Segir enn vera þörf á sérstöku kvennaorlofi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 8. mars 2016 07:00 Svanhvít Jónsdóttir í orlofsnefnd húsmæðra segir enn þörf á sérstökum ferðum fyrir eldri konur. vísir/pjetur „Orðið húsmóðir er tímaskekkja, en konur af þessari kynslóð þurfa enn á þessum ferðum að halda,“ segir Svanhvít Jónsdóttir, formaður orlofsnefndar Gullbringu- og Kjósarsýslu, um orlof húsmæðra. Fyrir Alþingi liggur frumvarp þess efnis að lög um orlof húsmæðra falli úr gildi, lög sem að stofni til eru frá 1960. Í rökstuðningi er talað um breyttar aðstæður kvenna frá því sem var þegar lögin voru sett. „Það er rétt að tímarnir hafa breyst en við höfum samt bent á að það er mikið af konum sem eru einar, eða jafnvel með menn sem þær senda í hvíldarinnlögn til þess að komast frá. Þetta þyrfti að vera kallað kvennaorlof, en ekki húsmæðraorlof.“ Frumvarpið bíður afgreiðslu, orlofsnefnd setti fram gagnrýni á það í ljósi þess að elstu kynslóðir kvenna hafi ekki notið réttinda sem þykja sjálfsögð í dag, svo sem fæðingarorlofs, dagvistunarúrræða og þá eigi margar ekki rétt á lífeyrissjóðsgreiðslum í dag. „Þessar konur eru að detta út,“ segir Svanhvít sem segir þrátt fyrir það enn þörf á kvennaferðum. „Margar eldri konur hafa einangrað sig félagslega, orlofsferðirnar eru hugsaðar til að rjúfa þessa einangrun. Þær fá í ferðunum félagsskap, öryggi og aðstoð. Þó að niðurgreiðslur í þessar ferðir hætti, þá held ég að það verði enn þörf á þessum ferðum. Niðurgreiðslan er líka ógurlega lítil, þetta eru hundrað krónur á íbúa.“ Svanhvít segir margar kvennanna miður sín yfir gagnrýni á ferðirnar. „Þetta eru svo óskaplega litlir peningar sem um ræðir, það er mikill pirringur út í þetta. Okkur finnst það mjög leiðinlegt en þetta eru landslög, við erum kosnar til að gera þetta og við þurfum að gera þetta hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er alltaf verra að vinna undir óánægju sem er auðvitað bara sorglegt. Í ár stendur til að fara til Toscana og í aðventuferð til Þýskalands.“ Athygli vekur að ferðirnar eru ekki sérlega ódýrar eða allt að hundrað og fimmtíu þúsund krónur á hverja og eina. „Það er vegna þess að niðurgreiðslan er ekki svo mikil. Til að byrja með þá voru þetta helst innanlandsferðir en það hefur breyst með þjóðfélaginu. Nú er bæði farið í innanlandsferðir og farið út. Okkur finnst alltaf gaman að fara á Vestfirði og Austfirði.“ Aðalatriðið er að þetta eru konur sem hafa margar verið heimavinnandi alla tíð eins og var þegar lögin voru sett. „Það er einangrunin og öryggið sem skiptir mestu máli. Ekki peningarnir.“ Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira
„Orðið húsmóðir er tímaskekkja, en konur af þessari kynslóð þurfa enn á þessum ferðum að halda,“ segir Svanhvít Jónsdóttir, formaður orlofsnefndar Gullbringu- og Kjósarsýslu, um orlof húsmæðra. Fyrir Alþingi liggur frumvarp þess efnis að lög um orlof húsmæðra falli úr gildi, lög sem að stofni til eru frá 1960. Í rökstuðningi er talað um breyttar aðstæður kvenna frá því sem var þegar lögin voru sett. „Það er rétt að tímarnir hafa breyst en við höfum samt bent á að það er mikið af konum sem eru einar, eða jafnvel með menn sem þær senda í hvíldarinnlögn til þess að komast frá. Þetta þyrfti að vera kallað kvennaorlof, en ekki húsmæðraorlof.“ Frumvarpið bíður afgreiðslu, orlofsnefnd setti fram gagnrýni á það í ljósi þess að elstu kynslóðir kvenna hafi ekki notið réttinda sem þykja sjálfsögð í dag, svo sem fæðingarorlofs, dagvistunarúrræða og þá eigi margar ekki rétt á lífeyrissjóðsgreiðslum í dag. „Þessar konur eru að detta út,“ segir Svanhvít sem segir þrátt fyrir það enn þörf á kvennaferðum. „Margar eldri konur hafa einangrað sig félagslega, orlofsferðirnar eru hugsaðar til að rjúfa þessa einangrun. Þær fá í ferðunum félagsskap, öryggi og aðstoð. Þó að niðurgreiðslur í þessar ferðir hætti, þá held ég að það verði enn þörf á þessum ferðum. Niðurgreiðslan er líka ógurlega lítil, þetta eru hundrað krónur á íbúa.“ Svanhvít segir margar kvennanna miður sín yfir gagnrýni á ferðirnar. „Þetta eru svo óskaplega litlir peningar sem um ræðir, það er mikill pirringur út í þetta. Okkur finnst það mjög leiðinlegt en þetta eru landslög, við erum kosnar til að gera þetta og við þurfum að gera þetta hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er alltaf verra að vinna undir óánægju sem er auðvitað bara sorglegt. Í ár stendur til að fara til Toscana og í aðventuferð til Þýskalands.“ Athygli vekur að ferðirnar eru ekki sérlega ódýrar eða allt að hundrað og fimmtíu þúsund krónur á hverja og eina. „Það er vegna þess að niðurgreiðslan er ekki svo mikil. Til að byrja með þá voru þetta helst innanlandsferðir en það hefur breyst með þjóðfélaginu. Nú er bæði farið í innanlandsferðir og farið út. Okkur finnst alltaf gaman að fara á Vestfirði og Austfirði.“ Aðalatriðið er að þetta eru konur sem hafa margar verið heimavinnandi alla tíð eins og var þegar lögin voru sett. „Það er einangrunin og öryggið sem skiptir mestu máli. Ekki peningarnir.“
Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira