Leitin að hinum fullkomna nuddstól Stefán Þór Hjartarson skrifar 17. maí 2016 11:45 Melkorka Sigríður Magnúsdóttir er aðalsprauta hljómsveitarinnar Milkywhale og er í góðum gír í nýjasta myndbandi sveitarinnar. Vísir/Magnús Leifsson Goodbye átti upphaflega að vera „power“-ballaða, okkur fannst það svo tilvalið þar sem Adele var nýbúin að gefa út hinn dramatíska hittara Hello, að koma með einhvers konar andsvar við því. Svo þróaðist þetta reyndar út í „mellow“-dramatískt stuðlag sem allir ættu að geta dansað við, hvort sem það er úti á dansgólfinu eða í hægindastólnum,“ segir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir söngkona Milkywhale um nýjasta lag sveitarinnar. Hún, ásamt Árna Rúnari Hlöðverssyni, skipar Milkywhale. Árni er einnig meðlimur í hljómsveitinni FM Belfast. „Við vinnum öll lögin okkar heima í stofunni hjá Árna og Lóu, ég hef alltaf sagt að Milkywhale sé kaffivélinni þeirra að þakka.“ „Þegar Magnús Leifsson leikstjóri kom með hugmyndina að myndbandinu þá þurfti ekki langan tíma til að sannfæra okkur. Í stuttu máli fjallar það um mann og leit hans að hinum fullkomna nuddstól. Magga langaði að búa til myndband þar sem hápunkturinn í viðlaginu væri frekar óhefðbundinn hápunktur. Sjón er sögu ríkari í þeim efnum. Hannes Óli Ágústsson leikari fer með aðalhlutverkið, hann er frábær performer og í algjöru uppáhaldi hjá okkur sem leikari. Við vorum líka saman í dansverki fyrir nokkrum árum og ég vissi að hann væri rétti maðurinn í hlutverkið.“ Hannes Óli Ágústsson fer með aðalhlutverkið í myndbandinu sem maður í leit að hinum fullkomna nuddstól.Vísir/Magnús LeifssonMilkywhale hefur verið tilnefnd til Nordic Music Video verðlaunanna fyrir myndbandið Birds of Paradise, sem Magnús Leifsson leikstýrði einnig. Myndbandið fær tilnefningar í þremur flokkum: tónlistarmyndband ársins, besti flutningur listamanns og besta listræna stjórnun. Auk þess fær annað myndband sem Magnús leikstýrði tilnefningu en það er myndbandið við lag Ólafs Arnalds og Alice Sara Ott, Reminiscence, en það fær tilnefningu fyrir bestu frammistöðu leikara. Sjá einnig: Magnús Leifs með fjórar tilnefningar til Nordic Music Video Awards „Milkywhale er náttúrulega alveg óþekkt hljómsveit svo það er ótrúlegt að fá þrjár tilnefningar. Við erum í flokkum með ekki ómerkilegri listamönnum en David Bowie, MØ og Major Lazer. Svo er Maggi Leifs eini leikstjórinn sem hefur verið tilnefndur öll þrjú árin og við tökum þátt í pallborðsumræðum á hátíðinni núna á laugardaginn þar sem við ætlum að ræða samstarfið.“ Magnús Leifsson hefur áður verið tilnefndur, fyrir myndbandið við Old Skin með Ólafi Arnalds, Brighter Days með FM Belfast og Candlestick með múm. „Í augnablikinu er Árni í fríi í skattaskjóli á Bresku Jómfrúaeyjunum. Svo ætla ég líka í smá frí, öllu heldur snakkpokaferð, til Kanaríeyja. Þegar það er búið byrjar Milkywhale aftur af krafti. Við spilum á Húrra 3. júní og verðum svo á Hróarskeldu í lok júní. Þá erum við á fullu að klára fyrstu plötuna okkar sem kemur út í september og verður fylgt eftir með tónleikaferðalagi. Milkywhale byrjaði upphaflega sem dansverkefni og hlaut Menningarverðlaun DV í flokki danslistar í byrjun árs. Við ætlum að fylgja því eftir og vorum valin til þess að taka þátt á stóru norrænu dansfestivali í Kaupmannahöfn í haust. Svo það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Melkorka um hvað sé á döfinni hjá Milkywhale. Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira
