Fyrrverandi ráðherra segir fjölflokkastjórn geta skilað miklum árangri Heimir Már Pétursson skrifar 19. nóvember 2016 20:07 Fyrrverandi ráðherra í síðustu fimm flokka ríkisstjórninni sem var við völd í landinu segir fjölflokka stjórn vel geta starfað og náð árangri. Sú stjórn hafi meðal annars komið að þjóðarsáttarsamningunum sem færði niður verðbólgu í landinu eftir langt óðaverðbólgutímabil. Svavar Gestsson fyrrverandi þingmaður og ráðherra fyrir Alþýðubandalagið var meðal gesta í þjóðmálaþættinum Víglínan á Stöð 2 í hádeginu í dag. Hann varð ráðherra í stjórn Steingríms Hermannssonar formanns Framsóknarflokksins sem studd var af fimm flokkum á árunum 1988 til 1991. Seigla þeirrar stjórnar var meðal annars skrifuð á hæfileika Steingríms til að sætta ólík sjónarmið. Höskuldur Kári Schram stjórnandi Víglínunnar spurði Svavar hvort þyrfti mjög sterkan leiðtoga til að stjórn sem þessi gengi upp. „Ég myndi fyrst og fremst segja laginn leiðtoga. Hann var laginn að tala við fólk þegar upp komu vandamál og erfiðleikar. Sem alltaf gerist. Hann hafði t.d. lag á því að tala við okkur Ólaf Ragnar (Grímsson) sinn í hvoru lagi þótt við værum úr sama flokknum. Af því flokkurinn var dálítið klofinn á þeim tíma,“ segir Svavar. Þrátt fyrir fjölda flokka hafi þessi ríkisstjórn komið miklu í verk og meðal annars komið að þjóðarsáttinni milli stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og Bændasamtakanna. „Sem í raun og veru tók niður verðbólguna. Þessa hryllilegu verðbólgu sem við höfðum átt við að stríða í um áratuga skeið þangað til. Hún stofnaði umhverfisráðuneytið og gerði þannig marga mjög góða hluti og kláraði kjörtímabilið. Þetta tal um að fjölflokka stjórnir séu séu vondar held ég að eigi rætur að rekja til Sjálfstæðisflokksins. Ég held að þeir vilji gjarnan telja þjóðinni trú um það,“ segir Svavar. Af tuttugu og einni ríkisstjórn sem stofnað hafi verið til á lýðveldistímanum hafi sjö ekki klárað kjörtímabilið. Þar af fimm tveggja flokka stjórnir með Sjálfstæðisflokknum. Líf ríkisstjórna ráðist af þeim málefnum sem tekist sé á um og glíma þurfi við ásamt trausti á milli fólks, en ekki fjölda flokka. „Og ég held að stjórnin sem verður mynduð núna eftir þessar kosningar; ef hún yrði svona fjölflokkastjórn, líkist að sumu leyti þjóðstjórn. Ég meina hún er að takast á við verkefni sem er mikil samstaða um í samfélaginu. Það er að segja styrkja innviðina, heilbrigðismál, menntamál, löggæslu og fleira og fleira. Svo yrði hún auðvitað mynduð í framhaldi af Panamaumræðunni og skattsvikaumræðunni. Hún verður að taka á þeim málum líka. Um þessa hluti er mikil samstaða,“ sagði Svavar Gestsson. Kosningar 2016 Víglínan Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra í síðustu fimm flokka ríkisstjórninni sem var við völd í landinu segir fjölflokka stjórn vel geta starfað og náð árangri. Sú stjórn hafi meðal annars komið að þjóðarsáttarsamningunum sem færði niður verðbólgu í landinu eftir langt óðaverðbólgutímabil. Svavar Gestsson fyrrverandi þingmaður og ráðherra fyrir Alþýðubandalagið var meðal gesta í þjóðmálaþættinum Víglínan á Stöð 2 í hádeginu í dag. Hann varð ráðherra í stjórn Steingríms Hermannssonar formanns Framsóknarflokksins sem studd var af fimm flokkum á árunum 1988 til 1991. Seigla þeirrar stjórnar var meðal annars skrifuð á hæfileika Steingríms til að sætta ólík sjónarmið. Höskuldur Kári Schram stjórnandi Víglínunnar spurði Svavar hvort þyrfti mjög sterkan leiðtoga til að stjórn sem þessi gengi upp. „Ég myndi fyrst og fremst segja laginn leiðtoga. Hann var laginn að tala við fólk þegar upp komu vandamál og erfiðleikar. Sem alltaf gerist. Hann hafði t.d. lag á því að tala við okkur Ólaf Ragnar (Grímsson) sinn í hvoru lagi þótt við værum úr sama flokknum. Af því flokkurinn var dálítið klofinn á þeim tíma,“ segir Svavar. Þrátt fyrir fjölda flokka hafi þessi ríkisstjórn komið miklu í verk og meðal annars komið að þjóðarsáttinni milli stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og Bændasamtakanna. „Sem í raun og veru tók niður verðbólguna. Þessa hryllilegu verðbólgu sem við höfðum átt við að stríða í um áratuga skeið þangað til. Hún stofnaði umhverfisráðuneytið og gerði þannig marga mjög góða hluti og kláraði kjörtímabilið. Þetta tal um að fjölflokka stjórnir séu séu vondar held ég að eigi rætur að rekja til Sjálfstæðisflokksins. Ég held að þeir vilji gjarnan telja þjóðinni trú um það,“ segir Svavar. Af tuttugu og einni ríkisstjórn sem stofnað hafi verið til á lýðveldistímanum hafi sjö ekki klárað kjörtímabilið. Þar af fimm tveggja flokka stjórnir með Sjálfstæðisflokknum. Líf ríkisstjórna ráðist af þeim málefnum sem tekist sé á um og glíma þurfi við ásamt trausti á milli fólks, en ekki fjölda flokka. „Og ég held að stjórnin sem verður mynduð núna eftir þessar kosningar; ef hún yrði svona fjölflokkastjórn, líkist að sumu leyti þjóðstjórn. Ég meina hún er að takast á við verkefni sem er mikil samstaða um í samfélaginu. Það er að segja styrkja innviðina, heilbrigðismál, menntamál, löggæslu og fleira og fleira. Svo yrði hún auðvitað mynduð í framhaldi af Panamaumræðunni og skattsvikaumræðunni. Hún verður að taka á þeim málum líka. Um þessa hluti er mikil samstaða,“ sagði Svavar Gestsson.
Kosningar 2016 Víglínan Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira