Lögreglan hleraði grunaða fíkniefnasmyglara Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 10:42 Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk heimild héraðsdóms Reykjaness til að koma fyrir eftirfararbúnaði og hljóðupptöku í bifreið og farsíma tveggja erlendra karlmanna sem ákærðir eru fyrir að hafa smyglað talsverðu magni af sterkum fíkniefnum til landsins í apríl síðastliðnum með ferjunni Norrænu. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar sem staðfesti í gær áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur allt til 7. september næstkomandi. Mennirnir komu til landsins með Norrænu þann 25. apríl síðastliðinn. Bifreið mannanna vakti athygli lögreglu og tollvarða og var þá tekin til frekari skoðunar og vöknuðu grunsemdir um að í bílnum væru falin fíkniefni. Í framhaldinu fékk lögregla heimild til að koma fyrir eftirlitsbúnaði og hljóðupptöku í bílnum sem og í farsíma annars mannsins. Bílnum hafi síðan verið fylgt eftir til Reykjavíkur og hafi henni verið ekið til Keflavíkur þar sem hinn ákærði einstaklingurinn í málinu hafi verið sóttur.Þrjú kíló af mjög sterku MDMA Hinn 27. apríl hafi þeir ekið í verslun, keypt þar topplyklasett, sexkanta, nælonhanska, skrúfjárn og vigt. Lögreglan telur að ætlunin hafi verið að nota þessi verkfæri til að ná fíkniefnunum úr bílnum. Mennirnir voru handteknir síðdegis sama dag á gistiheimili með rúmlega eitt kíló af MDMA. Þegar þeir voru handteknir hafði annar ákærðu sett um helming efnanna inn á vasa á yfirhöfn sinni. Við leit í bílnum fundust um tvö kíló af MDMA í samskonar pakkningum og þau efni sem fundust í herbergi gistiheimilisins. Samkvæmt niðurstöðu Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði er um mjög sterkt efni að ræða, en styrkur fíkniefnisins MDMA í sýninu hafi verið 80-81%, sem samsvari 95-96% af MDMA-klóríði. Mennirnir neita báðir sök í málinu. Þeir hafa verið ákærðir í málinu og setið í gæsluvarðhaldi frá 28. apríl. Hægt er að lesa dóm Hæstaréttar í málinu hér og hér.Mikið um fíkniefnasmygl það sem af er ári Það sem af er ári hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum lagt hald á mikið magn fíkniefna og mun meira en á sama tíma á síðasta ári. öllum tilvikum hafa efnin fundist við tollleit á farþegum á leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar, ýmist í farangri eða innvortis. Alls hefur hald verið lagt á 16203,48 gr. af kókaíni af mismunandi styrkleika og 1950 ml af fljótandi kókaíni. Samkvæmt mati rannsóknarstofu samsvarar magn fljótandi kókaínsins 4500 gr. af kókaíni í neyslustyrkleika. Þá voru haldlagðir 700 ml af fljótandi amfetamíni sem samkvæmt mati rannsóknarstofu samsvara 6998 gr. af efninu í neyslustyrkleika. Loks var lagt hald á 196.5 gr. af metamfetamíni og 0.19 gr. af hassi. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn þessara mála. Um 20 sakamál er að ræða en sakborningar voru erlendir ríkisborgarar nánast í öllum tilvikum. Þeir hafa allir setið í gæsluvarðahaldi meðan á rannsókn og ákærumeðferð hefur staðið. Tengdar fréttir Löggan vissi af dópinu Tveir pólskir menn eru í haldi grunaðir um innflutning á töluverðu magni fíkniefna. Annar óttaðist það að fíkniefnahundar kæmu upp um smyglið. 5. maí 2017 07:00 Tveir menn í haldi grunaðir um að smygla nokkrum kílóum af sterkum fíkniefnum Földu efnin í bíl sem komið var með til landsins með Norrænu. 