Eyddi milljónum í starfsmann til að lesa upp línur sínar Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2017 16:35 Johnny Depp. Vísir/Getty Leikarinn Johnny Depp er sagður hafa varið milljónum króna í að hafa starfsmann á launum allan ársins hring til að lesa línur hans upp fyrir hann þegar hann er í tökum. Þannig gæti hann komist hjá því að læra þær. Það eru nýjustu uppljóstranirnar í deilu hans og fyrrverandi umboðsskrifstofu hans. 13. janúar síðastliðinn stefndi leikarinn fyrirtækinu The Management Group, eða TMG, fyrir að hafa haft af honum tugi milljóna dollara með svikum. Hann sakaði fyrirtækið um að hafa farið illa með fjármuni hans, tekið lán án hans samþykkis og falið þetta allt saman fyrir honum. Fyrirtækið sagði eyðslusaman lífsstíl Depp vera ástæðu þess að hann væri í fjárhagsvandræðum.Sjá einnig: Segja fáránlega eyðslusaman lífsstíl ástæðu fjárhagserfiðleika Johnny DeppHollywood Reporter komst yfir breytta stefnu TMG gegn Depp, þar sem lögmenn segja Depp hafa hunsað allar viðvaranir og heimtað fjármagn til að viðhalda lífstíl sínum. Þá kemur fram að systir Depp, Elisa Christie Dembrowski hafi samþykkt eyðslu hans. Meðal þess sem leikarinn hefur keypt eru 14 íbúðarhúsnæði, 45 eðalbílar, 70 sjaldgæfir gítarar og gífurlegt magn af minjagripum frá Hollywood sem hafi fyllt tólf geymslur. Enn fremur heldur TMG því fram að Depp hafi ítrekað logið að almenningi og yfirvöldum til að komast undan afleiðingum gjörða sinna. Það sem meira er þá fer fyrirtækið fram á að leikarinn sæti geðrannsókn vegna eyðslu sinnar. Varðandi starfsmanninn sem les upp línur Depp, er rifjað upp á vef Vulture viðtal við leikkonuna Kirsten Dunst frá árinu 2008. Þar sagði hún að Depp væri sífellt að hlusta á tónlist þegar tökur væru í gangi, því hann væri alltaf með einhverskonar hlustunarbúnað í eyranu. Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið „Fortíðin er þarna, beint fyrir framan nefið á okkur“ Menning Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Sjá meira
Leikarinn Johnny Depp er sagður hafa varið milljónum króna í að hafa starfsmann á launum allan ársins hring til að lesa línur hans upp fyrir hann þegar hann er í tökum. Þannig gæti hann komist hjá því að læra þær. Það eru nýjustu uppljóstranirnar í deilu hans og fyrrverandi umboðsskrifstofu hans. 13. janúar síðastliðinn stefndi leikarinn fyrirtækinu The Management Group, eða TMG, fyrir að hafa haft af honum tugi milljóna dollara með svikum. Hann sakaði fyrirtækið um að hafa farið illa með fjármuni hans, tekið lán án hans samþykkis og falið þetta allt saman fyrir honum. Fyrirtækið sagði eyðslusaman lífsstíl Depp vera ástæðu þess að hann væri í fjárhagsvandræðum.Sjá einnig: Segja fáránlega eyðslusaman lífsstíl ástæðu fjárhagserfiðleika Johnny DeppHollywood Reporter komst yfir breytta stefnu TMG gegn Depp, þar sem lögmenn segja Depp hafa hunsað allar viðvaranir og heimtað fjármagn til að viðhalda lífstíl sínum. Þá kemur fram að systir Depp, Elisa Christie Dembrowski hafi samþykkt eyðslu hans. Meðal þess sem leikarinn hefur keypt eru 14 íbúðarhúsnæði, 45 eðalbílar, 70 sjaldgæfir gítarar og gífurlegt magn af minjagripum frá Hollywood sem hafi fyllt tólf geymslur. Enn fremur heldur TMG því fram að Depp hafi ítrekað logið að almenningi og yfirvöldum til að komast undan afleiðingum gjörða sinna. Það sem meira er þá fer fyrirtækið fram á að leikarinn sæti geðrannsókn vegna eyðslu sinnar. Varðandi starfsmanninn sem les upp línur Depp, er rifjað upp á vef Vulture viðtal við leikkonuna Kirsten Dunst frá árinu 2008. Þar sagði hún að Depp væri sífellt að hlusta á tónlist þegar tökur væru í gangi, því hann væri alltaf með einhverskonar hlustunarbúnað í eyranu.
Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið „Fortíðin er þarna, beint fyrir framan nefið á okkur“ Menning Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Sjá meira