Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. júlí 2017 11:57 Frá Hornströndum. vísir/guðmundur þ. egilsson Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. Því var fagnað í morgun að skipið væri fyrsta skemmtiferðaskipið sem leggst að bryggju á Akranesi. Skemmtiferðaskipið heitir Leborial og er skráð í Frakklandi, kom frá Grænlandi í gær. 181 farþegi er um borð auk áhafnar. Skipið sigldi inn í Veiðileysufjörð þar sem það kastaði akkeri og var svo öllum farþegum siglt í land á minni bátum þar sem þeim var hleypt frá borði á Steinólfsstöðum. Fréttastofan hefur fengið staðfest að skipið var ótollskoðað þegar farþegar þess fóru í land á friðlýstu og viðkvæmu svæði. Hafsteinn Ingólfsson rekur ferðaþjónustu á staðnum og er með reglubundnar sjóferðir á staðnum. „Þetta skip fer svo frá Veiðileysufirði inn á Hesteyrarfjörð, þar sem við erum með áætlaðar ferðir úr skemmtiferðaskipum til Hesteyrar. Þegar við komum með fullan bát þangað, 47 manns í land, þá eru bara 200 manns þar um allar koppagrundir. Þegar mitt fólk kom í kaffi á kaffistaðinn þarna þá var hvorki sæti eða hjónabandssælur eða pönnukökur, bara allt búið,“ segir hann. Þaðan sigldi skipið á annan stað og aftur var farþegum hleypt út. „Þetta er friðlýst svæði og það er voðalega skrítið hvernig skip eru farin að koma hér og bara setja fólk í land hvar sem er. Bara núna í sumar eru þetta fimm eða sex staðir þar sem þau koma og maður veit ekkert hver gefur leyfi eða hvað.“ Hafsteinn segir þann aukna fjölda skemmtiferðaskipa sem eiga viðkomu á Vestfjörðum stefna í að verða vandamál. „Það er svo mikil fjölgun á skemmtiferðaskipum hingað vestur. Það eru tuttugu skip á ári, þetta eru tvö ár í röð sem það fjölgar hérna. Ef stjórnvöld fara ekki að gera eitthvað í þessu, að stoppa þetta, að þá verður bara algjört kaos og vitleysa hérna.“ Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira
Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. Því var fagnað í morgun að skipið væri fyrsta skemmtiferðaskipið sem leggst að bryggju á Akranesi. Skemmtiferðaskipið heitir Leborial og er skráð í Frakklandi, kom frá Grænlandi í gær. 181 farþegi er um borð auk áhafnar. Skipið sigldi inn í Veiðileysufjörð þar sem það kastaði akkeri og var svo öllum farþegum siglt í land á minni bátum þar sem þeim var hleypt frá borði á Steinólfsstöðum. Fréttastofan hefur fengið staðfest að skipið var ótollskoðað þegar farþegar þess fóru í land á friðlýstu og viðkvæmu svæði. Hafsteinn Ingólfsson rekur ferðaþjónustu á staðnum og er með reglubundnar sjóferðir á staðnum. „Þetta skip fer svo frá Veiðileysufirði inn á Hesteyrarfjörð, þar sem við erum með áætlaðar ferðir úr skemmtiferðaskipum til Hesteyrar. Þegar við komum með fullan bát þangað, 47 manns í land, þá eru bara 200 manns þar um allar koppagrundir. Þegar mitt fólk kom í kaffi á kaffistaðinn þarna þá var hvorki sæti eða hjónabandssælur eða pönnukökur, bara allt búið,“ segir hann. Þaðan sigldi skipið á annan stað og aftur var farþegum hleypt út. „Þetta er friðlýst svæði og það er voðalega skrítið hvernig skip eru farin að koma hér og bara setja fólk í land hvar sem er. Bara núna í sumar eru þetta fimm eða sex staðir þar sem þau koma og maður veit ekkert hver gefur leyfi eða hvað.“ Hafsteinn segir þann aukna fjölda skemmtiferðaskipa sem eiga viðkomu á Vestfjörðum stefna í að verða vandamál. „Það er svo mikil fjölgun á skemmtiferðaskipum hingað vestur. Það eru tuttugu skip á ári, þetta eru tvö ár í röð sem það fjölgar hérna. Ef stjórnvöld fara ekki að gera eitthvað í þessu, að stoppa þetta, að þá verður bara algjört kaos og vitleysa hérna.“
Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira