Eddan á húrrandi hausnum Jakob Bjarnar skrifar 18. febrúar 2016 16:03 Edda sendir Þorsteini kaldar kveðjur í grjóthörðum pistli á Facebook. Þorsteinn segir sýninguna hafa gengið illa. Edda Björgvinsdóttir, leikari og skemmtikraftur, vandar framleiðanda sýningar sinnar Eddan, sem fór á fjalirnar 2015 en þar rakti Edda feril sinn, ekki kveðjurnar í Facebook-pistli sem vakið hefur mikla athygli. Þar greinir hún frá því að framleiðandi sýningarinnar hafi ekki gert upp neina reikninga útistandandi né laun vegna sýningarinnar. Og hún hafi því sagt skilið við hann. Þó Edda nefni hann aldrei á nafn vita allir sem vita vilja að um er að ræða Þorsteinn Stephensen framleiðanda. Hann segist, í samtali við Vísi, síður vilja reka þetta mál í fjölmiðlum. Edda fer mikinn á Facebook þegar hún greinir frá málinu eins og það horfir við sér:Steingleymdi að borga launin „Skilnaðarsaga númer tvö: Áður en ég deili henni tek ég fram að nýja "hjónabandið" gengur svona glimrandi vel ... Ég þurfti sem sagt að sækja um skilnað við framleiðandann minn! Skrítið ... ég veit. Þessi litli kall var sem sagt framleiðandi hugverks sem ég átti þátt í að skapa ásamt öðrum listamönnum, fyrir tæpum tveimur árum síðan. Þessi fyrri "maki" réði mig sem sagt í vinnu ásamt hóp af öðrum sérfræðingum í sínu fagi... og steingleymdi svo að borga flestum sem hann gerði samninga við, launin sem þeim bar!“ segir Edda.Hótað að fara í fjölmiðla en allt kemur fyrir ekki Og Edda heldur ótrauð áfram, greinir frá því að hann hafi gleymt að borga húsaleigu þar sem Eddan var sýnd, og hann hafi ekki ansað skilaboðum frá sér og lögfræðingi sínum, sem snúa að því að minna hann á að þegar fólk er ráðið í vinnu þurfi að greiða umsamin laun.“ „Þeir sem hafa brett upp ermarnar og hótað litla kallinum að fara í blöðin hafa oft fengið einhverja þúsundkalla uppí skuldina og þess vegna sendi ég mínum fyrrverandi (framleiðanda) þessi lúmsku skilaboð hér á facebook, þó hann sé búinn að blockera mig og flesta listamennina í þeirri von að vandinn hverfi - sbr. strúturinn. Ég óska þess heitt og innilega að hann fái minnið til baka og geri snarlega upp við t.d. búningakonuna elskulegu, miðasölukonuna góðu, videódrengina flinku, og fallega manninn sem gerði veggspjaldið - svo eitthvað sé nefnt. Skítt með það þó ein grínleikkona/handritshöfundur sitji á hakanum - hún er hvort sem er bara kjeddling með kjaft!“ Edda vonar bara að hennar „fyrrverandi“ hafi notið lífsins í suðrænni blíðu. Fjöldi manna úr listageiranum hefur sett „læk“ við frásögn Eddu.Engin svik í gangi Þorsteinn segist svo sem ekkert geta sagt um svona kaldar kveðjur á opinberum vettvangi, þeim sem Facebook er. „Þetta verkefni gekk ekki nægilega vel. Ég hef verið að greiða það sem útaf stóð hægt og rólega eftir bestu getu,“ segir Þorsteinn. Hann segir engin svik í gangi, hann hafi viðurkennt allar skuldir og nú sé verið að borga þær niður. „Eftir bestu getu. Þetta er ekkert flóknara. Ég er búinn a vera í þessum bransa í 20 ár og það eru ekki alltaf jólin. Ég reyni að díla beint við það fólk sem ég vinn með og standa við mínar skuldbindingar. Ég hef haldið yfir 400 tónleika og fjölda leiksýninga og held ég að það hafi bara gengið frekar vel,“ segir Þorsteinn. – Svona í heildina tekið.Skilnaðarsaga númer tvö: Áður en ég deili henni tek ég fram að nýja "hjónabandið" gengur svona glimrandi vel ...Ég þ...Posted by Edda Björgvinsdóttir on 18. febrúar 2016 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Edda Björgvinsdóttir, leikari og skemmtikraftur, vandar framleiðanda sýningar sinnar Eddan, sem fór á fjalirnar 2015 en þar rakti Edda feril sinn, ekki kveðjurnar í Facebook-pistli sem vakið hefur mikla athygli. Þar greinir hún frá því að framleiðandi sýningarinnar hafi ekki gert upp neina reikninga útistandandi né laun vegna sýningarinnar. Og hún hafi því sagt skilið við hann. Þó Edda nefni hann aldrei á nafn vita allir sem vita vilja að um er að ræða Þorsteinn Stephensen framleiðanda. Hann segist, í samtali við Vísi, síður vilja reka þetta mál í fjölmiðlum. Edda fer mikinn á Facebook þegar hún greinir frá málinu eins og það horfir við sér:Steingleymdi að borga launin „Skilnaðarsaga númer tvö: Áður en ég deili henni tek ég fram að nýja "hjónabandið" gengur svona glimrandi vel ... Ég þurfti sem sagt að sækja um skilnað við framleiðandann minn! Skrítið ... ég veit. Þessi litli kall var sem sagt framleiðandi hugverks sem ég átti þátt í að skapa ásamt öðrum listamönnum, fyrir tæpum tveimur árum síðan. Þessi fyrri "maki" réði mig sem sagt í vinnu ásamt hóp af öðrum sérfræðingum í sínu fagi... og steingleymdi svo að borga flestum sem hann gerði samninga við, launin sem þeim bar!“ segir Edda.Hótað að fara í fjölmiðla en allt kemur fyrir ekki Og Edda heldur ótrauð áfram, greinir frá því að hann hafi gleymt að borga húsaleigu þar sem Eddan var sýnd, og hann hafi ekki ansað skilaboðum frá sér og lögfræðingi sínum, sem snúa að því að minna hann á að þegar fólk er ráðið í vinnu þurfi að greiða umsamin laun.“ „Þeir sem hafa brett upp ermarnar og hótað litla kallinum að fara í blöðin hafa oft fengið einhverja þúsundkalla uppí skuldina og þess vegna sendi ég mínum fyrrverandi (framleiðanda) þessi lúmsku skilaboð hér á facebook, þó hann sé búinn að blockera mig og flesta listamennina í þeirri von að vandinn hverfi - sbr. strúturinn. Ég óska þess heitt og innilega að hann fái minnið til baka og geri snarlega upp við t.d. búningakonuna elskulegu, miðasölukonuna góðu, videódrengina flinku, og fallega manninn sem gerði veggspjaldið - svo eitthvað sé nefnt. Skítt með það þó ein grínleikkona/handritshöfundur sitji á hakanum - hún er hvort sem er bara kjeddling með kjaft!“ Edda vonar bara að hennar „fyrrverandi“ hafi notið lífsins í suðrænni blíðu. Fjöldi manna úr listageiranum hefur sett „læk“ við frásögn Eddu.Engin svik í gangi Þorsteinn segist svo sem ekkert geta sagt um svona kaldar kveðjur á opinberum vettvangi, þeim sem Facebook er. „Þetta verkefni gekk ekki nægilega vel. Ég hef verið að greiða það sem útaf stóð hægt og rólega eftir bestu getu,“ segir Þorsteinn. Hann segir engin svik í gangi, hann hafi viðurkennt allar skuldir og nú sé verið að borga þær niður. „Eftir bestu getu. Þetta er ekkert flóknara. Ég er búinn a vera í þessum bransa í 20 ár og það eru ekki alltaf jólin. Ég reyni að díla beint við það fólk sem ég vinn með og standa við mínar skuldbindingar. Ég hef haldið yfir 400 tónleika og fjölda leiksýninga og held ég að það hafi bara gengið frekar vel,“ segir Þorsteinn. – Svona í heildina tekið.Skilnaðarsaga númer tvö: Áður en ég deili henni tek ég fram að nýja "hjónabandið" gengur svona glimrandi vel ...Ég þ...Posted by Edda Björgvinsdóttir on 18. febrúar 2016
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira