Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. október 2016 15:44 Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Ef ég vissi það þá myndi ég auðvitað laga það bara. Við erum auðvitað mjög áhyggjufull og værum vissulega glaðari ef að þróunin væri önnur og við værum að fara upp á við en vera ekki svona neðarlega hlutfallslega við aðra flokka. Það sem mér finnst vera alvarlegt ef við náum ekki brautargengi í þessum kosningum að rödd jafnaðarmanna heyrist ekki á Alþingi Íslendinga það væri mjög alvarlegt fyrir íslenskt samfélag,“ sagði Oddný og bætti við: „Nú er það þannig að fyrir þessar kosningar að flestir flokkar eru með einhvern svona bút af okkar stefnu, svona bút úr jafnaðarmannastefnunni, en þeir eru bara með það fyrir kosningar. Við erum jafnaðarmenn allan ársins hring og því tel ég það mjög alvarlegt ef rödd okkar heyrist ekki sterk á Alþingi.“Draumur Samfylkingarinnar að búa til gott velferðarsamfélag Þá nefndi hún hin norrænu ríkin, sagði jafnaðarmenn hafa oftast verið í meirihluta þar og að þeim hefði tekist að skapa þar bestu velferðarsamfélög í heimi. „Okkar draumur er að við náum okkur upp úr þessari lægð og við getum tekið til við að búa til gott velferðarsamfélag,“ sagði Oddný. Aðspurð hvað hún myndi gera ef hún sjálf næði ekki inn á þing sagðist hún myndi taka á því þegar þar að kæmi en bætti síðan við að í viðtölum í aðdraganda kosninga færi mikill tími í að reyna að útskýra þetta fylgistap og minna í að tala stefnumálin. Oddný var þá spurð hvort að það væru ekki einmitt stefnumálin sem gætu útskýrt fylgistapið. „Við erum með bestu stefnu í heimi, ég hef enga trú á því,“ svaraði Oddný þá en viðtalið við hana í heild sinni má sjá í heild sinni bæði í spilaranum hér að neðan og efst í fréttinni. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óformlegar þreifingar milli Pírata og Viðreisnar um mögulegt stjórnarsamstarf Ólíklegt að Píratar fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. 12. október 2016 15:10 Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25 Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Ef ég vissi það þá myndi ég auðvitað laga það bara. Við erum auðvitað mjög áhyggjufull og værum vissulega glaðari ef að þróunin væri önnur og við værum að fara upp á við en vera ekki svona neðarlega hlutfallslega við aðra flokka. Það sem mér finnst vera alvarlegt ef við náum ekki brautargengi í þessum kosningum að rödd jafnaðarmanna heyrist ekki á Alþingi Íslendinga það væri mjög alvarlegt fyrir íslenskt samfélag,“ sagði Oddný og bætti við: „Nú er það þannig að fyrir þessar kosningar að flestir flokkar eru með einhvern svona bút af okkar stefnu, svona bút úr jafnaðarmannastefnunni, en þeir eru bara með það fyrir kosningar. Við erum jafnaðarmenn allan ársins hring og því tel ég það mjög alvarlegt ef rödd okkar heyrist ekki sterk á Alþingi.“Draumur Samfylkingarinnar að búa til gott velferðarsamfélag Þá nefndi hún hin norrænu ríkin, sagði jafnaðarmenn hafa oftast verið í meirihluta þar og að þeim hefði tekist að skapa þar bestu velferðarsamfélög í heimi. „Okkar draumur er að við náum okkur upp úr þessari lægð og við getum tekið til við að búa til gott velferðarsamfélag,“ sagði Oddný. Aðspurð hvað hún myndi gera ef hún sjálf næði ekki inn á þing sagðist hún myndi taka á því þegar þar að kæmi en bætti síðan við að í viðtölum í aðdraganda kosninga færi mikill tími í að reyna að útskýra þetta fylgistap og minna í að tala stefnumálin. Oddný var þá spurð hvort að það væru ekki einmitt stefnumálin sem gætu útskýrt fylgistapið. „Við erum með bestu stefnu í heimi, ég hef enga trú á því,“ svaraði Oddný þá en viðtalið við hana í heild sinni má sjá í heild sinni bæði í spilaranum hér að neðan og efst í fréttinni.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óformlegar þreifingar milli Pírata og Viðreisnar um mögulegt stjórnarsamstarf Ólíklegt að Píratar fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. 12. október 2016 15:10 Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25 Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Óformlegar þreifingar milli Pírata og Viðreisnar um mögulegt stjórnarsamstarf Ólíklegt að Píratar fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. 12. október 2016 15:10
Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25
Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26