Óttast að Aflið gleymist í asa við fjárlagagerðina Sveinn Arnarsson skrifar 9. desember 2017 06:00 Aflið á Akureyri er systursamtök Stígamóta. Samtökin lifa í óvissu um fjárframlög næsta árs. vísir/auðunn Líklegt er að í ár nýti metfjöldi einstaklinga sér þjónustu Aflsins á Akureyri, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi. Skjólstæðingum hefur stöðugt fjölgað frá árinu 2011. Verkefnastjóri Aflsins er hræddur um að félagið gleymist í hasarnum við fjárlagagerð nýrrar ríkisstjórnar. „Við erum örlítið á varðbergi núna. Síðustu tvö árin höfum við fengið framlög frá ríkinu. Hins vegar hefur því verið háttað þannig að okkur hefur verið ýtt yfir línuna í blálokin á fjárlagagerðinni. Nú er komin ný ríkisstjórn sem vinnur hlutina í miklum flýti og því óttumst við það versta en vonum að við gleymumst ekki í hasarnum,“ segir Hjalti Ómar Ágústsson, verkefnastjóri Aflsins. „Við vitum ekki á þessari stundu hvort við fáum framlög á næsta ári og því erum við að leita að fjármagni til að reka okkur. Það er mjög erfitt að vera í svona óvissu þegar áramót eru handan við hornið.“ Starfsemi Aflsins byggir á einkaviðtölum, hópavinnu og forvörnum. Hjalti segir fjölda skjólstæðinga Aflsins sýna vel hversu mikil þörf sé fyrir Aflið. „Hópurinn sem leitar til okkar stækkar sífellt. Við ræddum við fyrrverandi velferðarráðherra áður en stjórnin sprakk og vonandi er hægt að taka upp samtalið við Ásmund Einar eftir áramót,“ segir Hjalti Ómar. „Ég man eftir þessu máli frá því ég var í fjárlagavinnunni. Ég er enn að setja mig inn í málaflokkana en ég get með vissu sagt að ég hugsa hlýlega til starfsemi Aflsins á Akureyri. Við þurfum síðan að skoða betur á næstu dögum hvernig unnið verður úr stöðunni,“ segir Ásmundur Einar Daðason, nýr ráðherra velferðarmála. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Líklegt er að í ár nýti metfjöldi einstaklinga sér þjónustu Aflsins á Akureyri, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi. Skjólstæðingum hefur stöðugt fjölgað frá árinu 2011. Verkefnastjóri Aflsins er hræddur um að félagið gleymist í hasarnum við fjárlagagerð nýrrar ríkisstjórnar. „Við erum örlítið á varðbergi núna. Síðustu tvö árin höfum við fengið framlög frá ríkinu. Hins vegar hefur því verið háttað þannig að okkur hefur verið ýtt yfir línuna í blálokin á fjárlagagerðinni. Nú er komin ný ríkisstjórn sem vinnur hlutina í miklum flýti og því óttumst við það versta en vonum að við gleymumst ekki í hasarnum,“ segir Hjalti Ómar Ágústsson, verkefnastjóri Aflsins. „Við vitum ekki á þessari stundu hvort við fáum framlög á næsta ári og því erum við að leita að fjármagni til að reka okkur. Það er mjög erfitt að vera í svona óvissu þegar áramót eru handan við hornið.“ Starfsemi Aflsins byggir á einkaviðtölum, hópavinnu og forvörnum. Hjalti segir fjölda skjólstæðinga Aflsins sýna vel hversu mikil þörf sé fyrir Aflið. „Hópurinn sem leitar til okkar stækkar sífellt. Við ræddum við fyrrverandi velferðarráðherra áður en stjórnin sprakk og vonandi er hægt að taka upp samtalið við Ásmund Einar eftir áramót,“ segir Hjalti Ómar. „Ég man eftir þessu máli frá því ég var í fjárlagavinnunni. Ég er enn að setja mig inn í málaflokkana en ég get með vissu sagt að ég hugsa hlýlega til starfsemi Aflsins á Akureyri. Við þurfum síðan að skoða betur á næstu dögum hvernig unnið verður úr stöðunni,“ segir Ásmundur Einar Daðason, nýr ráðherra velferðarmála.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira