Þungt hljóð innan SAF vegna skattabreytinga Jóhann Óli Eiðsson skrifar 31. mars 2017 06:00 Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar, Ívar Ingimarsson, framkvæmdastjóri Óseyrar, Ásberg Jónsson, stofnandi Nordic Visitor, og Hallgrímur Lárusson hjá Snæland Grímsson fluttu framsögur á fundinum. vísir/eyþór „Áform um frekari uppbyggingu verða í uppnámi og samkeppnisstaða mun skekkjast enn frekar. Uppbygging sem nú er hafin mun algjörlega stöðvast á jaðarsvæðunum,“ segir Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Samtökin blésu til félagsfundar með stuttum fyrirvara í gær vegna boðaðra breytinga á virðisaukaskatti. Ríflega hundrað manns mættu á fundinn og var hljóðið í fundarmönnum þungt. Á ársfundi Samtaka atvinnulífsins á miðvikudag boðaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lækkun á efra þrepi virðisaukaskattsins. Þá yrði ferðaþjónustan færð úr neðra skattþrepi yfir í það efra. Sem stendur er neðra þrepið ellefu prósent en eftir breytingu verður hið efra 22 prósent. Fyrirhugað er að breytingin taki gildi um mitt ár 2018.Grímur Sæmundsen, formaður SAFvísir/eyþór„Við mótmælum þessum fordæmalausu áformum sem gjörbreyta rekstrarumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja,“ segir Grímur. Í máli hans kom fram að hann og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, hefðu verið boðuð á fund þar sem þeim voru kynnt áformin. Ekkert samráð hafi verið haft við samtökin og Stjórnstöð ferðamála hafi verið sniðgengin við ákvörðunina. „Við Helga náðum að kreista það fram að reiknimeistarar fjármálaráðuneytisins horfa til þess að ná 16 til 20 nýjum milljörðum af greininni með þessum áformum þegar þau eru að fullu komin til framkvæmda. Þetta kemur til viðbótar þeim 90 milljörðum sem greinin skilar í skatta og gjöld á þessu ári,“ segir Grímur. Hann benti á að ekki væri línulegt samhengi milli aukins fjölda ferðamanna og afkomu greinarinnar. Afkoma fyrirtækja hafi verið verri árið 2016 en árið 2015 þrátt fyrir fjölgun ferðamanna. Breytingin komi verst niður á litlum og meðalstórum fyrirtækjum en þau horfi fram á þrot eða niðurskurð verði áformin að veruleika. „Við munum ekki taka því þegjandi að ríkisstjórnin klúðri því tækifæri sem við höfum skapað og hefur bjargað þessari þjóð frá efnahagshruni,“ segir Grímur. „Í stað þess að taka á svartri atvinnustarfsemi eru álögur auknar á okkur sem erum með hlutina í lagi,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Hvalaskoðunar Reykjavíkur. Hún merki nú þegar færri bókanir og styttri ferðir. „Ferðaþjónustufyrirtæki úti kvarta yfir óstöðugleika því við þurfum sífellt að senda út nýja verðlista vegna breytinga á lögum, kjarasamningum og genginu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
„Áform um frekari uppbyggingu verða í uppnámi og samkeppnisstaða mun skekkjast enn frekar. Uppbygging sem nú er hafin mun algjörlega stöðvast á jaðarsvæðunum,“ segir Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Samtökin blésu til félagsfundar með stuttum fyrirvara í gær vegna boðaðra breytinga á virðisaukaskatti. Ríflega hundrað manns mættu á fundinn og var hljóðið í fundarmönnum þungt. Á ársfundi Samtaka atvinnulífsins á miðvikudag boðaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lækkun á efra þrepi virðisaukaskattsins. Þá yrði ferðaþjónustan færð úr neðra skattþrepi yfir í það efra. Sem stendur er neðra þrepið ellefu prósent en eftir breytingu verður hið efra 22 prósent. Fyrirhugað er að breytingin taki gildi um mitt ár 2018.Grímur Sæmundsen, formaður SAFvísir/eyþór„Við mótmælum þessum fordæmalausu áformum sem gjörbreyta rekstrarumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja,“ segir Grímur. Í máli hans kom fram að hann og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, hefðu verið boðuð á fund þar sem þeim voru kynnt áformin. Ekkert samráð hafi verið haft við samtökin og Stjórnstöð ferðamála hafi verið sniðgengin við ákvörðunina. „Við Helga náðum að kreista það fram að reiknimeistarar fjármálaráðuneytisins horfa til þess að ná 16 til 20 nýjum milljörðum af greininni með þessum áformum þegar þau eru að fullu komin til framkvæmda. Þetta kemur til viðbótar þeim 90 milljörðum sem greinin skilar í skatta og gjöld á þessu ári,“ segir Grímur. Hann benti á að ekki væri línulegt samhengi milli aukins fjölda ferðamanna og afkomu greinarinnar. Afkoma fyrirtækja hafi verið verri árið 2016 en árið 2015 þrátt fyrir fjölgun ferðamanna. Breytingin komi verst niður á litlum og meðalstórum fyrirtækjum en þau horfi fram á þrot eða niðurskurð verði áformin að veruleika. „Við munum ekki taka því þegjandi að ríkisstjórnin klúðri því tækifæri sem við höfum skapað og hefur bjargað þessari þjóð frá efnahagshruni,“ segir Grímur. „Í stað þess að taka á svartri atvinnustarfsemi eru álögur auknar á okkur sem erum með hlutina í lagi,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Hvalaskoðunar Reykjavíkur. Hún merki nú þegar færri bókanir og styttri ferðir. „Ferðaþjónustufyrirtæki úti kvarta yfir óstöðugleika því við þurfum sífellt að senda út nýja verðlista vegna breytinga á lögum, kjarasamningum og genginu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira