Svala fékk lága einkunn frá blaðamönnum: „Þetta var ekki svo hrífandi“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. maí 2017 15:39 Svala Björgvinsdóttir á sviði í Kænugarði. Eurovision „Þetta var ekki svo hrífandi,“ sagði blaðamaður Eurovision-vefsins ESC Today um æfingu Svölu Björgvinsdóttir í Kænugarði í Úkraínu í gær. Að hans mati er lagið hennar, Paper, ekki grípandi og atriðið frekar bragðlaust. 35 blaðamenn greiddu atkvæði um níu keppendur sem æfðu í Kænugarði í gær og endaði Svala í næst síðasta sæti með ellefu stig, fimm stigum á undan Tékklandi sem var neðst með sex stig. Hver blaðamaður gaf uppáhaldsatriðinu sínu fimm stig, næst besta þrjú stig og því þriðja besta eitt stig. Armenía fékk 100 stig í þessari könnun, Moldovía 69 stig og Kýpur 40 stig.Svala mun stíga á svið á fyrra undankvöldi Eurovison níunda maí næstkomandi. Verður hún þrettánda á svið. Sá sem fór yfir frammistöðu hennar í beinni útsendingu á Facebook-síðu ESC Today sagði atriði Svölu vera keimlíkt framlögum Íslands síðustu tveggja ára. Dökkt yfirbragð og norðurljósabjarmi á sviðinu. „Ef það var ekki nóg fyrir síðustu tvö ár,“ sagði blaðamaðurinn sem sagði atriði Svölu afar einfalt og það sé í raun ekkert sérstakt við Svölu og að hún muni eiga erfitt með að skara fram úr fjöldanum. Hann sagði Svölu vera fínustu söngkonu og geta hreyft sig á sviði en lagið sé ekki eins grípandi og það pólska sem einnig er sungið af afar góðri ljóshærðri söngkonu.Hann vildi þó meina að það væri meiri tilfinning í pólska framlaginu á meðan það íslenska sé kaldara. „Svala eins og margir segir lagið sitt afar persónulegt og hún sé að koma mikilvægum boðskap á framfæri og þess vegna þurfi hún að vera ein á sviðinu, en þetta virkar ekki fyrir alla,“ sagði blaðamaðurinn. Hægt er að hlusta á það sem hann hefur um atriði Svölu að segja hér fyrir neðan en umræðan um atriði Svölu hefst þegar 12 mínútur eru liðnar af myndbandinu:Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis. Eurovision Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Sjá meira
„Þetta var ekki svo hrífandi,“ sagði blaðamaður Eurovision-vefsins ESC Today um æfingu Svölu Björgvinsdóttir í Kænugarði í Úkraínu í gær. Að hans mati er lagið hennar, Paper, ekki grípandi og atriðið frekar bragðlaust. 35 blaðamenn greiddu atkvæði um níu keppendur sem æfðu í Kænugarði í gær og endaði Svala í næst síðasta sæti með ellefu stig, fimm stigum á undan Tékklandi sem var neðst með sex stig. Hver blaðamaður gaf uppáhaldsatriðinu sínu fimm stig, næst besta þrjú stig og því þriðja besta eitt stig. Armenía fékk 100 stig í þessari könnun, Moldovía 69 stig og Kýpur 40 stig.Svala mun stíga á svið á fyrra undankvöldi Eurovison níunda maí næstkomandi. Verður hún þrettánda á svið. Sá sem fór yfir frammistöðu hennar í beinni útsendingu á Facebook-síðu ESC Today sagði atriði Svölu vera keimlíkt framlögum Íslands síðustu tveggja ára. Dökkt yfirbragð og norðurljósabjarmi á sviðinu. „Ef það var ekki nóg fyrir síðustu tvö ár,“ sagði blaðamaðurinn sem sagði atriði Svölu afar einfalt og það sé í raun ekkert sérstakt við Svölu og að hún muni eiga erfitt með að skara fram úr fjöldanum. Hann sagði Svölu vera fínustu söngkonu og geta hreyft sig á sviði en lagið sé ekki eins grípandi og það pólska sem einnig er sungið af afar góðri ljóshærðri söngkonu.Hann vildi þó meina að það væri meiri tilfinning í pólska framlaginu á meðan það íslenska sé kaldara. „Svala eins og margir segir lagið sitt afar persónulegt og hún sé að koma mikilvægum boðskap á framfæri og þess vegna þurfi hún að vera ein á sviðinu, en þetta virkar ekki fyrir alla,“ sagði blaðamaðurinn. Hægt er að hlusta á það sem hann hefur um atriði Svölu að segja hér fyrir neðan en umræðan um atriði Svölu hefst þegar 12 mínútur eru liðnar af myndbandinu:Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.
Eurovision Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Sjá meira