Goodbye átti upphaflega að vera „power“-ballaða, okkur fannst það svo tilvalið þar sem Adele var nýbúin að gefa út hinn dramatíska hittara Hello, að koma með einhvers konar andsvar við því. Svo þróaðist þetta reyndar út í „mellow“-dramatískt stuðlag sem allir ættu að geta dansað við, hvort sem það er úti á dansgólfinu eða í hægindastólnum,“ segir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir söngkona Milkywhale um nýjasta lag sveitarinnar. Hún, ásamt Árna Rúnari Hlöðverssyni, skipar Milkywhale. Árni er einnig meðlimur í hljómsveitinni FM Belfast. „Við vinnum öll lögin okkar heima í stofunni hjá Árna og Lóu, ég hef alltaf sagt að Milkywhale sé kaffivélinni þeirra að þakka.“ „Þegar Magnús Leifsson leikstjóri kom með hugmyndina að myndbandinu þá þurfti ekki langan tíma til að sannfæra okkur. Í stuttu máli fjallar það um mann og leit hans að hinum fullkomna nuddstól. Magga langaði að búa til myndband þar sem hápunkturinn í viðlaginu væri frekar óhefðbundinn hápunktur. Sjón er sögu ríkari í þeim efnum. Hannes Óli Ágústsson leikari fer með aðalhlutverkið, hann er frábær performer og í algjöru uppáhaldi hjá okkur sem leikari. Við vorum líka saman í dansverki fyrir nokkrum árum og ég vissi að hann væri rétti maðurinn í hlutverkið.“ Hannes Óli Ágústsson fer með aðalhlutverkið í myndbandinu sem maður í leit að hinum fullkomna nuddstól.Vísir/Magnús LeifssonMilkywhale hefur verið tilnefnd til Nordic Music Video verðlaunanna fyrir myndbandið Birds of Paradise, sem Magnús Leifsson leikstýrði einnig. Myndbandið fær tilnefningar í þremur flokkum: tónlistarmyndband ársins, besti flutningur listamanns og besta listræna stjórnun. Auk þess fær annað myndband sem Magnús leikstýrði tilnefningu en það er myndbandið við lag Ólafs Arnalds og Alice Sara Ott, Reminiscence, en það fær tilnefningu fyrir bestu frammistöðu leikara. Sjá einnig: Magnús Leifs með fjórar tilnefningar til Nordic Music Video Awards „Milkywhale er náttúrulega alveg óþekkt hljómsveit svo það er ótrúlegt að fá þrjár tilnefningar. Við erum í flokkum með ekki ómerkilegri listamönnum en David Bowie, MØ og Major Lazer. Svo er Maggi Leifs eini leikstjórinn sem hefur verið tilnefndur öll þrjú árin og við tökum þátt í pallborðsumræðum á hátíðinni núna á laugardaginn þar sem við ætlum að ræða samstarfið.“ Magnús Leifsson hefur áður verið tilnefndur, fyrir myndbandið við Old Skin með Ólafi Arnalds, Brighter Days með FM Belfast og Candlestick með múm. „Í augnablikinu er Árni í fríi í skattaskjóli á Bresku Jómfrúaeyjunum. Svo ætla ég líka í smá frí, öllu heldur snakkpokaferð, til Kanaríeyja. Þegar það er búið byrjar Milkywhale aftur af krafti. Við spilum á Húrra 3. júní og verðum svo á Hróarskeldu í lok júní. Þá erum við á fullu að klára fyrstu plötuna okkar sem kemur út í september og verður fylgt eftir með tónleikaferðalagi. Milkywhale byrjaði upphaflega sem dansverkefni og hlaut Menningarverðlaun DV í flokki danslistar í byrjun árs. Við ætlum að fylgja því eftir og vorum valin til þess að taka þátt á stóru norrænu dansfestivali í Kaupmannahöfn í haust. Svo það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Melkorka um hvað sé á döfinni hjá Milkywhale.
Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira