Farið að sjá fyrir endann á stjórnarmyndun Heimir Már Pétursson skrifar 21. nóvember 2017 12:56 Það skýrist á næstu tveimur sólarhringum hvort ný ríkisstjórn getur tekið við um komandi helgi. Farið er að sjá fyrir endann á gerð stjórnarsáttmála en enn á eftir að útkljá nokkur stór mál. Formaður Framsóknarflokksins segir vinnuna ganga vel og það skýrist í dag eða á morgun hvenær stofnanir flokkanna verði kallaðar saman til að staðfesta stjórnarsáttmála. Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks funduðu í Ráðherrabústaðnum í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að fundum verði framhaldið í dag. „Þetta gengur ágætlega. Við höfum verið að fara vel yfir þessi málefni og málefnasamning og skoða ólíka þætti. Meðal annars að hitta fólk úr samfélaginu. Gerum eitthvað af því í dag líka,“ segir Sigurður Ingi. En í dag munu formennirnir hitta fulltrúa eldri borgara og öryrkja. Vinnan gengið vel Vinnan við gerð málefnasamnings hefur gengið vel að sögn Sigurðar Inga og hafa þingflokkarnir komið meira að málum undanfarna daga og þingmenn fengið að sjá að minnsta kosti hluta af því sem formennirnir hafa samið um. „Við erum að fara yfir málin og fínstilla og ná saman um ákveðna þætti sem skipta máli. Þess vegna höfum við meðal annars verið að hitta aðila vinnumarkaðarins og slíka aðila. Þar sem að stór verkefni fram undan tengjast því sem þar er að gerast,“ segir Sigurður Ingi. Eftir að formennirnir hafa lagt blessun sína yfir stjórnarsáttmála verður hann kynntur og borinn upp í stofnunum flokkanna. Þá eru formennirnir einnig farnir að leggja línurnar varðandi fjárlög næsta árs. Búast má við að mest verði andstaðan við stjórn þessara flokka innan Vinstri grænna en viðræðurnar hafa tekið lengri tíma en formennirnir gerðu fyrst ráð fyrir. „Þetta er eins og við höfum verið að segja, annars vegar meiri vinna og mikilvægt að vanda sig þar sem það sem lengi á að standa sé vel undirbyggt.“En má segja að málefnasamningur sé á lokametrunum? „Já það má segja að við séum farin að sjá til enda í þeirri vinnu. Ég er bara frekar bjartsýnn á að við náum því núna á næstu dögum.“Gæti orðið til ný ríkisstjórn fyrir helgi? „Ég skal ekki segja hversu hratt það gengur. En það eru líka, eins og þú hefur nefnt, aðrir þætti sem sem þarf að skoða eins og fjárlög. Allt tekur þetta tíma að undirbúa,“ segir Sigurður Ingi. Það skýrist væntanlega eftir daginn í dag eða á morgun hvort ný stjórn getur tekið við um helgina, en þá þyrfti að boða stofnanir flokkanna til fundar á föstudag eða laugardag. Ný stjórn gæti því tekið við á sunnudag ef allt gengur upp, en þó sennilega ekki fyrr en á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku, þar sem fólki er yfirleitt illa við að ný ríkisstjórn taki við völdum á mánudegi. Sigurður Ingi segir að sennilega komi Alþingi saman 4. eða 5. desember. Kosningar 2017 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Það skýrist á næstu tveimur sólarhringum hvort ný ríkisstjórn getur tekið við um komandi helgi. Farið er að sjá fyrir endann á gerð stjórnarsáttmála en enn á eftir að útkljá nokkur stór mál. Formaður Framsóknarflokksins segir vinnuna ganga vel og það skýrist í dag eða á morgun hvenær stofnanir flokkanna verði kallaðar saman til að staðfesta stjórnarsáttmála. Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks funduðu í Ráðherrabústaðnum í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að fundum verði framhaldið í dag. „Þetta gengur ágætlega. Við höfum verið að fara vel yfir þessi málefni og málefnasamning og skoða ólíka þætti. Meðal annars að hitta fólk úr samfélaginu. Gerum eitthvað af því í dag líka,“ segir Sigurður Ingi. En í dag munu formennirnir hitta fulltrúa eldri borgara og öryrkja. Vinnan gengið vel Vinnan við gerð málefnasamnings hefur gengið vel að sögn Sigurðar Inga og hafa þingflokkarnir komið meira að málum undanfarna daga og þingmenn fengið að sjá að minnsta kosti hluta af því sem formennirnir hafa samið um. „Við erum að fara yfir málin og fínstilla og ná saman um ákveðna þætti sem skipta máli. Þess vegna höfum við meðal annars verið að hitta aðila vinnumarkaðarins og slíka aðila. Þar sem að stór verkefni fram undan tengjast því sem þar er að gerast,“ segir Sigurður Ingi. Eftir að formennirnir hafa lagt blessun sína yfir stjórnarsáttmála verður hann kynntur og borinn upp í stofnunum flokkanna. Þá eru formennirnir einnig farnir að leggja línurnar varðandi fjárlög næsta árs. Búast má við að mest verði andstaðan við stjórn þessara flokka innan Vinstri grænna en viðræðurnar hafa tekið lengri tíma en formennirnir gerðu fyrst ráð fyrir. „Þetta er eins og við höfum verið að segja, annars vegar meiri vinna og mikilvægt að vanda sig þar sem það sem lengi á að standa sé vel undirbyggt.“En má segja að málefnasamningur sé á lokametrunum? „Já það má segja að við séum farin að sjá til enda í þeirri vinnu. Ég er bara frekar bjartsýnn á að við náum því núna á næstu dögum.“Gæti orðið til ný ríkisstjórn fyrir helgi? „Ég skal ekki segja hversu hratt það gengur. En það eru líka, eins og þú hefur nefnt, aðrir þætti sem sem þarf að skoða eins og fjárlög. Allt tekur þetta tíma að undirbúa,“ segir Sigurður Ingi. Það skýrist væntanlega eftir daginn í dag eða á morgun hvort ný stjórn getur tekið við um helgina, en þá þyrfti að boða stofnanir flokkanna til fundar á föstudag eða laugardag. Ný stjórn gæti því tekið við á sunnudag ef allt gengur upp, en þó sennilega ekki fyrr en á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku, þar sem fólki er yfirleitt illa við að ný ríkisstjórn taki við völdum á mánudegi. Sigurður Ingi segir að sennilega komi Alþingi saman 4. eða 5. desember.
Kosningar 2017 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira