Óttast að Aflið gleymist í asa við fjárlagagerðina Sveinn Arnarsson skrifar 9. desember 2017 06:00 Aflið á Akureyri er systursamtök Stígamóta. Samtökin lifa í óvissu um fjárframlög næsta árs. vísir/auðunn Líklegt er að í ár nýti metfjöldi einstaklinga sér þjónustu Aflsins á Akureyri, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi. Skjólstæðingum hefur stöðugt fjölgað frá árinu 2011. Verkefnastjóri Aflsins er hræddur um að félagið gleymist í hasarnum við fjárlagagerð nýrrar ríkisstjórnar. „Við erum örlítið á varðbergi núna. Síðustu tvö árin höfum við fengið framlög frá ríkinu. Hins vegar hefur því verið háttað þannig að okkur hefur verið ýtt yfir línuna í blálokin á fjárlagagerðinni. Nú er komin ný ríkisstjórn sem vinnur hlutina í miklum flýti og því óttumst við það versta en vonum að við gleymumst ekki í hasarnum,“ segir Hjalti Ómar Ágústsson, verkefnastjóri Aflsins. „Við vitum ekki á þessari stundu hvort við fáum framlög á næsta ári og því erum við að leita að fjármagni til að reka okkur. Það er mjög erfitt að vera í svona óvissu þegar áramót eru handan við hornið.“ Starfsemi Aflsins byggir á einkaviðtölum, hópavinnu og forvörnum. Hjalti segir fjölda skjólstæðinga Aflsins sýna vel hversu mikil þörf sé fyrir Aflið. „Hópurinn sem leitar til okkar stækkar sífellt. Við ræddum við fyrrverandi velferðarráðherra áður en stjórnin sprakk og vonandi er hægt að taka upp samtalið við Ásmund Einar eftir áramót,“ segir Hjalti Ómar. „Ég man eftir þessu máli frá því ég var í fjárlagavinnunni. Ég er enn að setja mig inn í málaflokkana en ég get með vissu sagt að ég hugsa hlýlega til starfsemi Aflsins á Akureyri. Við þurfum síðan að skoða betur á næstu dögum hvernig unnið verður úr stöðunni,“ segir Ásmundur Einar Daðason, nýr ráðherra velferðarmála. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Líklegt er að í ár nýti metfjöldi einstaklinga sér þjónustu Aflsins á Akureyri, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi. Skjólstæðingum hefur stöðugt fjölgað frá árinu 2011. Verkefnastjóri Aflsins er hræddur um að félagið gleymist í hasarnum við fjárlagagerð nýrrar ríkisstjórnar. „Við erum örlítið á varðbergi núna. Síðustu tvö árin höfum við fengið framlög frá ríkinu. Hins vegar hefur því verið háttað þannig að okkur hefur verið ýtt yfir línuna í blálokin á fjárlagagerðinni. Nú er komin ný ríkisstjórn sem vinnur hlutina í miklum flýti og því óttumst við það versta en vonum að við gleymumst ekki í hasarnum,“ segir Hjalti Ómar Ágústsson, verkefnastjóri Aflsins. „Við vitum ekki á þessari stundu hvort við fáum framlög á næsta ári og því erum við að leita að fjármagni til að reka okkur. Það er mjög erfitt að vera í svona óvissu þegar áramót eru handan við hornið.“ Starfsemi Aflsins byggir á einkaviðtölum, hópavinnu og forvörnum. Hjalti segir fjölda skjólstæðinga Aflsins sýna vel hversu mikil þörf sé fyrir Aflið. „Hópurinn sem leitar til okkar stækkar sífellt. Við ræddum við fyrrverandi velferðarráðherra áður en stjórnin sprakk og vonandi er hægt að taka upp samtalið við Ásmund Einar eftir áramót,“ segir Hjalti Ómar. „Ég man eftir þessu máli frá því ég var í fjárlagavinnunni. Ég er enn að setja mig inn í málaflokkana en ég get með vissu sagt að ég hugsa hlýlega til starfsemi Aflsins á Akureyri. Við þurfum síðan að skoða betur á næstu dögum hvernig unnið verður úr stöðunni,“ segir Ásmundur Einar Daðason, nýr ráðherra velferðarmála.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira