Langar að verða vísindamaður Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. janúar 2016 10:15 „Það var gaman að jólakveðjan mín gerði marga glaða,” segir Þorgeir Atli. Vísir/Ernir Hinn átta ára gamli Þorgeir Atli Gunnarsson lagði mikla vinnu í að útbúa fallega jólakveðju til að senda á krakkarúv. Hann gerði 56 tilraunir og mamma hans bjó til myndband úr þeim. Hér fáum við að kynnast þessum ljúflingi nánar.Hvað er að frétta af skólanum Þorgeir Atli? Ég er í 3. bekk Vesturbæjarskóla og finnst skemmtilegast í smíði og tónmennt. Mér finnst gaman að spila á hljóðfæri.Áttu fleiri áhugamál? Mér finnst vísindi skemmtilegust og hef líka áhuga á lego, teiknimyndum, körfubolta og leiklist.Hvað hefur þú gert skemmtilegt í jólafríinu? Ég fór vestur á Ísafjörð og Flateyri og það var gaman. Það var líka gaman að jólakveðjan mín gerði marga glaða.Ferðu oft út á land? Já ég fer svolítið oft. Ég á svo mikið af góðu fólki sem býr úti á landi og er duglegur að heimsækja það. Aðallega fer ég til Ísafjarðar og Flateyrar. Ég á nefnilega átta ömmur og sex afa. En í sumar fór ég hringinn í kringum landið með mömmum mínum.Hvað er mest spennandi fyrir vestan? Mér finnst mest spennandi að vera á Flateyri því þar er hægt að leika úti án þess að hafa áhyggjur af bílum og svoleiðis. Svo finnst mér líka mjög spennandi að vera inní skógi hjá ömmu Stínu og afa Gunnari.Hefur þú lesið einhverja bók nýlega? Já, við mamma erum búin að lesa Harry Potter 1, 2 og 3. Við ætlum sko að klára að lesa allar bækurnar saman, svo ætlum við að horfa á allar myndirnar saman.Áttu þér uppáhaldsspil? Já, Svindlandi Mölur. Það er svo fyndið að spila það spil með fjölskyldunni.Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Mig langar til að verða vísindamaður því ég hef mestan áhuga á því. Mér finnst svo spennandi að búa til alls konar hluti sem hafa ekki verið búnir til áður, með því að fá hugmyndir og vera duglegur að æfa mig og læra sem mest. Krakkar Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
Hinn átta ára gamli Þorgeir Atli Gunnarsson lagði mikla vinnu í að útbúa fallega jólakveðju til að senda á krakkarúv. Hann gerði 56 tilraunir og mamma hans bjó til myndband úr þeim. Hér fáum við að kynnast þessum ljúflingi nánar.Hvað er að frétta af skólanum Þorgeir Atli? Ég er í 3. bekk Vesturbæjarskóla og finnst skemmtilegast í smíði og tónmennt. Mér finnst gaman að spila á hljóðfæri.Áttu fleiri áhugamál? Mér finnst vísindi skemmtilegust og hef líka áhuga á lego, teiknimyndum, körfubolta og leiklist.Hvað hefur þú gert skemmtilegt í jólafríinu? Ég fór vestur á Ísafjörð og Flateyri og það var gaman. Það var líka gaman að jólakveðjan mín gerði marga glaða.Ferðu oft út á land? Já ég fer svolítið oft. Ég á svo mikið af góðu fólki sem býr úti á landi og er duglegur að heimsækja það. Aðallega fer ég til Ísafjarðar og Flateyrar. Ég á nefnilega átta ömmur og sex afa. En í sumar fór ég hringinn í kringum landið með mömmum mínum.Hvað er mest spennandi fyrir vestan? Mér finnst mest spennandi að vera á Flateyri því þar er hægt að leika úti án þess að hafa áhyggjur af bílum og svoleiðis. Svo finnst mér líka mjög spennandi að vera inní skógi hjá ömmu Stínu og afa Gunnari.Hefur þú lesið einhverja bók nýlega? Já, við mamma erum búin að lesa Harry Potter 1, 2 og 3. Við ætlum sko að klára að lesa allar bækurnar saman, svo ætlum við að horfa á allar myndirnar saman.Áttu þér uppáhaldsspil? Já, Svindlandi Mölur. Það er svo fyndið að spila það spil með fjölskyldunni.Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Mig langar til að verða vísindamaður því ég hef mestan áhuga á því. Mér finnst svo spennandi að búa til alls konar hluti sem hafa ekki verið búnir til áður, með því að fá hugmyndir og vera duglegur að æfa mig og læra sem mest.
Krakkar Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira