„Ég skulda Landspítalanum og Go Red fyrir nýtt líf“ Birta Björnsdóttir skrifar 18. febrúar 2016 20:23 Go Red er alþjóðlegt átak sem Íslendingar hafa tekið þátt í frá 2009. Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill og hjartadeild Landspítalans taka þátt í átakinu sem ætlað er að vekja athygli á þeirra staðreynd að hjarta- og æðasjúkdómar eru enn algengasta dánarorsök kvenna, þó tíðnin fari reyndar lækkandi. „Við viljum með þessu minna á að forvarnir eru gríðarlega mikilvægar,“ segir Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, hjartalæknir. „Í öðru lagi viljum við minna á að konur geta í mörgum tilfellum upplifað einkenni hjarta- og æðasjúkdóma öðruvísi en karlar. Þær taka einkennunum kannski ekki nógu alvarlega og eru stundum ekki teknar nógu alvarlega. Í þriðja lagi er það svo þannig að rannsóknir á hjartasjúkdómum kvenna eru talsvert eftirsettar ef borið er saman við karla. Karlar eru oftar rannsóknarefni í þessum efnum.“ Ein þeirra sem þekkir mikilvægi eftirlits er Gerður Gylfadóttir, en hún lagðist inn á hjartadeild árið 2014, aðeins 49 ára gömul. Hún hafði verið með lungnabólgu sem illa hafði gengið að losa sig við. „Ég var send í lungnamyndatöku og þar kom í ljós að hjartað var nokkrum númerum of stórt. Þá átti ég að fara í ómskoðun en ég taldi nú ekki liggja mikið á því og fór í frí. Undir lokin var ég orðin svo máttfarin að ég komst ekki sjálf á klósettið," segir Gerður. Hún hafði kennt sér meins í dágóðan tíma en grunaði ekki að hjartaveilu væri um að kenna. Gerður þurfti að fara í hjartaaðgerð og fékk ígræddan bjargráð. Hún hvetur allar konur til að fara í tékk telji þær ástæðu til. „Því ég hafði sjálf verið með alls konar einkenni, til dæmis þreytu. Kólesterólið var í fínu lagi og blóðþrýstinginn líka. Mér var sagt að ef ég sæi sjálf ástæðu til að láta tékka á mér skyldi ég gera það. Það gerði ég hinsvegar ekki," segir Gerður Og hún segir sér það bæði ljúft og skylt að taka þátt í Go Red. „Ég skulda Landspítalanum og Go Red fyrir nýtt líf," segir Gerður. Á morgun eru landsmenn hvattir til að klæðast rauðu og lýsa þannig yfir stuðningi í verki. „Þó það sé ekki nema að klæðast rauðum sokkum. Það er alltaf gott að minna á hjartað,“ segir Þórdís að lokum. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Go Red er alþjóðlegt átak sem Íslendingar hafa tekið þátt í frá 2009. Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill og hjartadeild Landspítalans taka þátt í átakinu sem ætlað er að vekja athygli á þeirra staðreynd að hjarta- og æðasjúkdómar eru enn algengasta dánarorsök kvenna, þó tíðnin fari reyndar lækkandi. „Við viljum með þessu minna á að forvarnir eru gríðarlega mikilvægar,“ segir Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, hjartalæknir. „Í öðru lagi viljum við minna á að konur geta í mörgum tilfellum upplifað einkenni hjarta- og æðasjúkdóma öðruvísi en karlar. Þær taka einkennunum kannski ekki nógu alvarlega og eru stundum ekki teknar nógu alvarlega. Í þriðja lagi er það svo þannig að rannsóknir á hjartasjúkdómum kvenna eru talsvert eftirsettar ef borið er saman við karla. Karlar eru oftar rannsóknarefni í þessum efnum.“ Ein þeirra sem þekkir mikilvægi eftirlits er Gerður Gylfadóttir, en hún lagðist inn á hjartadeild árið 2014, aðeins 49 ára gömul. Hún hafði verið með lungnabólgu sem illa hafði gengið að losa sig við. „Ég var send í lungnamyndatöku og þar kom í ljós að hjartað var nokkrum númerum of stórt. Þá átti ég að fara í ómskoðun en ég taldi nú ekki liggja mikið á því og fór í frí. Undir lokin var ég orðin svo máttfarin að ég komst ekki sjálf á klósettið," segir Gerður. Hún hafði kennt sér meins í dágóðan tíma en grunaði ekki að hjartaveilu væri um að kenna. Gerður þurfti að fara í hjartaaðgerð og fékk ígræddan bjargráð. Hún hvetur allar konur til að fara í tékk telji þær ástæðu til. „Því ég hafði sjálf verið með alls konar einkenni, til dæmis þreytu. Kólesterólið var í fínu lagi og blóðþrýstinginn líka. Mér var sagt að ef ég sæi sjálf ástæðu til að láta tékka á mér skyldi ég gera það. Það gerði ég hinsvegar ekki," segir Gerður Og hún segir sér það bæði ljúft og skylt að taka þátt í Go Red. „Ég skulda Landspítalanum og Go Red fyrir nýtt líf," segir Gerður. Á morgun eru landsmenn hvattir til að klæðast rauðu og lýsa þannig yfir stuðningi í verki. „Þó það sé ekki nema að klæðast rauðum sokkum. Það er alltaf gott að minna á hjartað,“ segir Þórdís að lokum.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira