Opinbert launaskrið gerir samninga erfiðari Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 4. janúar 2016 07:00 Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR „Þetta launaskrið opinberra starfsmanna hefur ekki eins mikil heildaráhrif þar sem þetta eru nokkrir tugir en ekki mörg þúsund manns,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, um ákvörðun kjararáðs um að hækka laun opinberra embættismanna um 9,3 prósent og hækkun einingaverðs yfirvinnu um 14,3 prósent. „En það gerir samningaviðræður erfiðari þegar menn fljúga svona langt, langt fram úr öðrum og maður skilur eiginlega ekki rökin fyrir því að hækka þurfi menn svona svakalega mikið á einu bretti. Það gefur tilefni til að maður velti því fyrir sér hvort störf þeirra séu ranglega metin eða ofmetin. Þetta er eiginlega fáheyrt, að það þurfi að hækka fólk svona mikið.“ Kjarasamningar voru samþykktir í fyrra með fyrirvara um ákveðnar forsendur. Endurskoðunarnefnd stéttarfélaga og atvinnurekenda leggur mat á hvort þær forsendur, eða vanefndir þeirra, kalli á opnun kjarasamninga núna í febrúar. Þar er meðal annars tekið mið af öðrum launahækkunum á vinnumarkaði auk fyrirheita af hálfu ríkisstjórnarinnar. „Við komum til með að funda fljótlega í næstu viku með Samtökum atvinnulífsins og fara yfir stöðuna. Við viljum leita allra leiða til að hér opnist ekki allt saman en við þurfum náttúrulega að setjast niður og skoða heildarmyndina og skoða það út frá því þannig að það hefur engin ákvörðun verið tekin,“ segir Ólafía. Hún segir fólk helst vilja koma í veg fyrir að samningar verði opnaðir aftur en finna þurfi viðunandi lausnir til að tryggja það. „Markmiðið snýst fyrst og síðast um að leita lausna til þess að finna út úr því hvort við náum ekki saman til að halda samningnum. En það eru margir þættir sem þarf að fara í gegnum og velta fyrir sér, ekki bara þessar launahækkanir, heldur líka loforð stjórnvalda og það þarf að vinna með alla þessa þætti í einu.“ Þá hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, gagnrýnt launaskriðið harðlega og sagt laun verkafólks engan veginn í samhengi við launahækkun opinberra starfsmanna. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
„Þetta launaskrið opinberra starfsmanna hefur ekki eins mikil heildaráhrif þar sem þetta eru nokkrir tugir en ekki mörg þúsund manns,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, um ákvörðun kjararáðs um að hækka laun opinberra embættismanna um 9,3 prósent og hækkun einingaverðs yfirvinnu um 14,3 prósent. „En það gerir samningaviðræður erfiðari þegar menn fljúga svona langt, langt fram úr öðrum og maður skilur eiginlega ekki rökin fyrir því að hækka þurfi menn svona svakalega mikið á einu bretti. Það gefur tilefni til að maður velti því fyrir sér hvort störf þeirra séu ranglega metin eða ofmetin. Þetta er eiginlega fáheyrt, að það þurfi að hækka fólk svona mikið.“ Kjarasamningar voru samþykktir í fyrra með fyrirvara um ákveðnar forsendur. Endurskoðunarnefnd stéttarfélaga og atvinnurekenda leggur mat á hvort þær forsendur, eða vanefndir þeirra, kalli á opnun kjarasamninga núna í febrúar. Þar er meðal annars tekið mið af öðrum launahækkunum á vinnumarkaði auk fyrirheita af hálfu ríkisstjórnarinnar. „Við komum til með að funda fljótlega í næstu viku með Samtökum atvinnulífsins og fara yfir stöðuna. Við viljum leita allra leiða til að hér opnist ekki allt saman en við þurfum náttúrulega að setjast niður og skoða heildarmyndina og skoða það út frá því þannig að það hefur engin ákvörðun verið tekin,“ segir Ólafía. Hún segir fólk helst vilja koma í veg fyrir að samningar verði opnaðir aftur en finna þurfi viðunandi lausnir til að tryggja það. „Markmiðið snýst fyrst og síðast um að leita lausna til þess að finna út úr því hvort við náum ekki saman til að halda samningnum. En það eru margir þættir sem þarf að fara í gegnum og velta fyrir sér, ekki bara þessar launahækkanir, heldur líka loforð stjórnvalda og það þarf að vinna með alla þessa þætti í einu.“ Þá hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, gagnrýnt launaskriðið harðlega og sagt laun verkafólks engan veginn í samhengi við launahækkun opinberra starfsmanna.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira