Óttast umhverfisslys við Látrabjarg Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. júlí 2017 15:17 Skipin setja út léttbáta og sigla með farþega að landi. vísir/jón pétursson Landeigendafélagið við Látrabjarg hefur miklar áhyggjur af síauknum fjölda skemmtiferðaskipa að svæðinu og telur að með þessu áframhaldi sé það tímaspursmál hvenær umhverfisslys verður. Félagið, Bjargtangi, hefur sent umhverfisráðherra og Umhverfisstofnun formlegt erindi þess efnis.Meiri umferð fylgi meiri slysahætta „Við óttumst mest að þarna verði slys. Þetta er þannig svæði að ef olía fer í sjóinn að þá er ekki hægt að hreinsa hana upp. Því fleiri skip, því meiri er slysahættan og áhættan. Við erum að tala um fleiri hundruð tonn af olíu í hverju skipi, og skipin brenna svartolíu, sem er það versta sem fer í sjóinn og fjörurnar,“ segir Jón Pétursson, formaður Bjargtanga. Hann vill að reglur verði settar sem takmarki siglingar skipa nærri landi.Látrabjarg og nágrenni er nú þegar í friðlýsingarferli og landeigendur eru uggandi yfir þessum siglingum. Þeir segja ekki hægt að bíða eftir að ferlið klárist.vísir/jón pétursson„Við förum fram á reglur eða lög sem takmarka nálægðina. Skipin megi þá koma ákveðið að landinu, um tvær sjómílur, sem er alveg nóg. Þeim munar ekkert um það að sigla aðeins lengra á þessum léttu bátum til að komast upp á land.“Ágangur ferðamanna of mikillFyrr í dag var fjallað um fjölda skemmtiferðaskipa við Hornstrandir, þar sem ferðaþjónustuaðili lýsti yfir þungum áhyggjum. Jón segir þessa stöðu uppi víðast hvar og segir ágang ferðamanna orðinn allt of mikinn. Aðspurður segir Jón að um fjögur til fimm skemmtiferðaskip sigli undir Látrabjarg í viku hverri, og að stundum séu farþegarnir hátt í þrjú hundruð talsins. „Það segist eins og er að þetta er orðið helvíti mikið. Þetta truflar allt dýralíf, fugl, sel og annað – það segir sig bara sjálft,“ segir Jón. Látrabjarg er nú í friðlýsingarferli, en Jón segir landeigendur uggandi yfir þessum siglingum. Því sé ekki sé hægt að bíða eftir að ferlið klárist til þess að hægt verði að setja reglur. Ráðherra þurfi að beita sér fyrir því hið fyrsta. Landeigendurnir leggja til að farþegaskip fái ekki að koma nær landi en tveimur sjómílum, og umferð léttbáta, gúmmíbáta og annarra smábáta verði háð leyfi landeigenda. Fiskibátum verði hins vegar heimil för líkt og áður.Nálægðin er of mikil, segir Jón.vísir/jón Pétursson Tengdar fréttir Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira
Landeigendafélagið við Látrabjarg hefur miklar áhyggjur af síauknum fjölda skemmtiferðaskipa að svæðinu og telur að með þessu áframhaldi sé það tímaspursmál hvenær umhverfisslys verður. Félagið, Bjargtangi, hefur sent umhverfisráðherra og Umhverfisstofnun formlegt erindi þess efnis.Meiri umferð fylgi meiri slysahætta „Við óttumst mest að þarna verði slys. Þetta er þannig svæði að ef olía fer í sjóinn að þá er ekki hægt að hreinsa hana upp. Því fleiri skip, því meiri er slysahættan og áhættan. Við erum að tala um fleiri hundruð tonn af olíu í hverju skipi, og skipin brenna svartolíu, sem er það versta sem fer í sjóinn og fjörurnar,“ segir Jón Pétursson, formaður Bjargtanga. Hann vill að reglur verði settar sem takmarki siglingar skipa nærri landi.Látrabjarg og nágrenni er nú þegar í friðlýsingarferli og landeigendur eru uggandi yfir þessum siglingum. Þeir segja ekki hægt að bíða eftir að ferlið klárist.vísir/jón pétursson„Við förum fram á reglur eða lög sem takmarka nálægðina. Skipin megi þá koma ákveðið að landinu, um tvær sjómílur, sem er alveg nóg. Þeim munar ekkert um það að sigla aðeins lengra á þessum léttu bátum til að komast upp á land.“Ágangur ferðamanna of mikillFyrr í dag var fjallað um fjölda skemmtiferðaskipa við Hornstrandir, þar sem ferðaþjónustuaðili lýsti yfir þungum áhyggjum. Jón segir þessa stöðu uppi víðast hvar og segir ágang ferðamanna orðinn allt of mikinn. Aðspurður segir Jón að um fjögur til fimm skemmtiferðaskip sigli undir Látrabjarg í viku hverri, og að stundum séu farþegarnir hátt í þrjú hundruð talsins. „Það segist eins og er að þetta er orðið helvíti mikið. Þetta truflar allt dýralíf, fugl, sel og annað – það segir sig bara sjálft,“ segir Jón. Látrabjarg er nú í friðlýsingarferli, en Jón segir landeigendur uggandi yfir þessum siglingum. Því sé ekki sé hægt að bíða eftir að ferlið klárist til þess að hægt verði að setja reglur. Ráðherra þurfi að beita sér fyrir því hið fyrsta. Landeigendurnir leggja til að farþegaskip fái ekki að koma nær landi en tveimur sjómílum, og umferð léttbáta, gúmmíbáta og annarra smábáta verði háð leyfi landeigenda. Fiskibátum verði hins vegar heimil för líkt og áður.Nálægðin er of mikil, segir Jón.vísir/jón Pétursson
Tengdar fréttir Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira
Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57