Þetta segir Salleh Said Keruak, samskipta og margmiðlunarráðherra landsins, í samtali við fréttastofu AFP. Lagið þykir ekki samræmast gildum múslimatrúar, sem meirihluti Malasíubúa aðhyllist. Keruak segir að ráðuneytinu hafi borist fjölmargar kvartanir vegna kynferðislegra texta lagsins.
„Despacito verður ekki spilað á stöðvum í eigu ríkisins vegna kvartana almennings. Textinn er þess eðlis að hann eigi ekki að heyrast,“ segir Said Keruak.
Hann segist jafnframt vona að einkareknar stöðvar í landinu taki ríkið sér til fyrirmyndar.
„Einkareknar stöðvar í Malasí hvetjum við til að ritskoða sjálfar sig.“
Lagið Despacito er vinsælasta lag heims um þessar mundir og er meðal annars mest streymda lag allra tíma, en hlustað hefur verið á lagið yfir 4,6 milljarð sinnum á hinum ýmsu stryemisveitum.
Í Malasíu gilda ströng lög um ritskoðun og hafa yfirvöld áður bannað ýmis lög sem þykja fara yfir strikið.
Lagið er hins vegar ekki bannað hér á landi og því má heyra það, með viðbót söngvarans Justin Bieber, í spilaranum hér fyrir neðan.