Kári segir að Sigmundi verði „hent út á eyrunum við næstu kosningar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2016 10:37 Kári Stefánsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísir Kári Stefánsson segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ekki hlusta á fólkið í landinu og vísar í orð hans á þingi í vikunni í óundirbúnum fyrirspurnartíma þar sem Sigmundur var spurður út í það Steingrími J. Sigfússyni, þingmanni Vinstri grænna, hvernig ríkisstjórnin ætlaði að bregaðst við ákali þjóðarinnar um aukin fjárframlög til heilbrigðiskerfisins. Þetta kemur fram í aðsendri grein Kára í Fréttablaðinu í dag þar sem hann gerir að umtalsefni undirskriftasöfnun sína fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins og viðbrögð Sigmundar við henni, en tæplega 78 þúsund manns hafa skrifað undir söfnunina.Undirskriftasöfnunin sýni að þjóðin sé ósammála því að forgangsraðað hafi verið í þágu heilbrigðismála „Svör forsætisráðherra voru þau að ríkisstjórnin hafi haldið áfram að forgangsraða í þágu heilbrigðismála og stórbæta við framlög til málaflokksins. Þetta svar er með ólíkindum og bendir til þess að hann hlusti ekki á fólkið í landinu eða hafi skoðanir þess að engu og að hann hafi ekkert lært af óförum Steingríms sem gerði hið sama,“ segir Kári í grein sinni en það sem hann kallar „ófarir Steingríms“ eru Icesave-samningarnir tveir sem þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslum. Kári segir undirskriftasöfnunina sýna að þjóðin sé ósammála því mati forsætisráðherra að ríkisstjórnin hafi forgangsraðað í þágu heilbrigðiskerfisins en það þurfi einmitt að gera. „Krónuaukningin sem forsætisráðherra er að vísa til gerir ekki mikið meira en að hrökkva fyrir verðbótum og launahækkunum sem hafa engin áhrif á þjónustustigið. Síðan sagði forsætisráðherra : „…höldum áfram að bæta eins mikið í heilbrigðismálin og við höfum verið að gera á öllum sviðum og ánægjulegt að skynja stuðning almennings við það.“ Ekki veit ég yfir hvaða hugtak forsætisráðherra notar heitið almenningur, vegna þess að fólkinu í landinu finnst þeir ekki hafa bætt miklu við í heilbrigðismálin og því finnst það eigi ekki að bæta við heilbrigðismálin eins og á öllum öðrum sviðum. Það vill láta bæta miklu meira við heilbrigðismálin en aðra málaflokka. Það vill láta forgangsraða í þágu þeirra og það þýðir að eitthvað af hinum fær minna.“„Hann hefur hunsað fólkið sem hefur allt aðra skoðun en hann“ Kári telur Sigmund Davíð hunsa skoðun þjóðarinnar sem sé sú að heilbrigðiskerfið hangi á bláþræði og geti ekki sinnt hlutverki sínu. „Afstaða Sigmundar til heilbrigðismála minnir um margt á afstöðu Steingríms Joð til Icesave sem er að hann hefur hunsað fólkið sem hefur allt aðra skoðun en hann og hann ætlar að reyna að þröngva sinni skoðun upp á fólkið sem vill ekkert hafa með hana að gera. Afleiðingin verður sú að honum verður hent út á eyrunum við næstu kosningar eins og Steingrími Joð var við þær síðustu. Eini möguleiki Sigmundar er að stíga nú fram og segja að allt sem hann hafi sagt um heilbrigðismál upp á síðkastið beri að líta á sem nokkurs konar öfugmælavísu þar sem hann hafi mælt sér um hug. Enda sé hann meðal annars þingmaður Þingeyinga sem séu hagyrðingar upp til hópa og þyki flinkastir manna við að smíða öfugmælavísur.“ Tengdar fréttir Sigmundur Davíð kallar Kára mannvin og miskunnsaman samfélagsrýni Ritdeilum forsætisráðherra og Kára Stefánssonar er hvergi nærri lokið. 27. janúar 2016 12:06 Kári Stef við Bjarna: „Þú ert ekki einu sinni sammála sjálfum þér“ Kári Stefánsson segir að fjármálaráðherra hafi persónulega séð til þess að viðbótarfjármagn til þess að tryggja rekstur Landspítalans hafi verið skorið niður. 