Suðurríkjapresturinn sendir frá sér heimildarmynd um „bastarðaþjóðina Íslendinga“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2017 06:57 Muniði eftir Steve Anderson? Hann er mættur aftur. Skjáskot Suðurríkjapresturinn Steven Anderson, sem öðlaðist ómælda frægð í fyrra fyrir fyrirlestur sinn í baptistakirkjunni Faithful Word í Arisóna-ríki í Bandaríkjunum um „Bastarðaþjóðina Íslendinga,“ hefur gengið skrefinu lengra. Anderson hefur nú sent frá sér rúmlega klukkustundarlanga heimildarmynd um þetta nákvæmlega sama efni. Inntakið er nokkuð einfalt: Ísland er að mati prestsins feminístahelvíti sem grefur kerfisbundið undan kristilegum gildum - og svo er sósíalismi líka hræðilegur.Hér má nálgast fyrri fyrirlestur Andersson: „Við þurfum að snúa aftur til siðferðis Biblíunnar svo að við verðum ekki bastarðaþjóð líkt og Ísland“Myndin, sem sjá má hér að neðan, er nokkuð undarleg samsuða. Rauði þráðurinn virðist vera fyrri fyrirlestur Anderson sem hann svo brýtur upp með margvíslegri umfjöllun um stöðu jafnréttis á Norðurlöndum - ekki síst Íslandi. Til að mynda má heyra hann ræða við Frosta Logason í Harmageddon. Það spjall má nálgast hér.Síðar klippir hann saman brot úr umfjöllun fréttaveitunnar CNN um afstöðu Íslendinga til hjónabandsins og einstæðra foreldra áður en hann gefur Opruh Winfrey orðið, sem ræddi við mæður á Norðurlöndum í einum þætti sínum. Þá fléttar hann inn umfjöllun CBS um það hversu mörgum fóstrum með Down's-heilkennið er eytt hér á hverju ári. Anderson sér auknu jafnfrétti kynjanna allt til foráttu og gagnrýnir í því samhengi hærra menntunarstig kvenna og aukna þátttöku karla í heimilisstörfum. Bæði atriðin séu til þess fallin að grafa undan hefðbundnum, kristilegum fjölskyldugildum. Þá getur hann ekki minnst á Ísland án þess að tala aðeins um Jóhönnu Sigurðardóttur, kynsjúkdóma og notkun okkar á þunglyndislyfjum. Höfuðóvinur Andersons virðist þó vera sósíalisminn í Skandínavíu og skattprósentan á Norðurlöndunum. Lýðræðið sé í því samhengi sérstaklega varasamt enda leiðir það til aukins sósíalisma, að mati hans og Karls Marx. Samsuðu Suðuríkjaprestsins má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir „Við þurfum að snúa aftur til siðferðis Biblíunnar svo að við verðum ekki bastarðaþjóð líkt og Ísland“ Umdeildur baptistaprestur í Arisóna fjallar um Ísland í nýjustu predikun sinni. 27. apríl 2016 14:12 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Suðurríkjapresturinn Steven Anderson, sem öðlaðist ómælda frægð í fyrra fyrir fyrirlestur sinn í baptistakirkjunni Faithful Word í Arisóna-ríki í Bandaríkjunum um „Bastarðaþjóðina Íslendinga,“ hefur gengið skrefinu lengra. Anderson hefur nú sent frá sér rúmlega klukkustundarlanga heimildarmynd um þetta nákvæmlega sama efni. Inntakið er nokkuð einfalt: Ísland er að mati prestsins feminístahelvíti sem grefur kerfisbundið undan kristilegum gildum - og svo er sósíalismi líka hræðilegur.Hér má nálgast fyrri fyrirlestur Andersson: „Við þurfum að snúa aftur til siðferðis Biblíunnar svo að við verðum ekki bastarðaþjóð líkt og Ísland“Myndin, sem sjá má hér að neðan, er nokkuð undarleg samsuða. Rauði þráðurinn virðist vera fyrri fyrirlestur Anderson sem hann svo brýtur upp með margvíslegri umfjöllun um stöðu jafnréttis á Norðurlöndum - ekki síst Íslandi. Til að mynda má heyra hann ræða við Frosta Logason í Harmageddon. Það spjall má nálgast hér.Síðar klippir hann saman brot úr umfjöllun fréttaveitunnar CNN um afstöðu Íslendinga til hjónabandsins og einstæðra foreldra áður en hann gefur Opruh Winfrey orðið, sem ræddi við mæður á Norðurlöndum í einum þætti sínum. Þá fléttar hann inn umfjöllun CBS um það hversu mörgum fóstrum með Down's-heilkennið er eytt hér á hverju ári. Anderson sér auknu jafnfrétti kynjanna allt til foráttu og gagnrýnir í því samhengi hærra menntunarstig kvenna og aukna þátttöku karla í heimilisstörfum. Bæði atriðin séu til þess fallin að grafa undan hefðbundnum, kristilegum fjölskyldugildum. Þá getur hann ekki minnst á Ísland án þess að tala aðeins um Jóhönnu Sigurðardóttur, kynsjúkdóma og notkun okkar á þunglyndislyfjum. Höfuðóvinur Andersons virðist þó vera sósíalisminn í Skandínavíu og skattprósentan á Norðurlöndunum. Lýðræðið sé í því samhengi sérstaklega varasamt enda leiðir það til aukins sósíalisma, að mati hans og Karls Marx. Samsuðu Suðuríkjaprestsins má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir „Við þurfum að snúa aftur til siðferðis Biblíunnar svo að við verðum ekki bastarðaþjóð líkt og Ísland“ Umdeildur baptistaprestur í Arisóna fjallar um Ísland í nýjustu predikun sinni. 27. apríl 2016 14:12 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
„Við þurfum að snúa aftur til siðferðis Biblíunnar svo að við verðum ekki bastarðaþjóð líkt og Ísland“ Umdeildur baptistaprestur í Arisóna fjallar um Ísland í nýjustu predikun sinni. 27. apríl 2016 14:12