4. maí 2017 13:01 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk heimild héraðsdóms Reykjaness til að koma fyrir eftirfararbúnaði og hljóðupptöku í bifreið og farsíma tveggja erlendra karlmanna sem ákærðir eru fyrir að hafa smyglað talsverðu magni af sterkum fíkniefnum til landsins í apríl síðastliðnum með ferjunni Norrænu. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar sem staðfesti í gær áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur allt til 7. september næstkomandi. Mennirnir komu til landsins með Norrænu þann 25. apríl síðastliðinn. Bifreið mannanna vakti athygli lögreglu og tollvarða og var þá tekin til frekari skoðunar og vöknuðu grunsemdir um að í bílnum væru falin fíkniefni. Í framhaldinu fékk lögregla heimild til að koma fyrir eftirlitsbúnaði og hljóðupptöku í bílnum sem og í farsíma annars mannsins. Bílnum hafi síðan verið fylgt eftir til Reykjavíkur og hafi henni verið ekið til Keflavíkur þar sem hinn ákærði einstaklingurinn í málinu hafi verið sóttur.Þrjú kíló af mjög sterku MDMA Hinn 27. apríl hafi þeir ekið í verslun, keypt þar topplyklasett, sexkanta, nælonhanska, skrúfjárn og vigt. Lögreglan telur að ætlunin hafi verið að nota þessi verkfæri til að ná fíkniefnunum úr bílnum. Mennirnir voru handteknir síðdegis sama dag á gistiheimili með rúmlega eitt kíló af MDMA. Þegar þeir voru handteknir hafði annar ákærðu sett um helming efnanna inn á vasa á yfirhöfn sinni. Við leit í bílnum fundust um tvö kíló af MDMA í samskonar pakkningum og þau efni sem fundust í herbergi gistiheimilisins. Samkvæmt niðurstöðu Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði er um mjög sterkt efni að ræða, en styrkur fíkniefnisins MDMA í sýninu hafi verið 80-81%, sem samsvari 95-96% af MDMA-klóríði. Mennirnir neita báðir sök í málinu. Þeir hafa verið ákærðir í málinu og setið í gæsluvarðhaldi frá 28. apríl. Hægt er að lesa dóm Hæstaréttar í málinu hér og hér.Mikið um fíkniefnasmygl það sem af er ári Það sem af er ári hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum lagt hald á mikið magn fíkniefna og mun meira en á sama tíma á síðasta ári. öllum tilvikum hafa efnin fundist við tollleit á farþegum á leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar, ýmist í farangri eða innvortis. Alls hefur hald verið lagt á 16203,48 gr. af kókaíni af mismunandi styrkleika og 1950 ml af fljótandi kókaíni. Samkvæmt mati rannsóknarstofu samsvarar magn fljótandi kókaínsins 4500 gr. af kókaíni í neyslustyrkleika. Þá voru haldlagðir 700 ml af fljótandi amfetamíni sem samkvæmt mati rannsóknarstofu samsvara 6998 gr. af efninu í neyslustyrkleika. Loks var lagt hald á 196.5 gr. af metamfetamíni og 0.19 gr. af hassi. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn þessara mála. Um 20 sakamál er að ræða en sakborningar voru erlendir ríkisborgarar nánast í öllum tilvikum. Þeir hafa allir setið í gæsluvarðahaldi meðan á rannsókn og ákærumeðferð hefur staðið.
Tengdar fréttir Löggan vissi af dópinu Tveir pólskir menn eru í haldi grunaðir um innflutning á töluverðu magni fíkniefna. Annar óttaðist það að fíkniefnahundar kæmu upp um smyglið. 5. maí 2017 07:00 Tveir menn í haldi grunaðir um að smygla nokkrum kílóum af sterkum fíkniefnum Földu efnin í bíl sem komið var með til landsins með Norrænu. 4. maí 2017 13:01 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Löggan vissi af dópinu Tveir pólskir menn eru í haldi grunaðir um innflutning á töluverðu magni fíkniefna. Annar óttaðist það að fíkniefnahundar kæmu upp um smyglið. 5. maí 2017 07:00
Tveir menn í haldi grunaðir um að smygla nokkrum kílóum af sterkum fíkniefnum Földu efnin í bíl sem komið var með til landsins með Norrænu. 4. maí 2017 13:01