12. febrúar 2016 07:00 Forsætisráðherra segir vafasamt að mæla heilbrigðisþjónustu út frá hlutfalli af vergri landsframleiðslu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gagnrýnir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar. 25. janúar 2016 11:55 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Kári Stefánsson segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ekki hlusta á fólkið í landinu og vísar í orð hans á þingi í vikunni í óundirbúnum fyrirspurnartíma þar sem Sigmundur var spurður út í það Steingrími J. Sigfússyni, þingmanni Vinstri grænna, hvernig ríkisstjórnin ætlaði að bregaðst við ákali þjóðarinnar um aukin fjárframlög til heilbrigðiskerfisins. Þetta kemur fram í aðsendri grein Kára í Fréttablaðinu í dag þar sem hann gerir að umtalsefni undirskriftasöfnun sína fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins og viðbrögð Sigmundar við henni, en tæplega 78 þúsund manns hafa skrifað undir söfnunina.Undirskriftasöfnunin sýni að þjóðin sé ósammála því að forgangsraðað hafi verið í þágu heilbrigðismála „Svör forsætisráðherra voru þau að ríkisstjórnin hafi haldið áfram að forgangsraða í þágu heilbrigðismála og stórbæta við framlög til málaflokksins. Þetta svar er með ólíkindum og bendir til þess að hann hlusti ekki á fólkið í landinu eða hafi skoðanir þess að engu og að hann hafi ekkert lært af óförum Steingríms sem gerði hið sama,“ segir Kári í grein sinni en það sem hann kallar „ófarir Steingríms“ eru Icesave-samningarnir tveir sem þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslum. Kári segir undirskriftasöfnunina sýna að þjóðin sé ósammála því mati forsætisráðherra að ríkisstjórnin hafi forgangsraðað í þágu heilbrigðiskerfisins en það þurfi einmitt að gera. „Krónuaukningin sem forsætisráðherra er að vísa til gerir ekki mikið meira en að hrökkva fyrir verðbótum og launahækkunum sem hafa engin áhrif á þjónustustigið. Síðan sagði forsætisráðherra : „…höldum áfram að bæta eins mikið í heilbrigðismálin og við höfum verið að gera á öllum sviðum og ánægjulegt að skynja stuðning almennings við það.“ Ekki veit ég yfir hvaða hugtak forsætisráðherra notar heitið almenningur, vegna þess að fólkinu í landinu finnst þeir ekki hafa bætt miklu við í heilbrigðismálin og því finnst það eigi ekki að bæta við heilbrigðismálin eins og á öllum öðrum sviðum. Það vill láta bæta miklu meira við heilbrigðismálin en aðra málaflokka. Það vill láta forgangsraða í þágu þeirra og það þýðir að eitthvað af hinum fær minna.“„Hann hefur hunsað fólkið sem hefur allt aðra skoðun en hann“ Kári telur Sigmund Davíð hunsa skoðun þjóðarinnar sem sé sú að heilbrigðiskerfið hangi á bláþræði og geti ekki sinnt hlutverki sínu. „Afstaða Sigmundar til heilbrigðismála minnir um margt á afstöðu Steingríms Joð til Icesave sem er að hann hefur hunsað fólkið sem hefur allt aðra skoðun en hann og hann ætlar að reyna að þröngva sinni skoðun upp á fólkið sem vill ekkert hafa með hana að gera. Afleiðingin verður sú að honum verður hent út á eyrunum við næstu kosningar eins og Steingrími Joð var við þær síðustu. Eini möguleiki Sigmundar er að stíga nú fram og segja að allt sem hann hafi sagt um heilbrigðismál upp á síðkastið beri að líta á sem nokkurs konar öfugmælavísu þar sem hann hafi mælt sér um hug. Enda sé hann meðal annars þingmaður Þingeyinga sem séu hagyrðingar upp til hópa og þyki flinkastir manna við að smíða öfugmælavísur.“
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð kallar Kára mannvin og miskunnsaman samfélagsrýni Ritdeilum forsætisráðherra og Kára Stefánssonar er hvergi nærri lokið. 27. janúar 2016 12:06 Kári Stef við Bjarna: „Þú ert ekki einu sinni sammála sjálfum þér“ Kári Stefánsson segir að fjármálaráðherra hafi persónulega séð til þess að viðbótarfjármagn til þess að tryggja rekstur Landspítalans hafi verið skorið niður. 12. febrúar 2016 07:00 Forsætisráðherra segir vafasamt að mæla heilbrigðisþjónustu út frá hlutfalli af vergri landsframleiðslu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gagnrýnir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar. 25. janúar 2016 11:55 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Sigmundur Davíð kallar Kára mannvin og miskunnsaman samfélagsrýni Ritdeilum forsætisráðherra og Kára Stefánssonar er hvergi nærri lokið. 27. janúar 2016 12:06
Kári Stef við Bjarna: „Þú ert ekki einu sinni sammála sjálfum þér“ Kári Stefánsson segir að fjármálaráðherra hafi persónulega séð til þess að viðbótarfjármagn til þess að tryggja rekstur Landspítalans hafi verið skorið niður. 12. febrúar 2016 07:00
Forsætisráðherra segir vafasamt að mæla heilbrigðisþjónustu út frá hlutfalli af vergri landsframleiðslu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gagnrýnir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar. 25. janúar 2016 11:55