Formaður Félags framhaldsskólakennara gagnrýnir hugmyndir um einkarekna skóla og árangurstengd laun Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 15:55 Guðríður er alls ekki sammála Áslaugu Örnu og lét það í ljós í nýjum skoðanapistli á Vísi. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, gagnrýnir hugmyndir Áslaugar Örnu um að fjölga einkareknum skólum til að draga úr kennaraskorti. Segir hún að sama krónan verði notuð til að reka skóla í opinberum rekstri sem og í einkarekstri. Lausn hennar feli því ekki í sér ódýrari kost. „Það er ekkert ódýrara að reka einkaskóla og við má bæta að illa reknum einkaskóla er hvort eð er reddað af hinu opinbera ef reksturinn kemst í þrot,“ segir í skoðanapistli Guðríðar. Guðríður leggur áherslu a að leik- og grunnskólar séu undirfjármagnaðir af sveitarfélögunum og að kennarar séu að fá langt um minni laun en aðrir háskólamenntaðir einstaklingar hjá hinu opinbera.Hættuleg hugmynd Guðríður gagnrýnir einnig hugmyndir Áslaugar um árangurstengd laun. Hún segir að erfitt sé að meta frammistöðu kennara. Hún segir hugmyndina vera hættulega og líkir þessu við að bæta við launatengdu hvatakerfi fyrir lækna. „Eiga læknar að fá greitt fyrir fjölda aðgerða sem þeir ná að ljúka á degi hverjum? Eða á að lækka þá í launum ef tiltekinn fjöldi sjúklinga fær sýkingu í kjölfar aðgerðar? Það var brugðist við læknaskorti vorið 2015 með því að hækka laun lækna myndarlega. Það virkaði. Auðvitað hafa starfsaðstæður mikið að segja en reynslan hefur sýnt að það eru launin sem hafa allt að segja um það hvernig gengur að manna stöður,“ segir í pistli Guðríðar.Þörf á endurskoðun Hún telur þó að það þurfi mjög svo að endurskoða kjarasamninga kennara og auka fresli þeirra til að ráðstafa sínum vinnutíma. Meta þurfi aukið álag sem núverandi menntastefna fyrir í sér og þann tíma sem fer í samskipti kennara við heimili, nemendur og stuðningsnet þeirra í grunnskóla. Þá þurfi sérstaklega að hækka laun kennara og gera þau samkeppnishæf. „Það er fyrst og síðast það sem kemur raunverulega í veg fyrir að menntakerfinu blæði út,“ segir Guðríður að lokum. Tengdar fréttir Segir hugmyndir Áslaugar Örnu gamlar klisjur Formaður Félags grunnskólakennara er ekki sammála hugmyndum formanns allsherjar- og menntamálanefndar um fjölbreytt rekstrarform í skólakerfinu. 15. ágúst 2017 13:00 Eiga einkaskólar og umbun að fjölga kennurum? Og hvernig ætlum við að meta frammistöðu kennara? Á grundvelli einkunna? Á grundvelli líðanar nemenda? Fjöldi nemenda? 15. ágúst 2017 14:48 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, gagnrýnir hugmyndir Áslaugar Örnu um að fjölga einkareknum skólum til að draga úr kennaraskorti. Segir hún að sama krónan verði notuð til að reka skóla í opinberum rekstri sem og í einkarekstri. Lausn hennar feli því ekki í sér ódýrari kost. „Það er ekkert ódýrara að reka einkaskóla og við má bæta að illa reknum einkaskóla er hvort eð er reddað af hinu opinbera ef reksturinn kemst í þrot,“ segir í skoðanapistli Guðríðar. Guðríður leggur áherslu a að leik- og grunnskólar séu undirfjármagnaðir af sveitarfélögunum og að kennarar séu að fá langt um minni laun en aðrir háskólamenntaðir einstaklingar hjá hinu opinbera.Hættuleg hugmynd Guðríður gagnrýnir einnig hugmyndir Áslaugar um árangurstengd laun. Hún segir að erfitt sé að meta frammistöðu kennara. Hún segir hugmyndina vera hættulega og líkir þessu við að bæta við launatengdu hvatakerfi fyrir lækna. „Eiga læknar að fá greitt fyrir fjölda aðgerða sem þeir ná að ljúka á degi hverjum? Eða á að lækka þá í launum ef tiltekinn fjöldi sjúklinga fær sýkingu í kjölfar aðgerðar? Það var brugðist við læknaskorti vorið 2015 með því að hækka laun lækna myndarlega. Það virkaði. Auðvitað hafa starfsaðstæður mikið að segja en reynslan hefur sýnt að það eru launin sem hafa allt að segja um það hvernig gengur að manna stöður,“ segir í pistli Guðríðar.Þörf á endurskoðun Hún telur þó að það þurfi mjög svo að endurskoða kjarasamninga kennara og auka fresli þeirra til að ráðstafa sínum vinnutíma. Meta þurfi aukið álag sem núverandi menntastefna fyrir í sér og þann tíma sem fer í samskipti kennara við heimili, nemendur og stuðningsnet þeirra í grunnskóla. Þá þurfi sérstaklega að hækka laun kennara og gera þau samkeppnishæf. „Það er fyrst og síðast það sem kemur raunverulega í veg fyrir að menntakerfinu blæði út,“ segir Guðríður að lokum.
Tengdar fréttir Segir hugmyndir Áslaugar Örnu gamlar klisjur Formaður Félags grunnskólakennara er ekki sammála hugmyndum formanns allsherjar- og menntamálanefndar um fjölbreytt rekstrarform í skólakerfinu. 15. ágúst 2017 13:00 Eiga einkaskólar og umbun að fjölga kennurum? Og hvernig ætlum við að meta frammistöðu kennara? Á grundvelli einkunna? Á grundvelli líðanar nemenda? Fjöldi nemenda? 15. ágúst 2017 14:48 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Segir hugmyndir Áslaugar Örnu gamlar klisjur Formaður Félags grunnskólakennara er ekki sammála hugmyndum formanns allsherjar- og menntamálanefndar um fjölbreytt rekstrarform í skólakerfinu. 15. ágúst 2017 13:00
Eiga einkaskólar og umbun að fjölga kennurum? Og hvernig ætlum við að meta frammistöðu kennara? Á grundvelli einkunna? Á grundvelli líðanar nemenda? Fjöldi nemenda? 15. ágúst 2017 14:48