Hætta á að hinsegin eldri borgarar fari aftur inn í skápinn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. mars 2017 20:00 Samtökin 78 skipuðu fyrr á árinu sérstakan samstarfshóp um málefni hinsegin eldri borgara, en það er falinn hópur í samfélaginu. Formaður hópsins segir dæmi um að eldri borgarar fari aftur inn í skápinn þegar þeir fara á öldrunarheimili þar sem þar sem þar vanti stórlega upp á fagþekkingu á málefnum þeirra. Í nútímasamfélagi flytja flestir eldri borgarar á einhverjum tímapunkti á dvalar - eða öldrunarheimili, en nú er svo komið að sú kynslóð sem fyrst barðist fyrir réttindum hinsegin fólks hér á landi er komin á efri ár. „Við stofunuðum þennan hóp um að eldast hinsegin í íslensku samfélagi vegna þess að það vantar í rauninni bara alla umræðu um þessi mál. Við höfum séð að það er verið að tala um þessi málefni í löndunum í kringum okkur og viljum ekki missa af lestinni. Það er mjög lítil vitneskja um þetta, það er lítið talað um þetta og fagfólk er illa upplýst,“ segir Benedikt Traustason, formaður starfshóps um að eldast hinsegin. Margir gera sér ekki grein fyrir að eldri borgarar geti verið hinsegin Hann bendir á að í nýútgefinni starfsáætlun um málefni eldri borgara sé ekki minnst orði á hinsegin fólk. Margir geri sér hreinlega ekki grein fyrir því að eldri borgarar geti líka verið hinsegin. „Fólk segir við okkur, sem hefur kannski starfað við þetta í tuttugu ár, að það hafi aldrei hitt hinsegin einstakling inni á sinni stofnun eða unnið með slíkum einstaklingi. Það er augljóslega ekki rétt. Það er bara fólk sem hefur ekki þorað að segja frá því. Hættan er bara að fólk fari aftur inn í skápinn ef það er í umhverfi sem því líður ekki vel í. Við þekkjum dæmi um að fólk hafi komið inn á hjúkrunarheimili, kannski maka, og það þorir ekki að segja að þetta sé einhver sem það hafi verið með í áraraðir,“ segir Benedikt.Fólk sem hefur þolað margt á að fá að blómstra á eigin forsendum Á næstu mánuðum mun starfshópurinn standa fyrir fræðslu og vitundarvakningu um málefnið. „Við stefnum á að undirbúa fræðslu sem hægt er að fara með til fagaðila og þeirra sem taka ákvarðanir í þessum efnum, svo þeir geti nýtt sér það í sínu starfi og verið meðvitaðir,“ segir Benedikt. Hann bendir á að þessir einstaklingar hafi verið í eldlínunni lengi og hafi margir barist fyrir réttindum þeirra sem yngri eru. „Þetta er fólk sem er búið að þola margt og á það bara skilið að fá þá umönnun sem það þarf og að fá að blómstra á sínum eigin forsendum. Mér finnst að við sem yngri erum, að við skuldum þeim eftir alla þá réttindabaráttu sem þau hafa unnið fyrir okkur og við njótum góðs af í dag, að það sé komið að okkur að berjast fyrir réttindum þeirra.“ Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira
Samtökin 78 skipuðu fyrr á árinu sérstakan samstarfshóp um málefni hinsegin eldri borgara, en það er falinn hópur í samfélaginu. Formaður hópsins segir dæmi um að eldri borgarar fari aftur inn í skápinn þegar þeir fara á öldrunarheimili þar sem þar sem þar vanti stórlega upp á fagþekkingu á málefnum þeirra. Í nútímasamfélagi flytja flestir eldri borgarar á einhverjum tímapunkti á dvalar - eða öldrunarheimili, en nú er svo komið að sú kynslóð sem fyrst barðist fyrir réttindum hinsegin fólks hér á landi er komin á efri ár. „Við stofunuðum þennan hóp um að eldast hinsegin í íslensku samfélagi vegna þess að það vantar í rauninni bara alla umræðu um þessi mál. Við höfum séð að það er verið að tala um þessi málefni í löndunum í kringum okkur og viljum ekki missa af lestinni. Það er mjög lítil vitneskja um þetta, það er lítið talað um þetta og fagfólk er illa upplýst,“ segir Benedikt Traustason, formaður starfshóps um að eldast hinsegin. Margir gera sér ekki grein fyrir að eldri borgarar geti verið hinsegin Hann bendir á að í nýútgefinni starfsáætlun um málefni eldri borgara sé ekki minnst orði á hinsegin fólk. Margir geri sér hreinlega ekki grein fyrir því að eldri borgarar geti líka verið hinsegin. „Fólk segir við okkur, sem hefur kannski starfað við þetta í tuttugu ár, að það hafi aldrei hitt hinsegin einstakling inni á sinni stofnun eða unnið með slíkum einstaklingi. Það er augljóslega ekki rétt. Það er bara fólk sem hefur ekki þorað að segja frá því. Hættan er bara að fólk fari aftur inn í skápinn ef það er í umhverfi sem því líður ekki vel í. Við þekkjum dæmi um að fólk hafi komið inn á hjúkrunarheimili, kannski maka, og það þorir ekki að segja að þetta sé einhver sem það hafi verið með í áraraðir,“ segir Benedikt.Fólk sem hefur þolað margt á að fá að blómstra á eigin forsendum Á næstu mánuðum mun starfshópurinn standa fyrir fræðslu og vitundarvakningu um málefnið. „Við stefnum á að undirbúa fræðslu sem hægt er að fara með til fagaðila og þeirra sem taka ákvarðanir í þessum efnum, svo þeir geti nýtt sér það í sínu starfi og verið meðvitaðir,“ segir Benedikt. Hann bendir á að þessir einstaklingar hafi verið í eldlínunni lengi og hafi margir barist fyrir réttindum þeirra sem yngri eru. „Þetta er fólk sem er búið að þola margt og á það bara skilið að fá þá umönnun sem það þarf og að fá að blómstra á sínum eigin forsendum. Mér finnst að við sem yngri erum, að við skuldum þeim eftir alla þá réttindabaráttu sem þau hafa unnið fyrir okkur og við njótum góðs af í dag, að það sé komið að okkur að berjast fyrir réttindum þeirra.“
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira