Erfitt að umbuna hjá lögreglu nema með stöðuhækkunum Snærós Sindradóttir skrifar 4. janúar 2016 07:00 Lögreglumenn stóðu í harðri kjarabaráttu á árinu. Það reynist erfitt að umbuna þeim með hærri launum án þess að veita þeim stöðuhækkun. Sveigjanleika skortir að mati lögreglustjóra. Fréttablaðið/Pjetur Tæplega 41 prósent lögreglumanna á landinu gegnir yfirmannsstöðu sé tekið meðaltal starfsmanna hjá öllum níu lögregluumdæmum landsins, auk ríkislögreglustjóra.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinuHlutfall óbreyttra lögreglumanna fer hæst í 69 prósent hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra og tæp 68 prósent hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lægst er hlutfall óbreyttra hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, 40 prósent, og svo 31 prósent hjá ríkislögreglustjóra. Sé bara horft til lögregluembættanna níu er hlutfall óbreyttra lögreglumanna 63,5 prósent á móti 36,5 prósentum sem gegna yfirmannsstöðu. Um áramótin síðustu var lögregluumdæmum fækkað og þau sameinuð til hagræðingar. Það er meðal annars ástæða mikils fjölda yfirmanna. „Auðvitað er markmiðið að fjölga þeim sem eru að sinna verkefnunum úti í umdæminu en ekki stjórnendum,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. „Það er ekki hægt að gera það í einu vetfangi því það má ekki taka stöður af fólki sem það er komið með. Í mínum huga þarf að fletja út píramídann til að boðleiðirnar séu ekki of langar.“ Tölurnar eru fengnar frá embætti ríkislögreglustjóra. Þær sýna sundurliðaðan fjölda lögreglumanna eftir stöðum þeirra. Sé tekið mið af tölunum er um fimm yfirmannsstöður að ræða innan lögreglunnar, fyrir utan lögreglustjóra og aðstoðarlögreglustjóra. Þær eru: Yfirlögregluþjónn, aðstoðaryfirlögregluþjónn, aðalvarðstjóri, lögreglufulltrúi og varðstjóri.Aðeins rannsóknarlögreglumenn og lögreglumenn hafa ekki mannaforráð en rannsóknarlögreglumenn eru þó með hærri tekjur en almennir lögreglumenn. Sigríður segir að lögreglufulltrúar hafi ekki alltaf mannaforráð heldur fari þeir í sumum tilfellum með forráð ákveðins málaflokks eða verkefnis. „Í núverandi launaumhverfi lögreglunnar er erfitt að umbuna lögreglumönnum fyrir vel unnin störf nema með stöðuhækkunum. Aukinn sveigjanleiki, til dæmis með meira fjármagni inn í stofnanasamninga, getur haft áhrif á hlutfall stjórnenda,“ segir Sigríður. Hún segir það markmið sitt að fletja skipulag lögreglunnar út. „Það þarf ekki sex eða sjö manna keðju sem skilaboðin þurfa svo að berast upp og niður um.“ Á landinu starfa 23 yfirlögregluþjónar sem allir eru karlar. Hlutfall kvenna í yfirmannsstöðum er hæst hjá lögreglufulltrúum eða 19,1 prósent. Fjórar konur eru lögreglustjórar á landinu. Tengdar fréttir Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45 Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30 Lögreglumaðurinn sem var færður til í starfi gegndi stöðu yfirmanns hjá LRH Samkvæmt heimildum Vísis var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara þegar ástæða þótti til að færa yfirmanninn til í starfi. 16. desember 2015 11:15 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Tæplega 41 prósent lögreglumanna á landinu gegnir yfirmannsstöðu sé tekið meðaltal starfsmanna hjá öllum níu lögregluumdæmum landsins, auk ríkislögreglustjóra.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinuHlutfall óbreyttra lögreglumanna fer hæst í 69 prósent hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra og tæp 68 prósent hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lægst er hlutfall óbreyttra hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, 40 prósent, og svo 31 prósent hjá ríkislögreglustjóra. Sé bara horft til lögregluembættanna níu er hlutfall óbreyttra lögreglumanna 63,5 prósent á móti 36,5 prósentum sem gegna yfirmannsstöðu. Um áramótin síðustu var lögregluumdæmum fækkað og þau sameinuð til hagræðingar. Það er meðal annars ástæða mikils fjölda yfirmanna. „Auðvitað er markmiðið að fjölga þeim sem eru að sinna verkefnunum úti í umdæminu en ekki stjórnendum,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. „Það er ekki hægt að gera það í einu vetfangi því það má ekki taka stöður af fólki sem það er komið með. Í mínum huga þarf að fletja út píramídann til að boðleiðirnar séu ekki of langar.“ Tölurnar eru fengnar frá embætti ríkislögreglustjóra. Þær sýna sundurliðaðan fjölda lögreglumanna eftir stöðum þeirra. Sé tekið mið af tölunum er um fimm yfirmannsstöður að ræða innan lögreglunnar, fyrir utan lögreglustjóra og aðstoðarlögreglustjóra. Þær eru: Yfirlögregluþjónn, aðstoðaryfirlögregluþjónn, aðalvarðstjóri, lögreglufulltrúi og varðstjóri.Aðeins rannsóknarlögreglumenn og lögreglumenn hafa ekki mannaforráð en rannsóknarlögreglumenn eru þó með hærri tekjur en almennir lögreglumenn. Sigríður segir að lögreglufulltrúar hafi ekki alltaf mannaforráð heldur fari þeir í sumum tilfellum með forráð ákveðins málaflokks eða verkefnis. „Í núverandi launaumhverfi lögreglunnar er erfitt að umbuna lögreglumönnum fyrir vel unnin störf nema með stöðuhækkunum. Aukinn sveigjanleiki, til dæmis með meira fjármagni inn í stofnanasamninga, getur haft áhrif á hlutfall stjórnenda,“ segir Sigríður. Hún segir það markmið sitt að fletja skipulag lögreglunnar út. „Það þarf ekki sex eða sjö manna keðju sem skilaboðin þurfa svo að berast upp og niður um.“ Á landinu starfa 23 yfirlögregluþjónar sem allir eru karlar. Hlutfall kvenna í yfirmannsstöðum er hæst hjá lögreglufulltrúum eða 19,1 prósent. Fjórar konur eru lögreglustjórar á landinu.
Tengdar fréttir Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45 Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30 Lögreglumaðurinn sem var færður til í starfi gegndi stöðu yfirmanns hjá LRH Samkvæmt heimildum Vísis var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara þegar ástæða þótti til að færa yfirmanninn til í starfi. 16. desember 2015 11:15 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45
Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30
Lögreglumaðurinn sem var færður til í starfi gegndi stöðu yfirmanns hjá LRH Samkvæmt heimildum Vísis var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara þegar ástæða þótti til að færa yfirmanninn til í starfi. 16. desember 2015 11:15