Happdrætti upp á kaupréttinn á skóm Stefán Þór Hjartarson skrifar 11. júní 2016 09:00 Það er á kristaltæru að stemmingin verður ekki svona fyrir utan Húrra Reykjavík í dag. Vísir/Ernir Þetta gengur undir nafninu „raffle“ eða íslenska orðinu happdrætti. Þetta þekkist víða erlendis vegna þess að eiginlega flest allar búðir eru þreyttar á því að vera með raðir fyrir utan hjá sér í marga daga. Það sem fylgir röðunum getur verið troðingur og ósætti og annað. Þannig að það eru allir komnir út í þetta fyrirkomulag, margir gera þetta í gegnum Instagram og Facebook eða bara á vefnum eins og við erum með þetta,“ segir Sindri Snær Jensson, annar eigandi tískufataverslunarinnar Húrra Reykjavík, sem í dag setur í sölu Yeezy Boost 750 skóna frá Adidas sem eru hannaðir af Kanye West. Einungis þeir sem voru dregnir út fá að kaupa skóna sem kosta 44.990 krónur.Yeezy Boost 750 skórnir frá Adidas eru hannaðir af Kanye West og ganga kaupum og sölum á netinu á nokkur fleiri hundruð þúsund króna. Mynd/Snorri BjörnssonMynd/Snorri Björnsson„Það eru yfir 1.500 manns búnir að sækja um. Þetta eru í kringum 20 pör sem eru í boði. Þetta er Yeezy Boost 750, háa útgáfan af þeim sem við vorum með síðast. Ef að við værum með Yeezy Boost 350 eins og í febrúar myndi ég telja að þetta væri 3.000 til 5.000 manns. Það eru margir sem myndu ekki ganga í þessum skóm enda er hann sérstakari, en ógeðslega flottur. Það er mikill áhugi, endalaust af fyrirspurnum og skilaboðum. Það virðast ekki allir lesa textann inni á síðunni og halda að það sé hægt að gera hitt og þetta öðruvísi.“Er sem sagt fólk að bjóða hærra en uppgefið verð? „Það var rosalega mikið um það síðast þegar við gáfum út í febrúar og ég neitaði mörgum, þannig að það er minna um þetta núna. En það eru ákveðnir aðilar úr skuggapartinum af Reykjavík sem hafa verið að bjóða háar upphæðir.“Sindri Snær Jensson, annar eigandi Húrra Reykjavík.Vísir/ErnirÁkváðuð þið að skipta yfir í happdrætti vegna þess að það voru einhver leiðindi í röðinni síðast? „Bæði og. Okkur langaði að prófa þetta fyrirkomulag fyrst og fremst, sjá hvort þetta sé þægilegra. Það var náttúrulega bylur í febrúar þegar fólk var að bíða hérna fyrir utan. Það var fólk á öllum aldri í röðinni en það voru líka einhverjir krakkar sem voru að skrópa í tímum og foreldrarnir voru ekkert sérstaklega sáttir og létu okkur þar af leiðandi heyra það. Það komu samt upp atvik – fólk var að reyna að troða sér í röðina, en fólk stóð saman í röðinni og passaði hvernig hún var þannig að það gat enginn troðið sér. Þannig að það fór allt vel fram en þetta er miklu þægilegra fyrirkomulag núna og algjörlega tilviljunarkennt hvaða fólk fær skóna. Það eru margir sem taka þátt og hugsa það sem fjárfestingu. Strigaskór í dag eru eina varan í heiminum sem þú getur keypt úti í búð og selt dýrara strax aftur. Það er hægt að þrefalda peninginn sinn.“ Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira
Þetta gengur undir nafninu „raffle“ eða íslenska orðinu happdrætti. Þetta þekkist víða erlendis vegna þess að eiginlega flest allar búðir eru þreyttar á því að vera með raðir fyrir utan hjá sér í marga daga. Það sem fylgir röðunum getur verið troðingur og ósætti og annað. Þannig að það eru allir komnir út í þetta fyrirkomulag, margir gera þetta í gegnum Instagram og Facebook eða bara á vefnum eins og við erum með þetta,“ segir Sindri Snær Jensson, annar eigandi tískufataverslunarinnar Húrra Reykjavík, sem í dag setur í sölu Yeezy Boost 750 skóna frá Adidas sem eru hannaðir af Kanye West. Einungis þeir sem voru dregnir út fá að kaupa skóna sem kosta 44.990 krónur.Yeezy Boost 750 skórnir frá Adidas eru hannaðir af Kanye West og ganga kaupum og sölum á netinu á nokkur fleiri hundruð þúsund króna. Mynd/Snorri BjörnssonMynd/Snorri Björnsson„Það eru yfir 1.500 manns búnir að sækja um. Þetta eru í kringum 20 pör sem eru í boði. Þetta er Yeezy Boost 750, háa útgáfan af þeim sem við vorum með síðast. Ef að við værum með Yeezy Boost 350 eins og í febrúar myndi ég telja að þetta væri 3.000 til 5.000 manns. Það eru margir sem myndu ekki ganga í þessum skóm enda er hann sérstakari, en ógeðslega flottur. Það er mikill áhugi, endalaust af fyrirspurnum og skilaboðum. Það virðast ekki allir lesa textann inni á síðunni og halda að það sé hægt að gera hitt og þetta öðruvísi.“Er sem sagt fólk að bjóða hærra en uppgefið verð? „Það var rosalega mikið um það síðast þegar við gáfum út í febrúar og ég neitaði mörgum, þannig að það er minna um þetta núna. En það eru ákveðnir aðilar úr skuggapartinum af Reykjavík sem hafa verið að bjóða háar upphæðir.“Sindri Snær Jensson, annar eigandi Húrra Reykjavík.Vísir/ErnirÁkváðuð þið að skipta yfir í happdrætti vegna þess að það voru einhver leiðindi í röðinni síðast? „Bæði og. Okkur langaði að prófa þetta fyrirkomulag fyrst og fremst, sjá hvort þetta sé þægilegra. Það var náttúrulega bylur í febrúar þegar fólk var að bíða hérna fyrir utan. Það var fólk á öllum aldri í röðinni en það voru líka einhverjir krakkar sem voru að skrópa í tímum og foreldrarnir voru ekkert sérstaklega sáttir og létu okkur þar af leiðandi heyra það. Það komu samt upp atvik – fólk var að reyna að troða sér í röðina, en fólk stóð saman í röðinni og passaði hvernig hún var þannig að það gat enginn troðið sér. Þannig að það fór allt vel fram en þetta er miklu þægilegra fyrirkomulag núna og algjörlega tilviljunarkennt hvaða fólk fær skóna. Það eru margir sem taka þátt og hugsa það sem fjárfestingu. Strigaskór í dag eru eina varan í heiminum sem þú getur keypt úti í búð og selt dýrara strax aftur. Það er hægt að þrefalda peninginn sinn.“
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira