Áhugaverðir og furðulegir Facebook-hópar Guðný Hrönn skrifar 15. júní 2017 11:45 Það kennir ýmissa grasa á Facebook. Facebook-hópar eru eins misjafnir og þeir eru margir. Sumir eru vægast sagt furðulegir en aðrir eru afar áhugaverðir og fróðlegir. Þetta er aðeins brot af því besta.Íslenskar samsæriskenningarrúmlega 2.000 meðlimirEins og nafn hópsins gefur til kynna varpa meðlimir hinum ýmsu samsæriskenningum fram og reyna að komast til botns í dularfullum málum.Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð80.000 meðlimirÞetta hlýtur að vera einn öflugasti íslenski Facebook-hópurinn um þessar mundir en í honum ræðir fólk vöruúrvalið í Costco og gerir verðsamanburð. Í þessari grúppu gilda stífar reglur og stjórnendur hópsins hika ekki við að ritskoða og henda út þeim innleggjum sem þykja ekki passa inn í hópinn.Kúrufélaga grúppan8.000 meðlimirÞessi hópur er fyrir alla þá sem hafa óbilandi áhuga á kúri og vilja kynnast nýju fólki til að kúra með. Þessi hópur hefur ratað nokkrum sinnum í fréttirnar enda er um ansi áhugaverðan hóp að ræða. Í þennan hóp er 18 ára aldurstakmark.Iceland vapes3.600 meðlimirÞennan hóp skipar fólk sem notar rafrettur eða hefur áhuga á þeim. Í hópnum er allt sem við kemur rafrettureykingum tekið fyrir og svo skipuleggja meðlimir meira að segja hittinga. 18 ára aldurstakmark er í þennan hóp.Hamstrartæplega 1.000 meðlimirEr ekki endalaust hægt að ræða um hamstra og allt sem tengist þeim?Naggrísirrúmlega 1.000 meðlimir Alveg eins og með hamstrana, þá eru örugglega engin takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að ræða um naggrísi og málefni þeirra.Verst lagði bílinn9.000 meðlimirHérna eru þeir sem leggja illa settir í skammarkrókinn. Meðlimir hópsins birta myndir af illa lögðum bílum og ræða svo sín á milli hvað betur hefði mátt fara. Meðlimir eru beðnir um að nafngreina ekki ökumennina né birta myndir af þeim.Notuð matar- og bollastell18.000 meðlimir Það er alveg ljóst að stór hluti landsmanna hefur mikinn áhuga á notuðum matar- og bollastellum því um 18.000 meðlimir eru í þessum hóp. Í hópnum er hægt að óska eftir og selja notuð matarstell og annan borðbúnað.Ég ann chili500 meðlimirHérna eru þeir sem kunna vel að meta sterkan mat í essinu sínu. Hér eru umræður um hinar ýmsu chili-sósur á pallborðinu og í raun er allt sem við kemur sterkum mat og chilipipar gjaldgengt.Algjörlega óáhugaverðar götuheitaupplýsingartæplega 400 meðlimir Í þessum hóp deilir fólk misáhugaverðum staðreyndum um götuheiti og sögum um götur heimsins.Sögur af dónalegum viðskiptavinumrúmlega 2.000 meðlimirHérna getur afgreiðslufólk deilt sögum af ókurteisum viðskiptavinum og í lýsingu á síðu hópsins segir: „Fólk sem er ömurlegt við fólk í þjónustustörfum á skilið að vera public shame-að. Bjóðið vinum ykkar.“ Það er eins gott að koma vel fram við náungann.Súrdeigiðtæplega 2.000 meðlimir Þessi hópur er fyrir fólk sem hefur súrdeig sem áhugamál. Hópurinn er vettvangur til að deila uppskriftum og upplýsingum um súrdeig og svo geta meðlimir líka montað sig af vel heppnuðum súdeigsbakstri. Mest lesið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Enginn pilsner í pylsusoðinu hjá Bæjarins bestu Lífið Fleiri fréttir Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Sjá meira
Facebook-hópar eru eins misjafnir og þeir eru margir. Sumir eru vægast sagt furðulegir en aðrir eru afar áhugaverðir og fróðlegir. Þetta er aðeins brot af því besta.Íslenskar samsæriskenningarrúmlega 2.000 meðlimirEins og nafn hópsins gefur til kynna varpa meðlimir hinum ýmsu samsæriskenningum fram og reyna að komast til botns í dularfullum málum.Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð80.000 meðlimirÞetta hlýtur að vera einn öflugasti íslenski Facebook-hópurinn um þessar mundir en í honum ræðir fólk vöruúrvalið í Costco og gerir verðsamanburð. Í þessari grúppu gilda stífar reglur og stjórnendur hópsins hika ekki við að ritskoða og henda út þeim innleggjum sem þykja ekki passa inn í hópinn.Kúrufélaga grúppan8.000 meðlimirÞessi hópur er fyrir alla þá sem hafa óbilandi áhuga á kúri og vilja kynnast nýju fólki til að kúra með. Þessi hópur hefur ratað nokkrum sinnum í fréttirnar enda er um ansi áhugaverðan hóp að ræða. Í þennan hóp er 18 ára aldurstakmark.Iceland vapes3.600 meðlimirÞennan hóp skipar fólk sem notar rafrettur eða hefur áhuga á þeim. Í hópnum er allt sem við kemur rafrettureykingum tekið fyrir og svo skipuleggja meðlimir meira að segja hittinga. 18 ára aldurstakmark er í þennan hóp.Hamstrartæplega 1.000 meðlimirEr ekki endalaust hægt að ræða um hamstra og allt sem tengist þeim?Naggrísirrúmlega 1.000 meðlimir Alveg eins og með hamstrana, þá eru örugglega engin takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að ræða um naggrísi og málefni þeirra.Verst lagði bílinn9.000 meðlimirHérna eru þeir sem leggja illa settir í skammarkrókinn. Meðlimir hópsins birta myndir af illa lögðum bílum og ræða svo sín á milli hvað betur hefði mátt fara. Meðlimir eru beðnir um að nafngreina ekki ökumennina né birta myndir af þeim.Notuð matar- og bollastell18.000 meðlimir Það er alveg ljóst að stór hluti landsmanna hefur mikinn áhuga á notuðum matar- og bollastellum því um 18.000 meðlimir eru í þessum hóp. Í hópnum er hægt að óska eftir og selja notuð matarstell og annan borðbúnað.Ég ann chili500 meðlimirHérna eru þeir sem kunna vel að meta sterkan mat í essinu sínu. Hér eru umræður um hinar ýmsu chili-sósur á pallborðinu og í raun er allt sem við kemur sterkum mat og chilipipar gjaldgengt.Algjörlega óáhugaverðar götuheitaupplýsingartæplega 400 meðlimir Í þessum hóp deilir fólk misáhugaverðum staðreyndum um götuheiti og sögum um götur heimsins.Sögur af dónalegum viðskiptavinumrúmlega 2.000 meðlimirHérna getur afgreiðslufólk deilt sögum af ókurteisum viðskiptavinum og í lýsingu á síðu hópsins segir: „Fólk sem er ömurlegt við fólk í þjónustustörfum á skilið að vera public shame-að. Bjóðið vinum ykkar.“ Það er eins gott að koma vel fram við náungann.Súrdeigiðtæplega 2.000 meðlimir Þessi hópur er fyrir fólk sem hefur súrdeig sem áhugamál. Hópurinn er vettvangur til að deila uppskriftum og upplýsingum um súrdeig og svo geta meðlimir líka montað sig af vel heppnuðum súdeigsbakstri.
Mest lesið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Enginn pilsner í pylsusoðinu hjá Bæjarins bestu Lífið Fleiri fréttir Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Sjá meira