Telur ekki raunhæft að ætla að standa við öll kosningaloforðin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. október 2016 16:15 Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði og Anna Hrefna Ingimundardóttir hagfræðingur. vísir/anton Anna Hrefna Ingimundardóttir hagfræðingur segir að helsta áskorun næstu ríkisstjórnar í efnahagsstjórninni verði að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Anna Hrefna var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag ásamt Guðmundi Hálfdánarsyni prófessor í sagnfræði þar sem þau spáðu í spilin fyrir þingkosningar sem fara fram þann 29. október næstkomandi. „Það er oft alveg jafn erfitt að stýra þegar það gengur vel og þegar það gengur illa. Það eru bara svo margar freistingar til staðar að vera að ausa peningum í hitt og þetta. En við megum ekki gleyma því að við erum alveg stórskuldug og stór útgjaldaliður ríkissjóðs eru vaxtagreiðslur. Það væri því mjög óábyrgt gagnvart komandi kynslóðum að halda ekki áfram að taka á því. Þannig að ég myndi segja að áskorunin væri að huga að því sérstaklega að halda áfram að lækka skuldir og ekki bara að hugsa um hvar við getum haldið áfram að auka útgjöld,“ segir Anna Hrefna.Þá telur hún það ekki raunhæft að flokkarnir geti staðið við allt sem þeir lofa núna en á meðal þess sem fer hátt í kosningabaráttunni eru loforð um gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi og bætt kjör. „Það er ekkert ókeypis þar sem það er alltaf einhver sem borgar. Þetta er auðvitað bara allt mismundandi stefna sem fer eftir því að hversu mikið maður aðhyllist að velferðarkerfið eigi allt að vera ókeypis en þá borgar þú bara fyrir það í gegnum þína skatta. Svo eru aðrir sem vilja frekar hafa lægri skatta og þá veita þeim aðstoð sem á þurfa að halda,“ segir Anna Hrefna. Guðmundur tekur undir að það verði stórmál fyrir næstu ríkisstjórn að standast freistingar þegar kemur að ríkisútgjöldum, einmitt þegar uppgangur er í hagkerfinu. „Vandi íslensks hagkerfis er óstöðugleiki. Það er þessi eilífðarvandi sem stjórnvöld eru að glíma við að þetta er lítið hagkerfi og það þarf lítið til þess að setja það á hliðina. Það hefur stjórnmálamönnum tekist afskaplega vel í gegnum tíðina og oft á tíðum vegna ofeyðslu á uppgangstímum. Það er eitt af því sem veldur spennu verðbólgu og öðru slíku. Að varast þær freistingar verður stórmál,“ segir Guðmundur. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04 Óformlegar þreifingar milli Pírata og Viðreisnar um mögulegt stjórnarsamstarf Ólíklegt að Píratar fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. 12. október 2016 15:10 Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Anna Hrefna Ingimundardóttir hagfræðingur segir að helsta áskorun næstu ríkisstjórnar í efnahagsstjórninni verði að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Anna Hrefna var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag ásamt Guðmundi Hálfdánarsyni prófessor í sagnfræði þar sem þau spáðu í spilin fyrir þingkosningar sem fara fram þann 29. október næstkomandi. „Það er oft alveg jafn erfitt að stýra þegar það gengur vel og þegar það gengur illa. Það eru bara svo margar freistingar til staðar að vera að ausa peningum í hitt og þetta. En við megum ekki gleyma því að við erum alveg stórskuldug og stór útgjaldaliður ríkissjóðs eru vaxtagreiðslur. Það væri því mjög óábyrgt gagnvart komandi kynslóðum að halda ekki áfram að taka á því. Þannig að ég myndi segja að áskorunin væri að huga að því sérstaklega að halda áfram að lækka skuldir og ekki bara að hugsa um hvar við getum haldið áfram að auka útgjöld,“ segir Anna Hrefna.Þá telur hún það ekki raunhæft að flokkarnir geti staðið við allt sem þeir lofa núna en á meðal þess sem fer hátt í kosningabaráttunni eru loforð um gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi og bætt kjör. „Það er ekkert ókeypis þar sem það er alltaf einhver sem borgar. Þetta er auðvitað bara allt mismundandi stefna sem fer eftir því að hversu mikið maður aðhyllist að velferðarkerfið eigi allt að vera ókeypis en þá borgar þú bara fyrir það í gegnum þína skatta. Svo eru aðrir sem vilja frekar hafa lægri skatta og þá veita þeim aðstoð sem á þurfa að halda,“ segir Anna Hrefna. Guðmundur tekur undir að það verði stórmál fyrir næstu ríkisstjórn að standast freistingar þegar kemur að ríkisútgjöldum, einmitt þegar uppgangur er í hagkerfinu. „Vandi íslensks hagkerfis er óstöðugleiki. Það er þessi eilífðarvandi sem stjórnvöld eru að glíma við að þetta er lítið hagkerfi og það þarf lítið til þess að setja það á hliðina. Það hefur stjórnmálamönnum tekist afskaplega vel í gegnum tíðina og oft á tíðum vegna ofeyðslu á uppgangstímum. Það er eitt af því sem veldur spennu verðbólgu og öðru slíku. Að varast þær freistingar verður stórmál,“ segir Guðmundur.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04 Óformlegar þreifingar milli Pírata og Viðreisnar um mögulegt stjórnarsamstarf Ólíklegt að Píratar fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. 12. október 2016 15:10 Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04
Óformlegar þreifingar milli Pírata og Viðreisnar um mögulegt stjórnarsamstarf Ólíklegt að Píratar fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. 12. október 2016 15:10
Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44