Lífið

Sigurvegarar söngkeppni framhaldsskólanna gefa frá sér fallega ábreiðu af lagi Bjarkar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Virkilega falleg útgáfa af laginu Hyperballad.
Virkilega falleg útgáfa af laginu Hyperballad.
Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir, Elín Sif Halldórsdóttir og Guðrún Ólafsdóttir skipa söng-tríóið Náttsól en í gær sendu þær frá sér sína eigin útgáfu af laginu Hyperballad eftir Björk.

Árið 2016 sigruðu þær söngkeppni framhaldsskólanna með laginu og segja að alltaf hafi staðið til að taka það upp. Nú hefur afrakstur þeirrar vinnu litið dagsins ljós auk tónlistarmyndbands sem smíðað var við lagið og má sjá hér að neðan. 

Hyperballad er hins vegar bara byrjunin. Í vor flaug Náttsól, ásamt vel völdum tónlistarmönnum, út til Þýskalands þar sem grunnurinn af fyrstu plötu hljómsveitarinnar var tekinn upp. Síðan þá hefur platan verið í vinnslu og er hún væntanleg í nóvember. 

„Við ákváðum að senda hyperballad frá okkur fyrst af því að það lag hefur fylgt okkur alveg frá upphafi en við byrjuðum að spila saman sem listhópur hjá Hinu húsinu sumarið 2015”, segir Guðrún.  

Það er þó ekki langt í að fólk fái að heyra eigið efni hljómsveitarinnar en Náttsól stefnir að því að senda frá sér tvö lög í viðbót áður en platan kemur út.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×