nafnbót,“ segir nýútnefndur bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2017, Nína Dögg Filippusdóttir leikkona. Upphefðinni fylgir verðlaunafé, ein milljón króna, en hún kveðst ætla að láta það fé renna til leiklistar í bæjarfélaginu og hefur ákveðið að ánafna það ungu fólki. „Ég ætla að bjóða upp á námskeið fyrir unglinga, þeim að kostnaðarlausu, sem Improv Island sér um og svo munu þeir halda smá sýningu á menningarhátíð bæjarins í október. Svona námskeið auka á sjálfsöryggi og það er gott fyrir unglingana,“ segir hún og bætir við að bærinn ætli að lána félagsheimilið undir þetta starf. Nína Dögg segir margt gott hafa hent hana í lífinu, eitt af því sé að flytja á Nesið. „Okkur hjónum var sérlega vel tekið hér,“ segir hún. „Þetta er dásamlegur staður að búa á og maður hefur á tilfinningunni að maður tilheyri litlu, sætu samfélagi.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. janúar 2017
Lífið Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Helgi í Góu minnist Pattýar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira