Velkomin til Tvídranga Stefán Þór Hjartarson skrifar 31. mars 2017 10:30 Dale Cooper, leikinn af Kyle MacLachlan, innbyrti töluvert mikið magn af kaffi og kleinuhringjum í gegnum seríuna. NORDICPHOTOS/GETTY Þættirnir Tvídrangar eða Twin Peaks voru gífurlega vinsælir þegar þeir voru sýndir í sjónvarpi hér á landi í kringum 1990. Sumir vilja meina að götur Reykjavíkur hafi verið tómar á meðan á sýningu stóð. Þessar gífurlegu vinsældir má vafalaust rekja til aðkomu Sigurjóns Sighvatssonar að þáttunum, en fyrirtæki hans, Propaganda Films, var eitt þeirra fyrirtækja sem framleiddu þættina. Íslenskur kór hljómaði í nokkrum þáttum seríunnar og táknaði háværa íslenska gesti á The Real Great Northern Hotel. Einnig sá Heba Þóris um förðun og Hjörtur Grétarsson var aðstoðartökumaður í Fire Walk with Me, kvikmyndinni sem var gerð í kjölfar þáttanna og fjallaði um forsögu þáttanna. Við elskum auðvitað Íslandstengingar. Þann 21. maí næstkomandi munu hefja göngu sína nýir Twin Peaks þættir. Líklega er um framhald að ræða sem fylgir eftir ferðalagi Dales Cooper, löggunnar elskulegu úr gömlu góðu þáttunum. En afar lítið er raunar vitað um hvers eðlis þessir nýju þættir verða enda hafa allar stiklur og efni sem gefið hefur verið út um þá verið vægast sagt óupplýsandi og dularfullt – en það fellur gjörsamlega að stíl heilans bakvið Twin Peaks, meistara Davids Lynch. Hann vill oft vera dulítið óræður og því til sönnunar er hægt að tína til nánast allar myndirnar hans. Ragnheiður Ösp formaður áhugamannafélags um Tvídranga.Mynd/Ragnar FreyrStemmingin heillaði „Ég byrjaði að horfa á Twin Peaks þegar ég var níu ára, með pabba mínum. Það var aðeins öðruvísi stemming þá, það fengu allir að horfa á Twin Peaks enda allir að tala um þættina. Ég var líklega í fimmta bekk en fékk samt að fylgjast með þrátt fyrir að þetta sé þessi hrollvekja og kannski ekki alveg við hæfi barna,“ segir Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir, formaður áhugamannafélags um Tvídranga.Hvað er það sem heillaði þig svona? „Ætli það hafi ekki verið þetta samspil af öllu „hæpinu“ í kringum þetta á þessum tíma og síðan er í þáttunum spenna, hrollvekja, ástarævintýri... bara allur pakkinn. Síðan er eitthvað rosalega heillandi við hugarheim Davids Lynch sem hefur heillað mig síðan þá. Hann er algjör snillingur í að skapa stemmingu – samspilið af öllu; tónlistin, stemmingin, sögu- þráðurinn, leikararnir – það er allur pakkinn.“ Í Bíó Paradís verður Twin Peaks í aðalhlutverki um helgina en Fire Walk with Me verður sýnd og auk þess Twin Peaks: The Missing Pieces þar sem eyddar senur úr Fire Walk with Me hafa verið splæstar saman í nýja sögu. Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Sjá meira
Þættirnir Tvídrangar eða Twin Peaks voru gífurlega vinsælir þegar þeir voru sýndir í sjónvarpi hér á landi í kringum 1990. Sumir vilja meina að götur Reykjavíkur hafi verið tómar á meðan á sýningu stóð. Þessar gífurlegu vinsældir má vafalaust rekja til aðkomu Sigurjóns Sighvatssonar að þáttunum, en fyrirtæki hans, Propaganda Films, var eitt þeirra fyrirtækja sem framleiddu þættina. Íslenskur kór hljómaði í nokkrum þáttum seríunnar og táknaði háværa íslenska gesti á The Real Great Northern Hotel. Einnig sá Heba Þóris um förðun og Hjörtur Grétarsson var aðstoðartökumaður í Fire Walk with Me, kvikmyndinni sem var gerð í kjölfar þáttanna og fjallaði um forsögu þáttanna. Við elskum auðvitað Íslandstengingar. Þann 21. maí næstkomandi munu hefja göngu sína nýir Twin Peaks þættir. Líklega er um framhald að ræða sem fylgir eftir ferðalagi Dales Cooper, löggunnar elskulegu úr gömlu góðu þáttunum. En afar lítið er raunar vitað um hvers eðlis þessir nýju þættir verða enda hafa allar stiklur og efni sem gefið hefur verið út um þá verið vægast sagt óupplýsandi og dularfullt – en það fellur gjörsamlega að stíl heilans bakvið Twin Peaks, meistara Davids Lynch. Hann vill oft vera dulítið óræður og því til sönnunar er hægt að tína til nánast allar myndirnar hans. Ragnheiður Ösp formaður áhugamannafélags um Tvídranga.Mynd/Ragnar FreyrStemmingin heillaði „Ég byrjaði að horfa á Twin Peaks þegar ég var níu ára, með pabba mínum. Það var aðeins öðruvísi stemming þá, það fengu allir að horfa á Twin Peaks enda allir að tala um þættina. Ég var líklega í fimmta bekk en fékk samt að fylgjast með þrátt fyrir að þetta sé þessi hrollvekja og kannski ekki alveg við hæfi barna,“ segir Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir, formaður áhugamannafélags um Tvídranga.Hvað er það sem heillaði þig svona? „Ætli það hafi ekki verið þetta samspil af öllu „hæpinu“ í kringum þetta á þessum tíma og síðan er í þáttunum spenna, hrollvekja, ástarævintýri... bara allur pakkinn. Síðan er eitthvað rosalega heillandi við hugarheim Davids Lynch sem hefur heillað mig síðan þá. Hann er algjör snillingur í að skapa stemmingu – samspilið af öllu; tónlistin, stemmingin, sögu- þráðurinn, leikararnir – það er allur pakkinn.“ Í Bíó Paradís verður Twin Peaks í aðalhlutverki um helgina en Fire Walk with Me verður sýnd og auk þess Twin Peaks: The Missing Pieces þar sem eyddar senur úr Fire Walk with Me hafa verið splæstar saman í nýja sögu.
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Sjá meira